Að koma spólum yfir á Digital format?


Höfundur
SundeR
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Lau 24. Nóv 2018 20:03
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Að koma spólum yfir á Digital format?

Pósturaf SundeR » Mið 01. Jún 2022 00:36

Sælir,
Hversu erfitt væri að koma t.d VHS og gömlum analogmyndavélaspólum á digital format?

Er með Canon MV400 myndavél sem notar litlar spólur. Er með S-video tengi og DV-tengi á myndavélinni.
Þetta lookar eins og auðveldasta lausnin til þess að spila og recorda og færa á USB eða SD kort, En mögulega soldið dýrari en hin lausnin sem mér dettur í hug.
https://www.amazon.com/ClearClick-Conve ... s9dHJ1ZQ==


Væri nóg að kaupa Pcie Express firewire kort Eins og t.d þetta hér https://www.amazon.com/Vantec-FireWire- ... 115&sr=8-2
og svo DV-Firewire kapall, tengja myndavélina við tölvuna og spila spólu og byrja að recorda?
Get ég þá launchað/recordað spólurnar í gegnum tölvu?

Eru einhverjir hérna sem hafa verið að gera eitthvað svipað og gætu komið með góð ráð?




drengurola
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fös 24. Apr 2020 16:00
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Að koma spólum yfir á Digital format?

Pósturaf drengurola » Mið 01. Jún 2022 08:33

Sennilega erfitt að finna DV driver fyrir þessa myndavél fyrir nýlegt styrikerfi. Ég myndi fara analogue leiðina, nema þú vitir að allt sé til fyrir digital.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að koma spólum yfir á Digital format?

Pósturaf hagur » Mið 01. Jún 2022 08:40

Ég gerði þetta á sínum tíma, var með sjónvarpskort í tölvunni með composite/s-video inngöngum. Setti spólur í videotæki sem ég tengdi svo í composite inngang, svo bara eitthvað hentugt upptökuforrit í PC vélinni og svo bara play á video-tækinu. Notabene að þetta þarf að gerast í rauntíma þegar maður fer analog leiðina á þennan hátt. 20-30 spólur, 2 klst hver ..... þetta var heljarinnar vinna.

Hérna er einfalt klippikort: https://computer.is/is/product/klippiko ... vgrru100bk
Þú tengir svo bara S-Video út á myndavélinni í þetta og voila.

Ef þú verðmetur tíma þinn hátt, þá gæti borgað sig bara að fara t.d í myndbandavinnsluna eða álíka og láta græja fyrir sig.




TheAdder
Geek
Póstar: 814
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 223
Staða: Ótengdur

Re: Að koma spólum yfir á Digital format?

Pósturaf TheAdder » Mið 01. Jún 2022 08:41

Ef þú ferð í firewire kortið, þá þarftu einhvern hugbúnað til þess að taka upp, ég ímynda mér að handbrake eða OBS gætu verið fínir kostir.
Ef þú ert með eitthvað magn af spólum, þá myndi ég frekar taka græjuna sem sér um þetta fyrir þig, þó hún sé aðeins dýrari í innkaupum.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


drengurola
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fös 24. Apr 2020 16:00
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Að koma spólum yfir á Digital format?

Pósturaf drengurola » Mið 01. Jún 2022 10:51

Ég á ennþá Hauppauge PCI sjónvarpskort - ef þú hefur einhverja leið til að nota það þá fæst það fyrir eina pepsi max.




JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: Að koma spólum yfir á Digital format?

Pósturaf JReykdal » Mið 01. Jún 2022 16:42

Notar ekki firewire fyrir analogue dót. Bara fyrir DV.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.

Skjámynd

kornelius
Gúrú
Póstar: 551
Skráði sig: Þri 09. Jan 2018 09:15
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Að koma spólum yfir á Digital format?

Pósturaf kornelius » Mið 01. Jún 2022 17:23

Keypti mér á sínum tíma https://www.aliexpress.com/item/3284863 ... 1802BDzCiy á 1000 kall

og notaði síðan "OBS Studio" til að millifæra yfir í stafrænt form.

K.