Óska eftir upplýsingum frá Oculus Quest 2 eigendum


Höfundur
nebbs
Græningi
Póstar: 30
Skráði sig: Þri 11. Sep 2007 17:55
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Óska eftir upplýsingum frá Oculus Quest 2 eigendum

Pósturaf nebbs » Fim 19. Nóv 2020 20:48

Daginn,

Var að eignast Oculus Quest 2 og það er eins og það sé að koma einhver lykt frá því þar sem maður setur það í samband/hleður það.

Fann lyktina fyrst þegar ég var búinn að spila 4-5 lög í Beatsaber í gær en mér finnst eins og hún sé líka núna þegar ég er ekki búinn að vera nota það.

Get ekki alveg sagt 100% hvaða lykt þetta er, þetta gæti verið plastið, lím, hitalykt einhver eða - ástæða þráðarins - lykt af batteríinu. Verandi headset er þetta augljóslega óþægilega nálægt andlitinu á mér ef að þetta skildi vera biluð rafhlaða.

Þannig spurningin mín er: er þetta eðlilegt? Finnið þið svipaða lykt frá headsettunum ykkar?




Halldorhrafn
Fiktari
Póstar: 62
Skráði sig: Mán 12. Mar 2007 22:50
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Óska eftir upplýsingum frá Oculus Quest 2 eigendum

Pósturaf Halldorhrafn » Fim 19. Nóv 2020 22:34

Ég myndi pósta og spyrja hér: https://www.reddit.com/r/OculusQuest/



Skjámynd

Zakkimann
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Mið 30. Sep 2020 11:27
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Óska eftir upplýsingum frá Oculus Quest 2 eigendum

Pósturaf Zakkimann » Fim 19. Nóv 2020 22:49

Persónulega þá finn ég ekki neina skrýtna lykt af mínu. Myndi senda fyrirspurn um þetta til Oculus eins fljótt og hægt er því það tekur þá stundum smá tíma að svara.
Smá auka spurning. Pantaðir þú questið á vefsíðu Oculus eða á Íslandi?



Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Óska eftir upplýsingum frá Oculus Quest 2 eigendum

Pósturaf GullMoli » Fim 19. Nóv 2020 23:02

Hef ekki lent í neinu þannig.

Ps. mæli með að skoða Virtual Desktop (kostar $20): https://www.vrdesktop.net
Leyfir þér að spila PCVR leiki án snúrunnar, virkar LYGILEGA vel. Þarft bara þokkalegan router sem styður 5Ghz.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


Höfundur
nebbs
Græningi
Póstar: 30
Skráði sig: Þri 11. Sep 2007 17:55
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Óska eftir upplýsingum frá Oculus Quest 2 eigendum

Pósturaf nebbs » Fim 19. Nóv 2020 23:27

Póstaði á Reddit, takk!

Já er einmitt búinn að senda á customer support. Ég pantaði hann af Amazon.co.uk

Já ætla einmitt að ná í Virtual Desktop en hef samt ekkert tengt Oculusinn við tölvuna.