Ég var að spá að fá mér fartölvu þar sem ég ferðast frekar mikið.
En spurningin er hvað er best að fá sér með hverju mælið þið?
Tölvan verður að ráða við leiki eins og Battlefield og vera góð í skólann og helst með CD-skrifara.
Veit einhver um góða fartölvu sem að er með þetta allt??
Með hverju mælið þið?
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1702
- Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
- Reputation: 38
- Staða: Ótengdur
Re: Með hverju mælið þið?
Leeds skrifaði:Tölvan verður að ráða við leiki eins og Battlefield og vera góð í skólann og helst með CD-skrifara.
Bara get ekki mælt með fartölvu til að leika sér í..
-
- Vaktari
- Póstar: 2730
- Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
- Reputation: 159
- Staða: Ótengdur
Ef þú vilt eitthvað sem er, gæðavara, áreiðanlegt, góð ábyrgð, flott design, flott þjónusta, semsagt skothelda fartölvu, þá velur þú IBM!!! Já ég veit IBM er búið að selja fartölvu hlutann til Kína. En á botni minnar tölvu stendur Made in china, og hún var keypt fyrir sölu, svo að ég held að það komi ekki til með að verða miklar breytingar. Svo á IBM 10% hlut í þessu líka. Bara mín skoðun á þessu
ParaNoiD skrifaði:hef aldrei skilið með að IBM teljist vera flott hönnun ... allar eins og forljótar !!
ég ætla samt ekkert að segja til um gæði þeirra hef sjálfur ekki haft sérstaklega góða reynslu af þeim sem ég hef komið nálægt.
Mér fannst það líka, en eftir að vera búinn að skoða og pæla í fartölvukaupum í eitt ár áður en ég keypti IBM tölvuna, finnst mér þær mjög flottar. En þetta er náttúrulega smekksatriði, sumir fíla blátt aðrir rautt, en ég fer ekki ofan af gæðunum, því ég veit að IBM vélar eru að meðaltali langlífar, ég veit að 3ja ára ábyrgð, er nákvæmlega það, og fyrirtækið stendur við Það. Supportið á heimasíðu IBM er alveg með eindæmum gott, aldrei séð aðra eins uppfærslu stuðning á driverum, hjálp við vandræðum, meira að segja nákvæmar leiðbeiningar á því hvernig maður á að skrúfa vélina í sundur og setja saman aftur, skrúfu fyrir skrúfu. Nýherji, sem er með umboðið, státar af mjög svo góðu fólki sem veit hvað það er að tala um. Það eru nú ekki allar tölvuverslanir sem geta sagt það um sitt starfsfólk..........þið hafið áreiðanlega lent í því. Einn sölumaður, í búð sem endar á listanum, horfði beint í augun á mér og sagði "Það er engin gæðamunur á ACER og IBM fartölvum" ég þakkaði pent fyrir mig og labbaði út, fer ekki inn í þá verslun aftur.
Síðast breytt af mbh á Fös 24. Des 2004 12:24, breytt samtals 1 sinni.