Sími lengi í viðgerð


Höfundur
Hafst1D
Nýliði
Póstar: 13
Skráði sig: Fim 25. Feb 2016 16:42
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Sími lengi í viðgerð

Pósturaf Hafst1D » Mið 07. Des 2016 19:18

Ég bý á Akureyri og á ársgamlan iPhone 6s sem um daginn crashaði svona svakalega og var fastur í recovery mode, sama hvað ég reyndi. Er alveg nokkuð vel að mér í þessu en hef aldrei lent í því að geta með engum ráðum fengið hann til baka. Ég ákvað bara að fara með hann til Símans á Glerártorgi þar sem hann var keyptur og þeir sendu hann suður. Ég fékk lánssíma (Samsung Galaxy J1) sem ég er orðinn soldið þreyttur á :P Ég fékk póst um að viðgerðaferlið tæki 14 daga en í dag eru liðnir 18 dagar síðan ég sendi hann í viðgerð og enn er ekkert að frétta. Það er mikið af persónlegum gögnum sem ég væri alveg til í að fara að fá aftur. Hef ekki oft sent síma í viðgerð, hef nokkrum sinnum bara pantað varahluti og gert þetta sjálfur. Er eðlilegt að það taki rúmlega hálfan mánuð að koma síma með hugbúnaðarvillu í lag? Mér finnst það heldur langt en vil endilega fá ykkar álit :D
Síðast breytt af Hafst1D á Mið 07. Des 2016 19:29, breytt samtals 1 sinni.


 13" MacBook Pro Retina Early 2015


wicket
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 75
Staða: Ótengdur

Re: Ekkert sérlega hrifinn af viðgerðaþjónustu Símans

Pósturaf wicket » Mið 07. Des 2016 19:23

Síðast þegar ég vissi er ekkert símafélaganna með verkstæði, heldur eru símarnir sendir til verkstæðis sem framleiðandi hvers tækis hefur vottað og samþykkt. Þannig fara Apple símar til Epli, Samsung símar til Tæknivara, LG símar til Viss (held ég) og sumir aðrir símar fara út úr landi á verkstæði erlendis.

Þetta hefur verið fyrirkomulagið í mörg ár.




Höfundur
Hafst1D
Nýliði
Póstar: 13
Skráði sig: Fim 25. Feb 2016 16:42
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Sími lengi í viðgerð

Pósturaf Hafst1D » Mið 07. Des 2016 19:27

wicket skrifaði:Síðast þegar ég vissi er ekkert símafélaganna með verkstæði, heldur eru símarnir sendir til verkstæðis sem framleiðandi hvers tækis hefur vottað og samþykkt. Þannig fara Apple símar til Epli, Samsung símar til Tæknivara, LG símar til Viss (held ég) og sumir aðrir símar fara út úr landi á verkstæði erlendis.

Þetta hefur verið fyrirkomulagið í mörg ár.

Jú það passar, auðvitað! Hef ekki aðgang að póstinum eins og er en man ekki hvaða verkstæði þetta var, sennilega Epli.


 13" MacBook Pro Retina Early 2015


Gunnarulfars
Nörd
Póstar: 139
Skráði sig: Sun 27. Feb 2011 22:25
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Sími lengi í viðgerð

Pósturaf Gunnarulfars » Mið 07. Des 2016 22:10

Ég vona að þú hafir tekið það skýrt fram að það mætti ekki hreinsa gögn úr símanum þínum, fyrst þú átt einhver þarna inni sem þú þarft að eiga. Nánast skilyrðislaust er factory reesettað símana sem fara í viðgerð.



Skjámynd

methylman
vélbúnaðarpervert
Póstar: 919
Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 00:39
Reputation: 17
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sími lengi í viðgerð

Pósturaf methylman » Fim 08. Des 2016 00:34

Viss vildi senda Apple frá mer il Hollands og fá refurbished síma í staðinn.


Ekki treysta því að fólk skilji þig þó að það setji upp gáfulegan svip og segji já.


Höfundur
Hafst1D
Nýliði
Póstar: 13
Skráði sig: Fim 25. Feb 2016 16:42
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Sími lengi í viðgerð

Pósturaf Hafst1D » Fim 08. Des 2016 23:29

Gunnarulfars skrifaði:Ég vona að þú hafir tekið það skýrt fram að það mætti ekki hreinsa gögn úr símanum þínum, fyrst þú átt einhver þarna inni sem þú þarft að eiga. Nánast skilyrðislaust er factory reesettað símana sem fara í viðgerð.

Já það er allt í góðu, er með fullt backup af öllu :)


 13" MacBook Pro Retina Early 2015

Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2226
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 170
Staða: Ótengdur

Re: Sími lengi í viðgerð

Pósturaf kizi86 » Fös 09. Des 2016 04:24

Hafst1D skrifaði:Það er mikið af persónlegum gögnum sem ég væri alveg til í að fara að fá aftur.

Hafst1D skrifaði:
Gunnarulfars skrifaði:Ég vona að þú hafir tekið það skýrt fram að það mætti ekki hreinsa gögn úr símanum þínum, fyrst þú átt einhver þarna inni sem þú þarft að eiga. Nánast skilyrðislaust er factory reesettað símana sem fara í viðgerð.

Já það er allt í góðu, er með fullt backup af öllu :)

hmmmm meikar ekki sens....

segir í upprunapósti að það sé mikið af gögnum sem vilt komast í, í símanum, en segir svo að ert með fullt backup af öllu??

en já að þú hafir fengið subpar android síma þegar settir fyrrum flaggskipssíma í viðgerð er bara bull og rugl og lögbrot, þeir EIGA samkvæmt LÖGUM að útvega þér SAMBÆRILEGT tæki meðan á viðgerð stendur.


