Mest fyrir peninginn??

Skjámynd

Höfundur
asgeir1
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Fös 24. Jan 2003 22:35
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Mest fyrir peninginn??

Pósturaf asgeir1 » Mán 16. Ágú 2004 01:01

Ég er búinn að vera að pæla í fartölvum fyrir skólann og hef um 100-120 þúsund krónur. Ég var fyrst að pæla í fyjitsu vél með celeron örgjörva en svo sá ég Compaq Evo N620c . Ég held að í þessari vél fái ég mest fyrir peninginn.Ég er búinn að panta hana hjá computer.is en hún var uppseld hjá tölvuvirkni. En hvað finnst ykkur?

Mobile Intel Pentium M 1.4 GHz Centrino, 1 MB flýtiminni, 400 MHz FSB

512 MB 266 MHz SDRAM DDR, mest 2 GB, tvær raufar

LiIon rafhlaða 8cell með 6 klst. endingu

ATI Mobility Radeon 7500 4X AGP með 32 MB DDR VRAM

40 GB 5400 rpm SMART harður diskur

24X DVD-ROM, 56K Modem,10/100/1000 GBit netkort

14.1" TFT XGA+ skjár, 1024X768 upplausn

Compaq Premier Sound Enhanced Stereo Audio System

Infrarautt tengi

Dual pointing devices (bæði Pointstick og Touchpad)

2xUSB v2.0, PC-kort, hlið, rað, SVGA (TVout) VGA, PS/2, o.fl.

2,1 kg án drifs, 2.45 með drifi

Microsoft Windows XP Pro stýrikerfi

Stærð: 27.9 cm x 23.4 cm x 2.8 cm

3ja ára ábyrgð á vinnu og varahlutum

113905 Kr/mvsk


________
Ásgeir1

Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Mán 16. Ágú 2004 08:04

júmm, mér líst nokkuð vel á spekkana, en computer.is? :shock:
ekki hægt að sérpanta hana hjá Tölvuvirkni eða eitthvað?



Skjámynd

Höfundur
asgeir1
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Fös 24. Jan 2003 22:35
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf asgeir1 » Mán 16. Ágú 2004 09:59

Þetta eru vélar frá opnum kerfum þannig að computer.is kemur ekki til með að sjá um viðgerðir eða annað á þessum vélumvél sem betur fer.´Tölvuvirkni fær ekki aðra sendingu af þessum tölvum þótt ég hefði vilja kaupa af þeim frekar en computer.is. En í þessu tilviki þá skiptir það ekki máli.


________

Ásgeir1


Zkari
Staða: Ótengdur

Pósturaf Zkari » Þri 17. Ágú 2004 21:39

Ég keypti síðustu svona vélina sem Tölvuvirkni voru með :D :P



Skjámynd

Mal3
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Mán 23. Jún 2003 10:49
Reputation: 0
Staðsetning: 101
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Mal3 » Mið 18. Ágú 2004 12:40

M.v. það sem þú tekur fram virðistu fá ansi mikið fyrir peninginn í þessari vél. Í fljótu bragði sé ég bara tvo galla: skjákortið (eða er Radeon 7500 ekki orðið elliheimilismatur?) og skort á geislaskrifara.

En þarftu að fá þér þráðlaust net á korti, þar sem þú nefnir það ekki?

Annars er ég með aðra hugmynd, sem ég þori að veðja að þér líkar ekki :wink:

Apple iBook er á 110þ. hjá Pennanum. Það er reyndar bara með 256MB RAM og væntanlega án þráðlauss nets. Smelltu í hana 802.11g þráðlausu (innvært) og hún ætti að kosta undir 120þ. og vera tilvalin í skólann. 256MB af minni í viðbót myndu reyndar heldur ekki skaða...

En það eru bara minn túkall :roll:



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Pósturaf Daz » Mið 18. Ágú 2004 13:03

Stóri gallinn við Macana er náttúrulega að það er ekki hægt að spila neina "spennandi" leiki á þeim ;)
En já þessi Evo tölva er ekki með þráðlausu netkorti og geislaskrifaraskortur er ansi mikið pirrandi.



Skjámynd

Mal3
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Mán 23. Jún 2003 10:49
Reputation: 0
Staðsetning: 101
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Mal3 » Mið 18. Ágú 2004 13:15

Daz skrifaði:Stóri gallinn við Macana er náttúrulega að það er ekki hægt að spila neina "spennandi" leiki á þeim ;)
En já þessi Evo tölva er ekki með þráðlausu netkorti og geislaskrifaraskortur er ansi mikið pirrandi.


Njah... Það er viss punktur í þessu hjá þér. Mac er ekki fyrir harðkjarna leikjafíkla, það er alveg satt. Stóri gallinn við Mac og leiki, að mínu mati, er að leikirnir eru dýrari og virðast ekki vera að skila sér nægilega vel í „þýðingu“ oft á tíðum.

Ég spilaði annars aðeins Medal of Honor á iBókinni minni, 800MHz G4 með 640MB RAM og Mobile Radeon 9200 64MB, og það gekk alveg þokkalega, á lágum detail reyndar.

