ég var að sjá Pebble Time Kickstarterinn, og finnst gífurlega freistandi að splæsa í eitt stykki Pebble Time Steel... Áður en ég spreða í þetta, hins vegar, ákvað ég að heyra í ykkur varðandi bæði gamla svarthvíta Pebble sem og önnur snjallúr. Svo, þið hérna sem eigið einhvers konar snjallúr, smá spurningalisti:
- Er það Pebble eða einhver önnur gerð? Hvaða þá?
- Hvað hefurðu átt það lengi?
- Hvernig hefur það nýst þér? Var það peninganna virði? Ertu ánægð/ur með það?
- Hvernig síma (og hvaða OS útgáfu) ertu að nota það með?
- Eru einhverjir hnökrar á bluetooth tengingunni við símann eða appinu sem tengist úrinu?
- Hversu oft þarftu að hlaða úrið?
- Tekurðu eftir aukinni rafhlöðunotkun á símanum eftir að þú fékkst þér úrið?