Að kaupa síma frá Mið-austurlöndum


Höfundur
Einsi123
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Sun 03. Des 2017 13:58
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Að kaupa síma frá Mið-austurlöndum

Pósturaf Einsi123 » Fös 19. Okt 2018 19:44

Sælir Vaktarar.

Ég er á leiðinni til Dubai og fór að skoða síma á netinu, og þeir eru nokkuð ódýrari þar en hér. Hefur einhver hér reynslu að því að kaupa síma þaðan og nota síðan á Íslandi?

Það eru seldar "Middle east version" og síðan "International version" sem virðist vera frá Sádi arabíu af módel númerinu af dæma (Samsung Galaxy S9 plús). Pælingin er bara hvort það virki ekki örugglega allt sem skildi með svona síma hér. Ég hef lesið eitthvað um að Baseband version á símanum geti verið mismunandi á milli regiona og þá geti receptionið verið verra en það ætti að vera með réttu version.

Annað er að símar séu Region locked, en eina sem þarf til að taka það af er að setja SIM kort í hann úr landinu\regioni sem hann er keyptur og hringja símtal innan sama lands\regions í 5-10mín.

Ég hef reynt að googla þetta fram og til baka og finn ekki nein definate svör við hvort síminn eigi að virka 100% hér. Væri flott að heyra frá einhverjum sem hefur reynslu af þessu :)

Takk fyrir :)




Viggi
FanBoy
Póstar: 753
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 117
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Að kaupa síma frá Mið-austurlöndum

Pósturaf Viggi » Fös 19. Okt 2018 20:03

Passa bara að þetta sé CE vottað tæki og þá ættirðu að vera í góðum málum. Annars áttu í hættu að tíðnisviðið passi ekki og þvíumlíkt


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.

Skjámynd

brain
</Snillingur>
Póstar: 1057
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 146
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa síma frá Mið-austurlöndum

Pósturaf brain » Fös 19. Okt 2018 20:51

er með ólæstan Dubai síma "International Version" sem vinnusíma ekkert vandamál þar.




Hizzman
Geek
Póstar: 836
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa síma frá Mið-austurlöndum

Pósturaf Hizzman » Lau 20. Okt 2018 10:12

þekki einn sem keypti tæki sem líktist verjaraklukku þarna. Eftir heimkomuna kom í ljós að um var að ræða bænakallstæki. :lol: