KermitTheFrog skrifaði:Mig langar nú bara að bæta mínu áliti við.
Mig langar að byrja á að segja þér Guðjón, að þú ert svo blindaður af Apple fanboyism að þú sérð ekki fram fyrir hendur þér. Þú segir SGSII vera drasl, þegar þessi sími er alveg sambærilegur við iPhone, ef ekki betri. Það fer bara eftir því hvað hentar hverjum. Þessir símar hafa svipaða specca, svipað viðmót og svipaða hönnun. Android býður upp á svo miklu meiri customization og frelsi heldur en iOS. Satt er það að Apple vörur eru byggðar til að vera einfaldar og notendavænar, það er bara frábært... fyrir þá sem það hentar! Apple cripplar notandann alveg. Ég meina, þú færð ekki einusinni frelsi til að skipta sjálfur um batterí!
Ég var að pæla í að kaupa mér snjallsíma í sumar, og að sjálfsögðu datt mér fyrst í hug iPhone. Ég fór og skoðaði iPhone, ég fékk að prufa hann, en eftir að hafa prufað að nota bæði iPhone og SGSII fannst mér bara klárt mál að taka Samsung símann. Ekki afþví að iPhone er drasl, ekki af því að Galaxy S II er BESTUR, bara afþví að hann hentar mér betur.
Og til að kommenta á drop testið og fullyrðinguna að iPhone sé miklu "vandaðari" afþví að tilfinningin á SGSII er svo "plastkennd" þá segi ég nú bara að ég vil frekar síma sem þolir högg frekar en glansandi gler sem brotnar við 1 metra fall. Vinnufélagi minn var meira að segja með símann í vasanum þegar hann hrasaði um kantstein og datt og viti menn, síminn brotnaði. Spurning hvort það séu meiri "gæði" í iPhoneinum afþví að hann er úr gleri? Og ekki segja mér að "kaupa bara hlíf fyrir símann." Ef ég kaupi mér síma á 100k+ þá býst ég nú bara við því að hann virki vel og ég þurfi ekki aukahluti sökum þess hve fragile (afsakið slettu) hann er.
Höfundarréttur í dag er kominn út í öfgar það er fáránlegt að Apple sé að kæra afþví að þeir þola ekki samkeppnina. Það eina sem ég tek úr þessu máli er að Samsung sýnir hér deginum ljósara að Apple vörur eru overpriced, ef þeir geta "stolið" hönnuninni allt frá símanum og að kassanum sem hann selst í og selt það á mun lægra verði.
Var ekki komið í ljós hérna að framan að Samsung S ll sé dýrari en iPhone 4s, þannig að ég skil ekki alveg þessa fullyrðingu.
Og talandi um þetta gler, ég hef misst minn 2var og ekkert mál, það er ekki ein rispa aftan á glerinu eftir 14 mánaðar notkun, aldrei verið í hultri eða með filmu yfir sér. Miklu betri hönnun en 3G og 3Gs síminn uppá það að gera.