Vandamál hjá Síminn (VoLTE)


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Vandamál hjá Síminn (VoLTE)

Pósturaf jonfr1900 » Sun 20. Ágú 2023 20:01

Ég hef verið að fá svona villu hjá Síminn og er búinn að láta þá vita en lítið gerist í að laga þetta. Þetta er þegar kveikt er á VoLTE í kerfinu hjá Síminn. Ég er að athuga hvort að einhverjir sem eru hjá Síminn hafi einnig verið að fá þessa villu. Þetta kemur í veg fyrir að hægt sé að kveikja og slökkva á símtali í bið, áframsendingu símtala, númer í læstu skammvali og örugglega eitthvað fleira.

Þetta er einhver stilling sem er röng hjá Síminn þegar það kemur að VoLTE kerfinu en ég veit ekki hversu útbreitt þetta vandamál er. Mig grunar að ég sé ekki einn með þetta vandamál.

Screenshot_20230820_195941_Call settings.png
Screenshot_20230820_195941_Call settings.png (135.38 KiB) Skoðað 11505 sinnum




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál hjá Síminn (VoLTE)

Pósturaf jonfr1900 » Fös 08. Sep 2023 22:03

Hefur enginn séð svona. Tæknimennirnir hjá Símanum virðast ekki geta gert neitt við þessu vandamáli. Ég mun prófa að skipta um sim kort fljótlega til að sjá hvort að þetta vandamál hverfi en ég er ekkert rosalega vongóður um að það gerist.



Skjámynd

daremo
spjallið.is
Póstar: 465
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál hjá Síminn (VoLTE)

Pósturaf daremo » Sun 10. Sep 2023 11:15

Hvað er þetta "YouSee DK" þarna. Ertu í Danmörku?
Danska símafyrirtækið styður væntanlega ekki VoLTE.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál hjá Síminn (VoLTE)

Pósturaf jonfr1900 » Sun 10. Sep 2023 15:21

daremo skrifaði:Hvað er þetta "YouSee DK" þarna. Ertu í Danmörku?
Danska símafyrirtækið styður væntanlega ekki VoLTE.


YouSee DK er danskt símafyrirtæki og þeir styðja VoLTE og VoWiFi eru talsvert lengra komnir í þessu en íslensku símafyrirtækin. Vandamálið er ekki þar. Þetta er eingöngu Síminn best að ég sé.




Storm
has spoken...
Póstar: 185
Skráði sig: Mán 30. Jún 2008 18:19
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál hjá Síminn (VoLTE)

Pósturaf Storm » Mán 11. Sep 2023 16:32

Hvar ertu staðsettur? Ef þú ert erlendis, vita tæknimennirnir sem eru að skoða þetta fyrir þig það?




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál hjá Síminn (VoLTE)

Pósturaf jonfr1900 » Þri 12. Sep 2023 07:32

Storm skrifaði:Hvar ertu staðsettur? Ef þú ert erlendis, vita tæknimennirnir sem eru að skoða þetta fyrir þig það?


Já, ég lét vita af því að ég væri í Danmörku en vandamálið er ekki í því. Þetta er eitthvað í kerfinu hjá Síminn. Ég ætla að reyna að skipta um sim kort eftir næstu helgi þegar ég er kominn til Íslands.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál hjá Síminn (VoLTE)

Pósturaf jonfr1900 » Lau 16. Sep 2023 12:36

Það er komið svar við mikilvægri spurningu. Þessi villa gerist aðeins ef maður er í reiki.