Vesen með Pixel 5


Höfundur
spjallvelin
Nýliði
Póstar: 16
Skráði sig: Mán 20. Jan 2014 14:27
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Vesen með Pixel 5

Pósturaf spjallvelin » Lau 04. Des 2021 11:50

Sælinú. Ég er með Pixel 5 sem ég fékk í emobi og mig langaði að forvitnast hvort fleiri væru að lenda í böggi með símtöl. Af og til þegar einhver hringir þá heyrir sá sem hringdi ekki í mér en ég heyri í viðkomandi. Þegar ég svo hringi til baka þá virkar allt.

Annar böggur er svo að þegar ég svara þá heyrist hátt píp í nokkrar sek í byrjun símtala á hinum endanum.

Einhver sem kannast við þetta og er með lausn? Rafknús í boði fyrir lausnir!




TheAdder
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Ótengdur

Re: Vesen með Pixel 5

Pósturaf TheAdder » Lau 04. Des 2021 16:15

Ertu búinn að uppfæra hann í Android 12?


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


Höfundur
spjallvelin
Nýliði
Póstar: 16
Skráði sig: Mán 20. Jan 2014 14:27
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vesen með Pixel 5

Pósturaf spjallvelin » Sun 05. Des 2021 09:01

Já. Þetta var vesen í android 11 og er áfram vesen í 12.




TheAdder
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Ótengdur

Re: Vesen með Pixel 5

Pósturaf TheAdder » Sun 05. Des 2021 10:13

Það voru fréttir af svona veseni með einhverja Pixel síma, minnir að 5 hafi verið einn þeirra, en ég man ekki eftir að hafa séð lausn á því. Eina sem ég hef séð er eitthvað um að síminn sé að reyna að nota VOIP/WiFi calling og þetta lagist með því að slökkva á því. Vonandi hjálpar þetta þér eitthvað.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


orn
Nörd
Póstar: 145
Skráði sig: Þri 18. Okt 2016 10:46
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Vesen með Pixel 5

Pósturaf orn » Sun 05. Des 2021 11:10

Hvað er þetta að gerast oft? Stendur VoLTE hjá þér við hliðina á iconinu sem segir þér hversu gott sambandið er?




Höfundur
spjallvelin
Nýliði
Póstar: 16
Skráði sig: Mán 20. Jan 2014 14:27
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vesen með Pixel 5

Pósturaf spjallvelin » Mán 06. Des 2021 11:15

Það stendur ekki VoLTE uppi. Wifi calling er ekki í boði. Annars þakka ég öll svörin. Ég prófaði að velja LTE sem preferred network í stað 5g og ég ætla að sjá hvort að það gangi betur.