backup virkar ekki.


Höfundur
heidaberg
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Fim 17. Okt 2013 18:21
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

backup virkar ekki.

Pósturaf heidaberg » Fim 17. Okt 2013 18:40

hæhæ,

afsakið ef ég nota ekki rétt tæknileg orð, er ekki mjög góð í tæknilegum málum og venjulegi tölvukallinn minn er ekki til taks sem stendur.

ég á Lenovo Thinkpad edge e530 og er með windows 7 (fylgdi í tölvunni)

Tölvan mín vildi semsagt að ég myndi gera backup af því harði diskurinn er að eyðileggjast, allt í góðu svo ég reyndi að gera svona backup destination á flakkarann minn sem er með 40,7gb laus en hún vildi ekki gera það af því ég var ekki með nógu mikið laust pláss fyrir eitthvað image-thingy sem ég verð víst að hafa. Svo ég tengdi hinn flakkarann minn við sem er með 300gb laust en tölvan vildi samt ekki gera þetta af því það var ekki nægilega mikið laust pláss.

Svo núna get ég ekki einu sinni farið inní backup and restore files í control panel það kemur upp rautt merki með hvítu x-i og segir: An internal error has occured the parameter is incorrect. (0x80070057). - þetta vandamál er horfið

Ég googlaði þessu vandamáli og fann síðu sem útskýrði helling hvað maður ætti að gera og það virtist virka hjá manneskjunni en ég skyldi ekki hvað það var og veit ekki hvort diskurinn minn sé eitthvað ntsc formattaður (veit ekki einu sinni hvað það er.) það stóð eitthvað um að endurbyggja/minnka/breyta partitioni.

Vonandi útskýrði ég þetta nógu vel og öll hjálp er vel þegin :)