sá þessa fartölvu á útsölu hjá Elkó (Acer Aspire V5-573G 15,6", 1000 gb sshd, 8 gb 1333 mhz RAM, Nvidia geforce GTX 850m skjákort) Vildi forvitnast hjá mér vitrari mönnum hvort þetta séu góð kaup (Kostar í Elko 119000) og hvernig reynslan er af Elkó í tölvukaupum? Bý sjálfur á Siglufirði og velti fyrir mér þjónustunni, þarf ég t.d. að fara með tölvuna til Rek ef hún bilar?
Kv Steini.
Fartölva frá Elkó
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 63
- Skráði sig: Fös 19. Des 2014 09:34
- Reputation: 0
- Staðsetning: Siglufjörður.
- Staða: Ótengdur
-
- Bannaður
- Póstar: 5677
- Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
- Reputation: 1
- Staðsetning: ;)
- Staða: Ótengdur
Re: Fartölva frá Elkó
Veit ekki til þess að neinn á þessu spjallborði kjósi tölvukaup frá Elko frekar en Tölvutækni/Kísildal/Att/Start/Tölvuvirkni sem eru allt fyrirtæki sem ég mæli með.
Tölvan mun já þurfa að koma til Reykjavíkur ef hún bilar innan ábyrgðartímans og þú vilt að það sé skoðað.
Ef þú verslar af Tölvulistanum á Akureyri væri styttra fyrir þig að fara með hana þangað. Annars held ég að póstlagning myndi spara þér tíma og bensínpeninga í öllum tilfellum.
Þ.e. ef fyrirtækið nennir að póstleggja hana til þín aftur sem mig grunar að einhver af þeim myndu nenna að hafa fyrir ef þú greiðir fyrir.
http://www.tolvutaekni.is
http://www.kisildalur.is
http://www.att.is
http://www.start.is
http://www.tolvuvirkni.is
Tölvan mun já þurfa að koma til Reykjavíkur ef hún bilar innan ábyrgðartímans og þú vilt að það sé skoðað.
Ef þú verslar af Tölvulistanum á Akureyri væri styttra fyrir þig að fara með hana þangað. Annars held ég að póstlagning myndi spara þér tíma og bensínpeninga í öllum tilfellum.
Þ.e. ef fyrirtækið nennir að póstleggja hana til þín aftur sem mig grunar að einhver af þeim myndu nenna að hafa fyrir ef þú greiðir fyrir.
http://www.tolvutaekni.is
http://www.kisildalur.is
http://www.att.is
http://www.start.is
http://www.tolvuvirkni.is
Modus ponens
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1577
- Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
- Reputation: 130
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Fartölva frá Elkó
Flott tölva fyrir peninginn.
Held að alveg sama við hvern þú verslar er nauðsynlegt að koma vélinni til viðkomandi þjónustuaðila. Ef þú verslar hana hjá Elko og kemur upp staða að vélin þurfi að fara í ábyrgðarviðgerð sendir þú vélina með pósti á kostnað viðtakanda. Þetta er Acer tölva og er þjónustuð af Tölvutek og fer því þangað. Veit reyndar ekki hvort TL er með fullt þjónustuversktæði fyrir norðan eða hvort þeir senda eitthvað í bæinn.
Held að alveg sama við hvern þú verslar er nauðsynlegt að koma vélinni til viðkomandi þjónustuaðila. Ef þú verslar hana hjá Elko og kemur upp staða að vélin þurfi að fara í ábyrgðarviðgerð sendir þú vélina með pósti á kostnað viðtakanda. Þetta er Acer tölva og er þjónustuð af Tölvutek og fer því þangað. Veit reyndar ekki hvort TL er með fullt þjónustuversktæði fyrir norðan eða hvort þeir senda eitthvað í bæinn.
Have spacesuit. Will travel.
-
- Kóngur
- Póstar: 4273
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Reputation: 67
- Staða: Ótengdur
Re: Fartölva frá Elkó
Gúrú skrifaði:Veit ekki til þess að neinn á þessu spjallborði kjósi tölvukaup frá Elko frekar en Tölvutækni/Kísildal/Att/Start/Tölvuvirkni sem eru allt fyrirtæki sem ég mæli með.
Tölvan mun já þurfa að koma til Reykjavíkur ef hún bilar innan ábyrgðartímans og þú vilt að það sé skoðað.
Ef þú verslar af Tölvulistanum á Akureyri væri styttra fyrir þig að fara með hana þangað. Annars held ég að póstlagning myndi spara þér tíma og bensínpeninga í öllum tilfellum.
Þ.e. ef fyrirtækið nennir að póstleggja hana til þín aftur sem mig grunar að einhver af þeim myndu nenna að hafa fyrir ef þú greiðir fyrir.
http://www.tolvutaekni.is
http://www.kisildalur.is
http://www.att.is
http://www.start.is
http://www.tolvuvirkni.is
Ef um ábyrgðarviðgerð er að ræða þá minnir mig að Tölvutek greiði póstgjaldið til baka til viðskiptavinar.
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 63
- Skráði sig: Fös 19. Des 2014 09:34
- Reputation: 0
- Staðsetning: Siglufjörður.
- Staða: Ótengdur
Re: Fartölva frá Elkó
Mér finnst lítið um góðar útsölur á fartölvum nú. Sambærileg tölva hjá hinum tölvufyrirtækjunum kostar um 150 þús. Eru engar útsölur væntanlegar og hvernig er þetta með vörugjöldin. Maður sér ósköp lítið um hvernig niðurfelling þeirra hefur áhrif á verð (í sumum tilfellum er svipað verð á tölvuhlutum nú og áður en niðurfellingin komst í umræðuna). Eru tölvufyrirtækin raunverulega að lækka verð?
kv Steini.
kv Steini.
Re: Fartölva frá Elkó
Tölvuvörur bera ekki vörugjöld, eingöngu VSK, svo það eru ekki margar krónur þar í lækkun.