Sælir
Ég er að leita að góðri útivaktmyndavél (outdoor security cam) sem er hægt að skilja eftir í langan tíma og þarf ekki að tengja við neitt, hvorki stjórnstöð né rafmagn. Ég fann Xiaomi Solar Camera BW400 Pro sem lofaði góðu þar til í las í smáa letrinu að það þarf að hafa eitthvað indoor base station tengt innandyra sem vélin tengist svo þráðlaust við. Það er ekki í boði hjá mér, mig vantar bara myndavél sem þarf ekki á wifi, base station eða neinu slíku að halda til að virka og getur bara verið í gangi 24/7 að fylgjast með svæðinu. Er einhver slík vél til? Hvað með Mi Outdoor Camera BW500, eitthvað varið í hana?
Vantar góða útivaktmyndavél
-
- Vaktari
- Póstar: 2346
- Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
- Reputation: 59
- Staðsetning: 105 Reykjavík
- Staða: Tengdur
Re: Vantar góða útivaktmyndavél
þessir 2 hlutir saman eru ekki til eins og er held ég. þráðlaus og enga heimastöð
var sjálfur að kaupa þessa. þráðlaus með sólarsellu sem þarf bara 2 tíma af sól á dag til að ganga nánast endalaust. en hún er með heimastöð
https://www.eufy.com/eu-en/products/t88 ... 9089709208
var sjálfur að kaupa þessa. þráðlaus með sólarsellu sem þarf bara 2 tíma af sól á dag til að ganga nánast endalaust. en hún er með heimastöð
https://www.eufy.com/eu-en/products/t88 ... 9089709208
Re: Vantar góða útivaktmyndavél
Getur skoðar eitthvað hér, frændi minn setti upp eina svona um daginn.
https://www.aliexpress.com/w/wholesale- ... amera.html
https://www.aliexpress.com/w/wholesale- ... amera.html
NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo
Re: Vantar góða útivaktmyndavél
Mögulega er trail camera eða game camera það sem þig vantar, þær eru gerðar til þess að vera úti í skógi og þar sem ekki er hægt að stinga í samband.
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 3
- Skráði sig: Fim 25. Júl 2024 17:35
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar góða útivaktmyndavél
Gunnar skrifaði:þessir 2 hlutir saman eru ekki til eins og er held ég. þráðlaus og enga heimastöð
var sjálfur að kaupa þessa. þráðlaus með sólarsellu sem þarf bara 2 tíma af sól á dag til að ganga nánast endalaust. en hún er með heimastöð
https://www.eufy.com/eu-en/products/t88 ... 9089709208
Já, hef séð þessa líka. En ég fann reyndar Hombli - Smart Solar Cam 2K, hún virðist vera án base stöðvar en ég set bara spurningu við það hvort hún virki án þess að vera tengd við net. Get ekki fundið neitt um það á netinu
TheAdder skrifaði:Getur skoðar eitthvað hér, frændi minn setti upp eina svona um daginn.
https://www.aliexpress.com/w/wholesale- ... amera.html
Ég gleymdi kannski að taka fram að ég vil forðast það að versla erlendis frá, vil geta keypt þessa vél hér og helst á næstu dögum.
Manager1 skrifaði:Mögulega er trail camera eða game camera það sem þig vantar, þær eru gerðar til þess að vera úti í skógi og þar sem ekki er hægt að stinga í samband.
Hvar fæ ég svoleiðis græju? Sé tvær í Veiðiflugunni en eru fleiri til hér í bænum?
-
- Vaktari
- Póstar: 2346
- Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
- Reputation: 59
- Staðsetning: 105 Reykjavík
- Staða: Tengdur
Re: Vantar góða útivaktmyndavél
NoComment skrifaði:Gunnar skrifaði:þessir 2 hlutir saman eru ekki til eins og er held ég. þráðlaus og enga heimastöð
var sjálfur að kaupa þessa. þráðlaus með sólarsellu sem þarf bara 2 tíma af sól á dag til að ganga nánast endalaust. en hún er með heimastöð
https://www.eufy.com/eu-en/products/t88 ... 9089709208
Já, hef séð þessa líka. En ég fann reyndar Hombli - Smart Solar Cam 2K, hún virðist vera án base stöðvar en ég set bara spurningu við það hvort hún virki án þess að vera tengd við net. Get ekki fundið neitt um það á netinu
Sýnist þú þurfa tengja hana við wifi til að setja upp en svo geturðu sett 256gb sd kort i hana og það er allveg spurning hvort hun haldi áfram að virka og taki upp á sd kortið ef myndavélin fer frá wifi-inu.
-
- Vaktari
- Póstar: 2346
- Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
- Reputation: 59
- Staðsetning: 105 Reykjavík
- Staða: Tengdur
Re: Vantar góða útivaktmyndavél
þú ert kannski kominn með einhverja lausn en ég datt inná þetta.
eufy 4G LTE Cam S330
https://www.eufy.com/eu-en/products/t86 ... 6672181400
sýnist þetta vera allt sem þú ert að leita að.
eufy 4G LTE Cam S330
https://www.eufy.com/eu-en/products/t86 ... 6672181400
sýnist þetta vera allt sem þú ert að leita að.
Re: Vantar góða útivaktmyndavél
I7 4790K 4.6ghz. RTX 2080 . Z97 Asus. Corsair 570x. Corsair H150I. SSD Samsung pro 2x raid 0. 2x hdd
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 3
- Skráði sig: Fim 25. Júl 2024 17:35
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar góða útivaktmyndavél
Gunnar skrifaði:þú ert kannski kominn með einhverja lausn en ég datt inná þetta.
eufy 4G LTE Cam S330
https://www.eufy.com/eu-en/products/t86 ... 6672181400
sýnist þetta vera allt sem þú ert að leita að.
MuffinMan skrifaði:https://elko.is/vorur/eufy-oryggismyndavel-4g-starlight-308325/T8151321
Ég vildi helst vera bara með myndavél, ekki eitthvað auka eins og þessar tvær eru með (sólarsella sem er tengd við). Keypti Hombli vélina og hún virkar bara mjög vel. Hún verður notuð þar sem er ekkert wifi svo ég stillti hana þannig að ef ég kveiki á hotspot á símanum mínum til að deila netinu á honum þá tengist hún við það net og þá kemst ég inná vélina þegar ég er nálægt og get þá skoðað upptökur. Batteríið er líka geðveikt gott, prófaði hana heima fyrst, var með hana útí glugga og hún hlóð sig á meðan hún var í gangi sem er geggjað