Sælir mig vantar aðstoð við kaup á fartölvu. Þannig er mál með vexti að ég get fengið hana frá USA en ég þarf að panta hana á hótel hjá aðila sem er þar úti og ætlar hann að koma með hana heim. Ég er í háskólanámi og verður hún aðalega notuð við lærdóm, vafra, sjónvarpsgláp og leikjaspilun í litlu magni (Hearthtone, Dota2) svo er ég með leikjatölvu heima sem sér um þyngri leiki.
Ég hef aldrei þurft að pæla í kaupum á fartölvum svo ég er hrikalega grænn í því og vantar þar með aðstoð frá ykkur. Ég myndi helst ekki vilja AMD örgjörva og skjáarstærð má helst ekki vera minni en 13", SSD væri mikill kostur en ekkert endilega dealbreaker ég gæti svosem upgrade'að það sjálfur. Ef þið vilduð vera svo vænir að segja mér frá ykkar reynslu af vélum og mögulega hvar ég ætti að panta þær (Best buy? Amazon? eBay?).
Takk
Nýr laptop í USA
Re: Nýr laptop í USA
Það kostar örugglega að fá sent á hóteli, og það er lika mjög gáfulegt að láta vita á hótelinnu að pakkin er að koma. kostar öruglega kringum 50-100$ að láta þau sjá um pakkan. Passaðu að þú færð þer straum breytir sem passar á 110-240V og 50-60 Hz, til þess að það virkar herna heima.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1780
- Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
- Reputation: 142
- Staða: Ótengdur
Re: Nýr laptop í USA
bigggan skrifaði:Það kostar örugglega að fá sent á hóteli, og það er lika mjög gáfulegt að láta vita á hótelinnu að pakkin er að koma. kostar öruglega kringum 50-100$ að láta þau sjá um pakkan. Passaðu að þú færð þer straum breytir sem passar á 110-240V og 50-60 Hz, til þess að það virkar herna heima.
Hef aldrei lent í hóteli sem rukkar fyrir að taka á móti pakka. Hinsvegar lenti félagi minn í því, þeir tóku um 5$ fyrir hvern pakka. Ekki veit ég hvaðan þú hefur 50-100$ en ég myndi ekki mæta á það hótel.
Straumbreytar fyrir fartölvur eru oftast 110-240v, þannig að það er oftast nóg að kaupa bara nýjan straumkapal hérna heima.
PS4
Re: Nýr laptop í USA
arnio skrifaði:Ég er í háskólanámi og verður hún aðalega notuð við lærdóm, vafra, sjónvarpsgláp og leikjaspilun í litlu magni (Hearthtone, Dota2) svo er ég með leikjatölvu heima sem sér um þyngri leiki.
Persónulega myndi ég setja leikjaspilunarmöguleika alveg neðst á forgangslistann fyrir skólavél, sérstaklega ef þú ert með leikjavél heima.
Ein mistök sem ég hef séð marga gera, yfirleitt bara einu sinni, ég þar með talinn, er að vanmeta þyngd tölvunnar. Eitt kíló auka telur alveg lygilega mikið þegar maður er að burðast með tölvuna í skólanum. Því mæli ég eindregið með því að kaupa eins létta tölvu og þú kemst upp með. Sjálfur var ég með 12.2" skjá á tölvunni sem ég er búinn að vera með í háskólanum síðustu ár og hefur það alveg dugað. Einu skiptin sem ég bölvaði því að vera ekki með stærri skjá það var í forritunarverkefnum en það sleppur með góðu skipulagi á vinnuumhverfinu. Er að vísu núna með 14" skjá þar sem gamli jálkurinn hrundi um daginn en nýja vélin er samt jafn létt eða léttari en sú gamla.
Varðandi týpu þá mæli ég eindregið með Thinkpad vélunum. Ég mun seint fá mér annað sem vinnutölvu. Þær þola alveg ótrúlega mikið hnjask, án þess þó að vera sérstaklega hannaðar sem "rugged" og endast ótrúlega vel. Ég veit m.a. um tvær Thinkpad vélar, önnur 12 ára og hin 10 ára, mikið notaðar sem eru ennþá í fullkomnu lagi. Svo eru þær með "spill protection" þannig þú getur áhyggjulaus verið með kaffikönnuna við hliðina á vélinni.
Hvaða týpu þú ættir að fá þér fer eiginlega alveg eftir því í hvaða námi þú ert og þá hvaða hugbúnað þú ert að fara að nota. Mæli með að skoða bandarísku [url]sölusíðuna[/url] hjá þeim og helst kíkja niður í Nýherja og skoða þær í persónu áður en þú ákveður þig. Þú þarft líka aðeins að pæla í ábyrgðinni því það fer eftir týpunúmerinu á þeim hvort þeim fylgi alþjóðleg ábyrgð. Þú getur séð hvort týpan þín gerir það á Lenovo síðunni. Ef týpan er í alþjóðlegri ábyrgð þá mun Nýherji þjónusta hana á ábyrgðartímabilinu.
Ég keypti 12.2" vélina notaða á ebay á 2008 en get hvorki mælt með né á móti því þar sem söluaðilarnir eru jafn misgóðir og þeir eru margir. Amazon hef ég tekið eftir að eru stundum með góða díla á þeim. En best væri líklega að panta beint af Lenovo síðunni. Þá þyrftirðu reyndar hugsanlega að gera það í gegnum sölufulltrúa nema þú sért með aðgang að amerísku kreditkorti.
Re: Nýr laptop í USA
Ég hef verið með hýsingu hjá 1984.is síðan 2010 og verið mjög sáttur þannig séð, ekkert mikið komið uppá og það litla sem hefur gerst hefur verið leyst hratt og örugglega.
________________________________________
You can get score highest marks in 117-102 dump dumps exam using Test-king.com and test king which are prepared by ku certified professionals www.berklee.edu ccna wireless Northwestern University both are marvelous in Sterling College
________________________________________
You can get score highest marks in 117-102 dump dumps exam using Test-king.com and test king which are prepared by ku certified professionals www.berklee.edu ccna wireless Northwestern University both are marvelous in Sterling College