frændi minn féll frá nýlega, og það eru ljósmyndir á símanum hans sem fjölskyldan vill komast í og eru ekki til annars staðar.
Þetta er Android sími, læstur með PIN, og þau héldu að þetta væri Moto G5 eða Moto G51 G5... ekki alveg á hreinu, er ekki með símann í höndunum.
Hann var mjög security oriented og því engu uploadað sjálfkrafa í skýið, og býst ekki við því að debug bridge sé virkt.
Þau hafa aðgang að Google aðganginum hans.
Þekkir einhver, er hægt að komast í gögn og / eða aflæsa símanum? Hafa símafyrirtækin eða eitthvað tæknifyrirtæki hér heima eða úti leiðir til þess?
Kostnaður er ekki stórt issue, nema það fari að telja í mjög mörg hundruð þúsundum.
Allra bestu kveðjur,
Klemmi
HringduEgill skrifaði:Fæ að tagga þig hér í von um að þú eða aðrir síma snillingar lumið á lausn