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV


wicket
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 75
Staða: Ótengdur

Re: Sími lengi í viðgerð

Pósturaf wicket » Fös 09. Des 2016 08:44

kizi86 skrifaði:
hmmmm meikar ekki sens....

segir í upprunapósti að það sé mikið af gögnum sem vilt komast í, í símanum, en segir svo að ert með fullt backup af öllu??

en já að þú hafir fengið subpar android síma þegar settir fyrrum flaggskipssíma í viðgerð er bara bull og rugl og lögbrot, þeir EIGA samkvæmt LÖGUM að útvega þér SAMBÆRILEGT tæki meðan á viðgerð stendur.


Ég væri til í að vita skv. hvaða lögum þetta er? Hef ekki heyrt áður að þetta sé bundið í lög. Hver ákveður svo hvað sé sambærilegt miðað við þann búnað sem er í viðgerð.




Höfundur
Hafst1D
Nýliði
Póstar: 13
Skráði sig: Fim 25. Feb 2016 16:42
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Sími lengi í viðgerð

Pósturaf Hafst1D » Fös 09. Des 2016 16:57

kizi86 skrifaði:
Hafst1D skrifaði:Það er mikið af persónlegum gögnum sem ég væri alveg til í að fara að fá aftur.

Hafst1D skrifaði:
Gunnarulfars skrifaði:Ég vona að þú hafir tekið það skýrt fram að það mætti ekki hreinsa gögn úr símanum þínum, fyrst þú átt einhver þarna inni sem þú þarft að eiga. Nánast skilyrðislaust er factory reesettað símana sem fara í viðgerð.

Já það er allt í góðu, er með fullt backup af öllu :)

hmmmm meikar ekki sens....

segir í upprunapósti að það sé mikið af gögnum sem vilt komast í, í símanum, en segir svo að ert með fullt backup af öllu??

en já að þú hafir fengið subpar android síma þegar settir fyrrum flaggskipssíma í viðgerð er bara bull og rugl og lögbrot, þeir EIGA samkvæmt LÖGUM að útvega þér SAMBÆRILEGT tæki meðan á viðgerð stendur.

Já var með fullt backup af öllu en hef ekkert að gera með backup ef ég er ekki með tæki til að setja það á, Apple Backupin virka þannig. Er ekki kunnugur um þessi lög samt...

En núna áðan fékk ég meldingu um að síminn væri klár, fór niður eftir og þeir sögðu bara nýtt tæki. Er núna kominn með splunkunýjan 6s... okei I guess :catgotmyballs


 13" MacBook Pro Retina Early 2015

Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2226
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 170
Staða: Ótengdur

Re: Sími lengi í viðgerð

Pósturaf kizi86 » Lau 10. Des 2016 02:56

Hafst1D skrifaði:
kizi86 skrifaði:
Hafst1D skrifaði:Það er mikið af persónlegum gögnum sem ég væri alveg til í að fara að fá aftur.

Hafst1D skrifaði:
Gunnarulfars skrifaði:Ég vona að þú hafir tekið það skýrt fram að það mætti ekki hreinsa gögn úr símanum þínum, fyrst þú átt einhver þarna inni sem þú þarft að eiga. Nánast skilyrðislaust er factory reesettað símana sem fara í viðgerð.

Já það er allt í góðu, er með fullt backup af öllu :)

hmmmm meikar ekki sens....

segir í upprunapósti að það sé mikið af gögnum sem vilt komast í, í símanum, en segir svo að ert með fullt backup af öllu??

en já að þú hafir fengið subpar android síma þegar settir fyrrum flaggskipssíma í viðgerð er bara bull og rugl og lögbrot, þeir EIGA samkvæmt LÖGUM að útvega þér SAMBÆRILEGT tæki meðan á viðgerð stendur.

Já var með fullt backup af öllu en hef ekkert að gera með backup ef ég er ekki með tæki til að setja það á, Apple Backupin virka þannig. Er ekki kunnugur um þessi lög samt...

En núna áðan fékk ég meldingu um að síminn væri klár, fór niður eftir og þeir sögðu bara nýtt tæki. Er núna kominn með splunkunýjan 6s... okei I guess :catgotmyballs


wicket skrifaði:
kizi86 skrifaði:
hmmmm meikar ekki sens....

segir í upprunapósti að það sé mikið af gögnum sem vilt komast í, í símanum, en segir svo að ert með fullt backup af öllu??

en já að þú hafir fengið subpar android síma þegar settir fyrrum flaggskipssíma í viðgerð er bara bull og rugl og lögbrot, þeir EIGA samkvæmt LÖGUM að útvega þér SAMBÆRILEGT tæki meðan á viðgerð stendur.


Ég væri til í að vita skv. hvaða lögum þetta er? Hef ekki heyrt áður að þetta sé bundið í lög. Hver ákveður svo hvað sé sambærilegt miðað við þann búnað sem er í viðgerð.



var þarna að vitna í neytendakaupalögin http://www.althingi.is/lagas/nuna/2003048.html

nánartiltekið 3mgr 30gr téðra laga sem hljómar svo:
Ef úrbætur eða ný afhending seljanda hafa það í för með sér að neytandi getur ekki notað söluhlut í meira en eina viku getur neytandi krafist þess að fá sambærilegan hlut til umráða á kostnað seljanda. Þetta á þó aðeins við ef krafan telst sanngjörn með hliðsjón af þörfum neytandans og þeim kostnaði og óhagræði sem það hefur í för með sér fyrir seljanda.

og já, núna ertu kominn með nýtt tæki í hendurnar, og það þýðir að það sé aftur 2 ára ábyrgð á símanum :)


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV