Kindle, hvað skal kaupa?


Höfundur
Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1824
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Reputation: 8
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Kindle, hvað skal kaupa?

Pósturaf Snorrmund » Þri 18. Nóv 2014 18:31

Hæhæ, var að spá í að kaupa Kindle handa kærustunni í jólagjöf. Þarsem ég þekki sjálfur voðalega lítið inn á þetta þá var ég að spá hvaða týpu er best að kaupa, og hvaðan er best að kaupa þetta?
Er reyndar að fara til London í desember, ef það er hagstætt að kaupa þetta þar þá er kannski best að versla þetta bara þar.
Er hinsvegar alveg lost hvaða týpu ég á að kaupa handa henni.




pegasus
Ofur-Nörd
Póstar: 215
Skráði sig: Sun 19. Ágú 2012 00:09
Reputation: 13
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kindle, hvað skal kaupa?

Pósturaf pegasus » Þri 18. Nóv 2014 19:31

Ódýrara í London ef þú getur látið senda þetta á þig frá Amazon (veit ekki hvort og þá hvar þetta fáist úti í búð). Kindle Paperwhite er rocksolid, passaðu bara að kaupa fallegt (official) leðurhulstur utan um hann, það borgar sig margfalt. Svo er að koma ný útgáfa sem heitir Kindle Voyage og er búið að fá góða dóma. Held að hann komi í sölurnar núna einhvern tímann fyrir jól og er ekki síðri. Verðmiðinn gæti hins vegar verið á öðru caliberi þ.a. þú athugar það bara. Svo ef þú þarft að velja um að kaupa með og án auglýsinga þá mæli ég alltaf með að henda inn smá meiri pening og sleppa auglýsingunum. Þetta er bók, ekki meiri áróður og áreiti af netinu. Gangi þér vel með þetta! :)




NiveaForMen
Nörd
Póstar: 120
Skráði sig: Fim 03. Jún 2010 00:07
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Kindle, hvað skal kaupa?

Pósturaf NiveaForMen » Þri 18. Nóv 2014 19:57

Paperwhite er flottur. Einnig stendur gamli góði fyrir sínu, ef hann er enn seldur nýr?

Myndi ráðleggja að sleppa öllu appakeyrandi kindle, þá er líklega betra að fara í spjaldtölvu.



Skjámynd

Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Kindle, hvað skal kaupa?

Pósturaf Swooper » Mið 19. Nóv 2014 02:17

NiveaForMen skrifaði:Paperwhite er flottur. Einnig stendur gamli góði fyrir sínu, ef hann er enn seldur nýr?

Myndi ráðleggja að sleppa öllu appakeyrandi kindle, þá er líklega betra að fara í spjaldtölvu.

To be fair þá er ekkert vitlaus hugmynd að fá sér nýjasta Kindle Fire og skella Cyanogenmod á hann, þá er maður með frekar fína Android spjaldtölvu í höndunum fyrir ekki svo mikinn pening. En það er líklega ekki það sem OP er að leita að.


PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1


capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Kindle, hvað skal kaupa?

Pósturaf capteinninn » Mið 19. Nóv 2014 02:52

Swooper skrifaði:
NiveaForMen skrifaði:Paperwhite er flottur. Einnig stendur gamli góði fyrir sínu, ef hann er enn seldur nýr?

Myndi ráðleggja að sleppa öllu appakeyrandi kindle, þá er líklega betra að fara í spjaldtölvu.

To be fair þá er ekkert vitlaus hugmynd að fá sér nýjasta Kindle Fire og skella Cyanogenmod á hann, þá er maður með frekar fína Android spjaldtölvu í höndunum fyrir ekki svo mikinn pening. En það er líklega ekki það sem OP er að leita að.


Ég á Nexus 7 sem ég keypti á sínum tíma í staðinn fyrir Kindle sem ég ætlaði að kaupa.

Hún er fín en alls ekki með sama tilgang og venjuleg Kindle er fyrir.
Ætla einmitt að fá mér Kindle fljótlega, líklega þá Paperwhite




NiveaForMen
Nörd
Póstar: 120
Skráði sig: Fim 03. Jún 2010 00:07
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Kindle, hvað skal kaupa?

Pósturaf NiveaForMen » Mið 19. Nóv 2014 09:47

Swooper skrifaði:
NiveaForMen skrifaði:Paperwhite er flottur. Einnig stendur gamli góði fyrir sínu, ef hann er enn seldur nýr?

Myndi ráðleggja að sleppa öllu appakeyrandi kindle, þá er líklega betra að fara í spjaldtölvu.

To be fair þá er ekkert vitlaus hugmynd að fá sér nýjasta Kindle Fire og skella Cyanogenmod á hann, þá er maður með frekar fína Android spjaldtölvu í höndunum fyrir ekki svo mikinn pening. En það er líklega ekki það sem OP er að leita að.


Já, ég meinti bara að ef þú ætlar að kaupa rafbók þá er betra að sleppa öllu appa dóti. Hver les bók þegar hann gæti verið í Angry birds? :)



Skjámynd

zaiLex
FanBoy
Póstar: 720
Skráði sig: Fim 30. Okt 2003 01:46
Reputation: 12
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kindle, hvað skal kaupa?

Pósturaf zaiLex » Mið 19. Nóv 2014 10:17

Er að fá kindle voyage eftir helgi (4. kindleinn minn, I got problems), will report in hvort að það sé worth it :D


Lyklaborð: Red Scarf III 96 key með GMK keycaps og Zealios 65g switchum með Zilencios.
Mús: G Pro Wireless Superlight með Corepad gripi, Tiger mouse feet, TTC Gold Mouse Wheel Encoder og Huano Transparent Blue Shell Pink Dot Switchum.
Músarmotta: Zowie P-SR


Gerbill
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 324
Skráði sig: Mán 22. Sep 2008 16:36
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Kindle, hvað skal kaupa?

Pósturaf Gerbill » Mið 19. Nóv 2014 13:11

Ég hef bæði notað upprunalega kindle og paperwhite, finnst þeir báðir mjög þægilegir.
Batterýið drainast örlítið hraðar á paperwhite en munar ekki það miklu, charge-a á kannski 5-7 daga fresti.



Skjámynd

fannar
Nörd
Póstar: 101
Skráði sig: Fim 20. Ágú 2009 15:04
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Kindle, hvað skal kaupa?

Pósturaf fannar » Mið 19. Nóv 2014 14:43

Ef það á að nota þetta til lesturs mæli ég hiklaust með Kindle Voyage, http://www.amazon.com/dp/B00IOY8XWQ eða Kindle Paperwhite, http://www.amazon.com/dp/B00JG8GOWU/ og sleppa alveg Fire útgáfunum (spjaldtölvum).

Ef þú pantar frá Amazon mundu að velja "Without special offers". Einnig finnst mér lítill tilgangur með 3G, var með þannig en keypti aldrei bækur nema ég væri heima (var reyndar stundum þægilegt upp í bústað).

Ég er bæði með Kindle og svo iPad og nota Kindle í flest allan lestur (iPad fyrir magazines). Það er miklu þægilegra að lesa af Kindle (non Fire) en iPad-inum.


Do right. Do your best. Treat others as you want to be treated. -Lou Holtz


Höfundur
Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1824
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Reputation: 8
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kindle, hvað skal kaupa?

Pósturaf Snorrmund » Fim 20. Nóv 2014 12:31

Þakka kærlega svörin, þetta er einmitt það sem mig grunaði. Enda þá líklegast á því að kaupa Voyage græjuna. Var aðallega að hugsa þetta fyrir hana til þess að lesa, þar sem hún les frekar mikið. Gef henni þá bara spjaldtölvu seinna ef henni langar í þannig, hún hefur amk ekki sýnt þessum spjaldtölvum það mikinn áhuga fram að þessu.




Fautinn
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Mið 30. Júl 2003 17:36
Reputation: 12
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kindle, hvað skal kaupa?

Pósturaf Fautinn » Fim 20. Nóv 2014 12:37

Já langsniðugast að hafa bara græju til að lesa. Er búinn að eiga 2 Kindle og er með Paperwhite, en myndi kaupa Voayge ef ég væri að uppfæra mig.