Dauðir takkar á Toshiba Satellite


Höfundur
Chokotoff
Fiktari
Póstar: 51
Skráði sig: Sun 01. Mar 2015 02:40
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Dauðir takkar á Toshiba Satellite

Pósturaf Chokotoff » Sun 01. Mar 2015 03:46

Sælir.

Ég er með ca.5 ára gamla Satellite fartölvu sem fór að missa út takka fyrr á árinu. Byrjaði einn daginn á því að vinstri SHIFT og CTRL takkarnir hættu að virka, sem var svosem ekkert stórmál, ég notaði bara hina. En svo nokkrum dögum seinna datt allt neðra vinstra hornið út ásamt örvatökkum, þ-i og núllinu á talnaborðinu.

Tölvan er svosem alveg nothæf en aldrei hefði mér dottið í hug að stafir eins og þ og z væru eins algengir og raun ber vitni...er að verða geðveikur á að þurfa að cópera þá inn í allt sem ég skrifa...

Búinn að gúggla og prófa allt sem ég treysti mér í af því sem stungið er upp á þar. því leita ég til ykkar í von um frekari tillögur.

þetta er tölvan:
Mynd

Og þettar eru dauðu takkarnir:
Mynd


DFTBA

Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Pósturaf KermitTheFrog » Sun 01. Mar 2015 08:15

Mögulega er flex kapallinn sem tengir lyklaborðið laus í tenginu. Getur prófað að aftengja hann og tengja aftur.




Höfundur
Chokotoff
Fiktari
Póstar: 51
Skráði sig: Sun 01. Mar 2015 02:40
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Dauðir takkar á Toshiba Satellite

Pósturaf Chokotoff » Mán 02. Mar 2015 18:46

Búinn að skoða það. Allt eins og það á að vera. Getur verið að lyklaborðið sé bara ónýtt? þessi tölva hefur náttúrulega þurft að þola ýmislegt í gegn um árin :-"


DFTBA