Sendi póst til Nova sem svöruðu því að þetta var ekki þeirra megin heldur símtækið sjálft.
Eftir stutt Google leit komst ég að því að OnePlus þarf að "opna fyrir það" í símtækinu samhliða því hjá hvaða farsímafyrirtæki símtækið er að tengjast inn á.
Þar sem mér finnst frekar hæpið að OnePlus muni einhvern tímann í bráð koma með uppfærslu til að opna fyrir þetta í þessum síma ákvað ég að leysa úr þessu sjálfur og fann lausn á þessu þannig hérna eru leiðbeiningar hvernig á að fá OnePlus 13 til að tengjast inn á VoLTE og VoWiFi án þessa þurfa root-a símann.
---- Þeir sem vilja prófa þetta gera það á sinni eigin ábyrgð!----
Shizuku aðferðinn
1. Þar sem VoLTE og VoWiFi stillingarnar eru faldar þarf að nota Shizuku, hérna eru leiðbeiningar fyrir það https://shizuku.rikka.app/guide/setup/
2. Vanalega hefur verið nóg að fá stillingarnar upp og virkja VoLTE og VoWiFi þar en þar sem Ísland er ekki inni í þeim löndum sem OnePlus er með opið fyrir það þarf að fara flóknari leið.
Kafaði dýpra ofan í þessa kanínuholu og spurði ChatGPT hvað stjórnar því hvort tækið getur tengst inn á VoLTE og VoWiFi eða ekki.
Svarið sem ég endaði á að fá var að þetta er ákvarðað í MBN skrá: "mcfg_sw.mbn" sem er í símtækinu:
What is an MBN File in Relation to Wi-Fi Calling?
An MBN (Modem Binary) file is a configuration file used by Qualcomm modems to define network-related settings. It includes:
✅ Carrier-specific settings
✅ VoLTE (Voice over LTE) & VoWiFi (Wi-Fi Calling) configurations
✅ Network bands and protocols
✅ APN settings
Breyta MBN skráni
Þessar leiðbeiningar eru skrifaðar með það í huga að þetta er gert í Windows 10/11 tölvu
Gögn sem þarf fyrir þetta:
Qualcomm USB Driver
Platform-Tools
ADB USB drivers
EfsTool með MBN skrána til að skrifa inn í símann
(Þetta upload er með MBN skrá sem ég fann frá Vodafone í Þýskalandi eftir langa leit í gegnum MBN dumbum frá reddit og xda-developers sem virkuðu rétt og opnuðu bæði fyrir VoLTE og VoWiFi)
1. Fyrsta skrefið er að ná ADB samskiptum við OnePlus símann. Til setja það upp þarf að byrja á því að ná í SDK Platform Tools frá Google og vista það t.d undir C:\temp\platform-tools\
2. Tengja símann við tölvuna og hafa símann í "Charge Only " mode
3. Fara í Settings->System&Update->Developer Options í OnePlus símanum. (ef Developer Options er ekki þarna þarf að fara Settings → About device → Tap "Build number" 7 times)
4. Opna cmd og keyra cd C:\temp \platform-tools\ (eða á þann stað sem þú vistaðir platform tools á)
5. Keyra adb devices, færð staðfestingu í síman til að heimila ADB samskipti
6. Vera með device manager opið til að sjá hvort það vantar driver fyrir ADB eða Qualcomm USB Driver, ef það vantar þarf að ná í það og setja það upp
7. Keyra adb reboot ftm, síminn endurræsir sig og á skjánum ætti að birtast kínverskir stafir
8. Keyra ADB shell og síðan þessa skipun: setprop sys.usb.config diag,serial_cdev,rmnet,adb
Ef allt hefur virkaði rétt ætti að birtast eitthvað í líkingu við þetta: Qualcom HS-USB Diagnostics 9091 undir Ports í device manager
9. Opnan annan cmd glugga og keyra cd yfir á þá slóð sem þú afþjappaðir EfsTool, t.d C:\temp\EfsTools-0.14\
10. Keyra þessa skipun til að staðfesta að EfTools er með samskipti við síman: EfsTools.exe efsInfo
Ef það virkar rétt ætti að koma texti með skilaboð svipuð þessum:
Use serial port 'COM3'
Version: 1, MaxDirectories: 50, MapPathnameLength: 1024, MaxFileSize: 0, MaxFilenameLength: 768, MaxMounts: 36, MaxSymlinkDepth: 0
11. Keyra þessa skipun til að tengjast inn á rétta rót sem MBN skráin er í símanum
EfsTools.exe writeFile -i mcfg_autoselect_by_uim -o /nv/item_files/mcfg/mcfg_autoselect_by_uim
12. Keyra þessa skipun til að uploada MBN skráni yfir í síman:
EfsTools.exe uploadDirectory -i mcfg_sw.mbn -o / -v
Þá ætti að birtast í cmd gluggann runna af afrituninni
Þegar því er lokið ferðu yfir í hinn cmd gluggann með platform-tools opið og keyrir þessa skipun til að endurræsa símann: adb reboot
Ef allt virkaði rétt á síminn að detta bæði inn á VoLTE og VoWiFi núna

Hafa þarf samt í huga að þessar lagfæringar gætu tapast næst þegar nýtt system update er keyrt í gegn.
Heimildir sem studdist við til að útbúa þessa lausn:
https://www.reddit.com/r/oneplus/commen ... /?sort=new
https://community.oneplus.com/thread/1284987