Ég er með LG spjald rúmmlega eins árs gömul,nýkomin úr viðgerð þar sem myndavél virkaði ekki og var því skipt um móðurborð.
En fljótlega eftir að ég fékk tölvuna aftur fór að bera á því að hún tæki ílla við hleðslu,hún er kannski í hleðslu yfir nótt og það gerist lítið fer upp í 30 til 40 % og svo þegar hún er í sambandi og dóttir mín er í tölvunni þá minnkar hleðslan. Er búinn að prufa nokkur hleðslutæki,er reyndar ekki búinn að endursetja tölvuna þar sem það eru bara tvær vikur síðan tölvan kom. Kannast einhver við svona lagað.