Hvar á maður að versla nýja macbook?


Höfundur
ese10
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Mán 28. Maí 2012 20:37
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hvar á maður að versla nýja macbook?

Pósturaf ese10 » Lau 04. Jan 2014 15:41

Sælir

Er að fara að kaupa rMBP 15" hérna á klakanum og vildi vita við hvern maður á að versla. Sé í fljótu bragði þrjá möguleika; epli.is, macland og iStore. iStore er með langlægstu verðin sem vekur smá ugg hjá mér (munar alveg 20þ) en epl.is og macland eru með sama verð.

Ráðleggingar, reynslusögur?



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvar á maður að versla nýja macbook?

Pósturaf GuðjónR » Lau 04. Jan 2014 15:44

iStore og Macland fá Macbook tölvurnar sem þeir selja hjá epli.is
Vona að þetta svar hjálpi þér eitthvað ;)




Höfundur
ese10
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Mán 28. Maí 2012 20:37
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvar á maður að versla nýja macbook?

Pósturaf ese10 » Lau 04. Jan 2014 15:46

GuðjónR skrifaði:iStore og Macland fá Macbook tölvurnar sem þeir selja hjá epli.is
Vona að þetta svar hjálpi þér eitthvað ;)


Hjálpar mér talsvert. Takk fyrir innleggið. Ótrúlegt samt með iStore, þeir bjóða tölvurnar á 20 -25þ lægra verði.



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Hvar á maður að versla nýja macbook?

Pósturaf KermitTheFrog » Lau 04. Jan 2014 17:21

Verða allar serviceaðar af epli.is svo það skiptir litlu máli. Mæli með því að taka hana þar sem hún er ódýrust. Er líka til eitthvað af þeim í Tölvutek en ég man ekki hvað verðið á þeim er þar.



Skjámynd

eriksnaer
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 396
Skráði sig: Mið 01. Ágú 2012 12:28
Reputation: 3
Staðsetning: Mosfellsbær
Staða: Ótengdur

Re: Hvar á maður að versla nýja macbook?

Pósturaf eriksnaer » Sun 05. Jan 2014 02:17

Búnar í tölvutek á útsölunni heyrði ég, er samt ekki 100% ég keypti mína í elko núna milli jóla og nýjárs, fann hana ódýrasta þar (fyrir utan útsöluna í tölvutek, vissi ekki af henni þar)


Intel® Core™ i5-9400F - RTX™ 2060 6GB - 16GB DDR 4 2666 Mhz ( Dual channel) - 500GB Samsung SSD M.2 Nvme


Vignirorn13
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 383
Skráði sig: Lau 01. Okt 2011 19:26
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Hvar á maður að versla nýja macbook?

Pósturaf Vignirorn13 » Sun 05. Jan 2014 04:06

Ég keypti mína í Epli á afslætti fyrir skólan þannig það gæti mögulega verið einhver afsláttur í gangi hjá þeim núna ég er annars ekki viss.(þar sem epli.is vill ekki opnast)

edit* Það er enginn afsláttur...