Góðan dag,
Er aðeins hugsi, mig vantar fartölvu og líst mér vel á tvær vélar frá Dell, þ.e. dell XPS og svo var ég einnig að skoða Inspiron 2-in-1 vélina, fer svolítið eftir budgeti.
Fór svo að skoða verðin í UK þar sem ég á ættingja þar og get auðveldlega keypt tölvu í gegnum hann en myndi helst vilja gera þetta heima. Málið er að í fljótu bragði virðast Advania vera að leggja talsvert meira á tölvurnar hérna en margar aðrar búðir. Til að mynda skoðaði ég einnig Lenovo 710s sem er á það góðu verði að innflutningur borgar sig ekki.
Svona sem dæmi þá kostar 700 punda Inspiron tölvan 150 þúsund hér heima og 1100 punda XPS tölvan er á 275 þúsund.
Maður gerir alltaf ráð fyrir einhverri álagningu er þetta ekki heldur mikið? Sérstaklega virðast XPS tölvurnar vera verðlagðar ansi hátt en 1100 pund x VSK gera rúmar 190 þúsund kr.
Er algjör vitleysa að kaupa tölvur erlendis frá hvað varðar ábyrgð, hafiði einhverja reynslu af því?
Dell fartölva - advania eða UK?
Re: Dell fartölva - advania eða UK?
Ég keypti Dell d600 tölvu fyrir mörgum árum, það var þegar EJS var með umboðið. Hún var með "Complete care" ábyrð frá framleiðanda, þegar hún bilaði þurfti ég að rífast við við ejs í heila viku um ábyrðina, þegar ég fékk hana loksins í viðgerð þá klúðruðu þeir viðgerðinni "enn það er önnur saga" í seinna skiptið sem að ég kom með hana í viðgerð þá neituðu þeir alfarið að taka við henni og vildu ekki einu sinni aðstoða mig við að koma henni til Dell úti í viðgerð. Ég veit ekki hvernig Advania tekur á þessu og ég veit ekki einu sinni hvort þeir séu með verkstæði til þess að gera við sjálfir, enn ég myndi kynna mér það í þaula ef þú ert að búast við að fá eitthverja þjónustu hérna heima og vertu viðbúinn að þurfa senda hana erlendis eftir hvernig ábyrð þú ert með.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3174
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 546
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Dell fartölva - advania eða UK?
Eflaust einfaldast að senda póst á Dell supportið og spyrja útí Warranty and Ownership Transfer flutning frá UK til Íslands (áður en þú verslar þér vél).
Það er hægt að flytja ábyrgð milli landa , er hins vegar ekki öruggur hvað sú ábyrgð cover-ar (ef ég man rétt eingöngu hardware en ekki verkstæðisþjónustu).
Það er hægt að flytja ábyrgð milli landa , er hins vegar ekki öruggur hvað sú ábyrgð cover-ar (ef ég man rétt eingöngu hardware en ekki verkstæðisþjónustu).
Just do IT
√
√
-
- Vaktari
- Póstar: 2105
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
- Reputation: 175
- Staðsetning: Heima
- Staða: Ótengdur
Re: Dell fartölva - advania eða UK?
Hizzman skrifaði:en að skella sér í borgarferð?
https://mediamarkt.pl/komputery-i-table ... o1701-5103
6599 pólsk zloty eru 1250 bresk pund
i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
Re: Dell fartölva - advania eða UK?
DJOli skrifaði:Hizzman skrifaði:en að skella sér í borgarferð?
https://mediamarkt.pl/komputery-i-table ... o1701-5103
6599 pólsk zloty eru 1250 bresk pund
er pundverðið með vsk? það er 23% vsk í Pólandi.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1903
- Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
- Reputation: 64
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Dell fartölva - advania eða UK?
Það hlýtur að vera ódýrast fyrir þig að kaupa þetta frá USA nema þú fáir breska vaskinn felldan niður þegar þú flytur vélina frá UK. Annars ertu að borga tvöfaldan vask af þessu. Myndi skoða verðin á https://www.bhphotovideo.com/ og sjá hvort er ódýrara.
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1504
- Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
- Reputation: 38
- Staðsetning: Akranes
- Staða: Ótengdur
Re: Dell fartölva - advania eða UK?
Hizzman skrifaði:DJOli skrifaði:Hizzman skrifaði:en að skella sér í borgarferð?
https://mediamarkt.pl/komputery-i-table ... o1701-5103
6599 pólsk zloty eru 1250 bresk pund
er pundverðið með vsk? það er 23% vsk í Pólandi.
19% i uk