Sælir Vaktarar!
Nú hafði mágkona mín samband við mig og bað mig um að ráðleggja sér fartölvu fyrir sig.
Þar sem hún er ljósmyndari og vinnur mikið með myndir þá verður hún að geta ráðið við þannig vinnslu.
Ég hef sjálfur ekki hugmynd um hvað menn horfa á í tölvunum þegar svona vinnslu er krafist af tölvum. Líklegast er mikilvægt að vera með góðan örgjava, en er mikilvægt að vera með 16GB vinnsluminni? Er skjákort mikilvægara? SSD Diskur? Getið þið hjálpað?
Budgetið er 200K ca, og ekki verra að hún sé hvít þó að það sé algjörlega aukaatriði.
Fartölva fyrir myndavinnslu
Re: Fartölva fyrir myndavinnslu
SSD og mikið minni er örugglega mikilvægast og svo þar á eftir örgjörvinn.
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 50
- Skráði sig: Mán 30. Júl 2012 16:17
- Reputation: 1
- Staða: Ótengdur
Re: Fartölva fyrir myndavinnslu
dori skrifaði:SSD og mikið minni er örugglega mikilvægast og svo þar á eftir örgjörvinn.
Eru skjákort relevant í svona eða eru skjástýringar nóg?
-
- has spoken...
- Póstar: 192
- Skráði sig: Sun 12. Jún 2016 19:38
- Reputation: 37
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: Fartölva fyrir myndavinnslu
Ég hefði haldið að örgjörvi væri aðal málið og vinnsluminni á eftir því þegar kemur að photoshop vinnslu.
Turn: Intel i5 6500 - ASRock Z170M Pro4S - 16gb Kingston DDR4 HyperX Black Fury 2666 - Samsung Evo 850 250gb - EVGA GTX970SSC 4gb - CoolerMaster Silencio 352 - EVGA 500B 80+ Bronze - Windows 10
Skjár: AOC 27" LED 144Hz
Annað: Trust GXT 285 - Corsair M65 Pro RGB
Skjár: AOC 27" LED 144Hz
Annað: Trust GXT 285 - Corsair M65 Pro RGB
-
- /dev/null
- Póstar: 1476
- Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
- Reputation: 304
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: Fartölva fyrir myndavinnslu
Myndvinnsla reynir ágætlega á vélbúnaðinn, 3D er erfiðust.
Minnið skiptir einna mestu mál því of lítið af því, fer vélin að hægja á sér því þá er stöðugt verið að sækja út á diskinn.
Skjákort er betra heldur en að nota skjástýringuna, því skjástýringin samnýtir minnið með öðru í vélinni.
Það sem er hausverkinn með fartölvur að þær eru þó nokkuð dýrari miðað við turna, miðað við sambærilegan búnað.
Minnið skiptir einna mestu mál því of lítið af því, fer vélin að hægja á sér því þá er stöðugt verið að sækja út á diskinn.
Skjákort er betra heldur en að nota skjástýringuna, því skjástýringin samnýtir minnið með öðru í vélinni.
Það sem er hausverkinn með fartölvur að þær eru þó nokkuð dýrari miðað við turna, miðað við sambærilegan búnað.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3174
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 546
- Staðsetning: ::1
- Staða: Tengdur
Re: Fartölva fyrir myndavinnslu
Persónulega myndi ég ef ég væri ljósmyndari fara í Freenas ZFS uppsetningu fyrir Storage hlutann.
Það eru ansi margir sem eru t.d í video vinnslu sem búa til mjög hraðvirkt ZFS storage array fyrir video editing vinnslu og eru með sér ZFS storage fyrir gögn sem eru minna notuð (kaldari gögn og þurfa ekki eins mikinn skrif/les hraða) . Get ekki ímyndað mér að ljósmyndari þurfi mjög öflugt skjákort fyrir 3d vinnslu en góður örgjörvi,SSD og næginlegt vinnsluminni myndi eflaust reynast mjög vel í allri almennri vinnslu í fartölvu kaupum.
