Ég er að leita að einfaldri leið til að flytja myndir og myndbönd úr iPhone yfir á PC tölvu, helst bara í gegnum wifi þar sem ég hef prófað að tengja símann með snúru við tölvuna og mér finnst tengingin ekki vera alveg nógu stöðug. Er búinn að leita að appi og hef fundið nokkur sem gætu gert þetta en þar kosta fídusarnir sem ég vil nota eða þá að það eru einhver leiðinleg takmörk í fríum útgáfum. Fann t.d. PhotoSync en það afritar bara í low quality nema maður borgi fyrir pro útgáfuna.
Hefur einhver hér reynslu af svona? Vil helst ekki þurfa að borga neitt fyrir app. Ég er með Android síma þar sem ég nota SMBSync2 en það app er ekki til fyrir iPhone.
Einfalt backup á iPhone yfir á PC
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1127
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Einfalt backup á iPhone yfir á PC
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
Re: Einfalt backup á iPhone yfir á PC
Ef þú ert með iCloud, geturðu ekki farið inn á iCloud og náð í efnið þar?
NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1081
- Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
- Reputation: 90
- Staða: Ótengdur
Re: Einfalt backup á iPhone yfir á PC
Alveg virði að borga nokkra dollara fyrir þjónustu. Ég var svona áður líka, vildi allt frítt eða piratað og það gerði lífið mitt ekkert betra.
Re: Einfalt backup á iPhone yfir á PC
Mæli með að nota bara iCloud, borgar eitthvað klink á mánuði fyrir 200GB og getur downloadað öllu þaðan á þægilegan máta.
Ryzen 2600x - 24GB 2400MHz DDR4 - Phoenix GTX 1080 GLH 8GB - Gigabyte B450M DS3H
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1268
- Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
- Reputation: 143
- Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
- Staða: Ótengdur
Re: Einfalt backup á iPhone yfir á PC
Thunderbolt tengi frá síma yfir í tölvu?
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1127
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Re: Einfalt backup á iPhone yfir á PC
TheAdder skrifaði:Ef þú ert með iCloud, geturðu ekki farið inn á iCloud og náð í efnið þar?
Jújú, eflaust get ég það. Get ég þá kannski sett upp eitthvað á tölvunni sem nær í allt af iCloud inná tölvuna og eyðir svo útaf iCloud? Það væri góð lausn, ætla að skoða það.
Minuz1 skrifaði:Thunderbolt tengi frá síma yfir í tölvu?
Eins og ég sagði í upphafspóstinum þá get ég einmitt tengt símann við tölvuna með snúru en mér finnst það vera eitthvað óstöðugt. Væri líka til í að þurfa ekki alltaf að tengja með snúru við tölvuna.
Svo er spurning hvort ég geti keypt bara svona backup flakkara sem er auglýstur að virki fyrir Apple tæki, hef séð nokkra þannig, bara spurning hvernig það virkar. Er þá bara tengt við síma og ýtt bara á takka í appi eða?
Ég vil bara geta tæmt útaf símanum reglulega inná local vél, nenni ekki svona cloud service nema ég geti einmitt notað það sem milligöngu. Hef verið að taka afrit af Android símanum mínum reglulega inná tölvuna og fíla það vel að vera með þetta local.
Er að fara í smá ferðalag svo ég held ég skoði þetta með iCloud betur eftir það
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]