Spurningin er auðvitað hve þungt leikirnir vega. Ef maður er „casual gamer“ þá ætti Mac að vera í góðu lagi, en annars myndi ég benda á Wintel...



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Mið 18. Ágú 2004 17:23

maður kaupir sér nú ekkert fartölvu til þess að vera eitthvað mikið í tölvuleikjum er það?

annars fékk ég þetta svar frá tölvukallinn í Fjölbrautarskóla Suðurnesja þegar ég spurði hann um kerfið fyrir nokkru:
Tölvur nemenda verða að vera með Windows 2000 eða Windows XP Pro með öllum uppfærslum.



Skjámynd

Mal3
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Mán 23. Jún 2003 10:49
Reputation: 0
Staðsetning: 101
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Mal3 » Mið 18. Ágú 2004 19:19

MezzUp skrifaði:maður kaupir sér nú ekkert fartölvu til þess að vera eitthvað mikið í tölvuleikjum er það?

annars fékk ég þetta svar frá tölvukallinn í Fjölbrautarskóla Suðurnesja þegar ég spurði hann um kerfið fyrir nokkru:
Tölvur nemenda verða að vera með Windows 2000 eða Windows XP Pro með öllum uppfærslum.


Kerfisstjórar eru oft verulega neophobískir... Hvaða máli skiptir hvort vélin sé með öllum uppfærslum, myndi netið hafna henni aðgang annars? Annars má vera að þarna sé eitthvað netkerfi sem aðeins virkar fyrir ofantalin kerfi, en ef maður þarf bara að skrá MAC Address og/eða fá WEP lykil, þá er varla margt sem mælir gegn því að tölva með þráðlausan netbúnað sem uppfyllir viðeigandi staðla eigi ekki að geta tengst.

Ef svo er, þá er viðkomandi kerfisstjóri varla að koma til móts við nemendur sem eiga annan búnað en hann hefur þekkingu á. Það er kannski spurning hvort fólk ætti hreinlega ekki að setja upp Windows á Makkann sinn og spyrja svo hvort þau fái þá aðgang

Reyndar er verið að safna saman upplýsingum um aðgengi Makkanotenda að ýmsum skólanetum einmitt núna. Það yrði gaman ef tæmandi listi yfir skóla, með öllum upplýsingum sem skipta máli, yrði aðgengilegur. :P




Zkari
Staða: Ótengdur

Pósturaf Zkari » Mið 18. Ágú 2004 22:31

MezzUp, fara í FS? :D



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Mið 18. Ágú 2004 22:59

Zkari skrifaði:MezzUp, fara í FS? :D

jebb, first year :)

U2?




Zkari
Staða: Ótengdur

Pósturaf Zkari » Mið 18. Ágú 2004 23:55

Amm




zenith
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Fös 31. Okt 2003 08:50
Reputation: 0
Staðsetning: MacLand
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf zenith » Lau 21. Ágú 2004 08:53

Ég vitna nú bara í Gústa vin minn sem hefur mikla reynslu af þessum málum:

Það er auðveldara að tengja macintosh-vél inn á windows-only net heldur en windows-vél inn á windows-only net :lol:

Og þetta er mín reynsla einnig.


17" Apple Powerbook 1Ghz 512mb ddram w/ Macos X - sweet!

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6496
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 315
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Lau 21. Ágú 2004 16:26

hvað meinaru? þarf að gera minna en að tengja TP snúru í netkortið? eða labba inná útkastssvæði þráðlausa netsins??


"Give what you can, take what you need."


gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Mán 23. Ágú 2004 10:21

Mal3 skrifaði:Kerfisstjórar eru oft verulega neophobískir... Hvaða máli skiptir hvort vélin sé með öllum uppfærslum, myndi netið hafna henni aðgang annars? Annars má vera að þarna sé eitthvað netkerfi sem aðeins virkar fyrir ofantalin kerfi, en ef maður þarf bara að skrá MAC Address og/eða fá WEP lykil, þá er varla margt sem mælir gegn því að tölva með þráðlausan netbúnað sem uppfyllir viðeigandi staðla eigi ekki að geta tengst.

Ef svo er, þá er viðkomandi kerfisstjóri varla að koma til móts við nemendur sem eiga annan búnað en hann hefur þekkingu á. Það er kannski spurning hvort fólk ætti hreinlega ekki að setja upp Windows á Makkann sinn og spyrja svo hvort þau fái þá aðgang


Það skiptir litlu máli. Ég veit td. um strák í MK sem notar linux og þurfti að setja upp windows til að hann gæti látið kerfisstjórann setja up novell keyra blaster fix á vélinni. Svo þegar búið var að opna á MAC addressuna þá eyddi hann bara Windowsinu út aftur :lol:

gnarr skrifaði:hvað meinaru? þarf að gera minna en að tengja TP snúru í netkortið? eða labba inná útkastssvæði þráðlausa netsins??


Já. Ef þú ert á móti DHCP þá þarftu að stilla IP töluna :)



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6496
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 315
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Mán 23. Ágú 2004 10:42

ég var að tilvitna í zenith, sem er að halda fram að það sé eitthvað einfaldara að tengjast lani með makka en x86


"Give what you can, take what you need."