Fartölva 12" og minna 130k max


Höfundur
Dr.Dingdong
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Þri 21. Ágú 2012 22:33
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Fartölva 12" og minna 130k max

Pósturaf Dr.Dingdong » Mið 22. Ágú 2012 04:02

Vantar ábendingar á fartölvur 12" og minna, SSD drif stór plús.

http://www.netverslun.is/verslun/produc ... 8,560.aspx

Þessi er nánast fullkomin en sagt er að Lenovo hitni of mikið! Fann tvö comment á netinu um að akkúrat þessi gerði það, væri eini gallinn. Fyrir utan það virðist hún vera langlangbestu kaupin. :(

Má vera ódýr en má ekki vera mikið dýrari en 130 þús.



Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva 12" og minna 130k max

Pósturaf Hargo » Mið 22. Ágú 2012 08:02

Ég hef nú ekki vitað til þess að Thinkpad eigi við hitavandamál að stríða, veit það þó auðvitað ekki með vissu enda hef ég ekki reynslu af þessari tilteknu tölvu sem þú linkar á. Hef hinsvegar ágæta reynslu af öðrum Thinkpad vélum og aldrei hef ég átt vél sem hefur verið að hitna. Þessi vél sem þú linkar á er með intel örgjörva og intel skjástýringu þannig að mér finnst mjög ólíklegt að hún sé að keyra mjög heit.