Það eru ansi margir sem eru t.d í video vinnslu sem búa til mjög hraðvirkt ZFS storage array fyrir video editing vinnslu og eru með sér ZFS storage fyrir gögn sem eru minna notuð (kaldari gögn og þurfa ekki eins mikinn skrif/les hraða) . Get ekki ímyndað mér að ljósmyndari þurfi mjög öflugt skjákort fyrir 3d vinnslu en góður örgjörvi,SSD og næginlegt vinnsluminni myndi eflaust reynast mjög vel í allri almennri vinnslu í fartölvu kaupum.
Just do IT
√
√
Re: Fartölva fyrir myndavinnslu
jonsson9 skrifaði:dori skrifaði:SSD og mikið minni er örugglega mikilvægast og svo þar á eftir örgjörvinn.
Eru skjákort relevant í svona eða eru skjástýringar nóg?
Þetta fer svolítið eftir því nákvæmlega hvernig myndvinnsla þetta er, hvaða forrit eru notuð og svona. Sum forrit (t.d. Photoshop) í einhverja hluti, ég þekki það bara ekki alveg nógu vel hvenær það skiptir máli og hversu miklu máli.
-
- Vaktari
- Póstar: 2105
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
- Reputation: 175
- Staðsetning: Heima
- Staða: Ótengdur
Re: Fartölva fyrir myndavinnslu
Kraftmikinn örgjörva, Nvidia skjákort (úr 900 línunni), 16gb minni, og helst tvo aðskilda harða diska. Einn ssd fyrir stýrikerfið, forrit, og þau verk sem unnið er í hvað og hverju, og annan til að vista raw ljósmyndir á.
i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 936
- Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
- Reputation: 152
- Staða: Ótengdur
Re: Fartölva fyrir myndavinnslu
Afhverju er enginn búinn að minnast á skjáinn?
Fyrir myndvinnslu skiptir skjárinn á tölvunni öllu máli.
Þar á eftir er það örgjörvinn og vinnsluminnið sem skiptir hvað mestu máli.
Mörg Adobe forritin ásamt fleirum eru með fídusa sem eru GPU accelerated þannig dedicated skjákort er kostur.
SSD er algjört must að mínu mati, en ef hún þarf mikið pláss á tölvunni sjálfri (ekki í utanáliggjandi hýsingum), þá er HDD betri kostur. Best væri þó að finna tölvu með bæði SSD og HDD, líkt og DJOli kemur inn á.
Eins óvinsælt og það ku vera á þessu spjallborði, þá myndi ég segja að Macbook Pro Retina væri vænasti kosturinn fyrir ljósmyndara (og eflaust sá algengasti), en hún er þó aðeins yfir 200 þúsund kallinum.
Myndi þó hafa í huga að það ætti að detta inn uppfærsla á Macbook Pro línunni fljótlega, það er orðið langt síðan Apple uppfærði þær.
Fyrir myndvinnslu skiptir skjárinn á tölvunni öllu máli.
Þar á eftir er það örgjörvinn og vinnsluminnið sem skiptir hvað mestu máli.
Mörg Adobe forritin ásamt fleirum eru með fídusa sem eru GPU accelerated þannig dedicated skjákort er kostur.
SSD er algjört must að mínu mati, en ef hún þarf mikið pláss á tölvunni sjálfri (ekki í utanáliggjandi hýsingum), þá er HDD betri kostur. Best væri þó að finna tölvu með bæði SSD og HDD, líkt og DJOli kemur inn á.
Eins óvinsælt og það ku vera á þessu spjallborði, þá myndi ég segja að Macbook Pro Retina væri vænasti kosturinn fyrir ljósmyndara (og eflaust sá algengasti), en hún er þó aðeins yfir 200 þúsund kallinum.
Myndi þó hafa í huga að það ætti að detta inn uppfærsla á Macbook Pro línunni fljótlega, það er orðið langt síðan Apple uppfærði þær.
Re: Fartölva fyrir myndavinnslu
Backups >= Backups >= Backups > Skjár(IPS) > SSD(256GB+ bara sem vinnslu disk, myndir ætti ekki að geyma í on-the-go vél) > Minni(12GB-64GB vilt í raun sem mest, RAW skrár eru stórar og Photoshop elskar RAM) > Örgjörvi(i5) > skjákort(meh)
Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - AMD 7900XTX