Daz skrifaði:krat skrifaði:
Og eins og ég sagði getur lesið á linknum
Allar nýjar uppfærslur hafa fleira upp á að bjóða, lengri rafhlöðu endingu fleiri fítusa, etc stuðning við auka búnað sem er hægt að tengja við bæði símana og spjaldtölvurnar fer eftir uppfærsluni hverju sinni.
Getur einnig lesið hér
http://www.knowyourmobile.com/compariso ... ch_40.html
Það er munur á útgáfunum, gerum ráð fyrir að ég hafi vitað það. Spurningin mín er aftur á móti einfaldari. Hverju skiptir þetta? Er þetta egóskemmd hjá eiganda símans að hafa ekki það nýjasta og besta, eða hefur þetta raunveruleg áhrif á það hvað hann getur notað símann í? Svosem alveg það sama í hina áttina, hverju skiptir það að fá ekki IOS6 upfærsluna, verður síminn verri fyrir vikið?
Kannski er maður of tölvumiðaður, þar sem stýrikerfið takmarkar mann með sumt, vélbúnaður með annað og maður kvartar ekki yfir Microsoft eða AMD vegna þess.
Skiptir öllu máli
Eins og í þremur síðustu svörum geturði lesið á linkunum nákvæmari breytingar á uppfærslum á kerfinu
Tökum sem dæmi að viðkomandi einstaklingur er með Android kerfið honeycomb á spjaldtölvu, hann verslar sér hlut með usb tengi möguleika og ætlar að nýta sér það við tölvuna, en þar sem spjaldtölvan hefur ekki stuðning við hlutinn í honeycomb getur hann ekki notast við hann, en þar sem Ice cream sandiwch er komið með stuðning við USB hlutinn gæti hann nýtt sér hann við það kerfi á sömu spjaldtölvu ef hún hefði uppfærsluna við hana.
Eins og áður kom fram hefur rafhlöðu eyðsla verið verri í eldri kerfum og þar að leiðandi ef þú ert með nýjustu útgafu ætti búnaðurinn sem þú ert með að endast lengur í sömu notkun með nýjasta kerfið.
Þetta eru bara 2 dæmi en auka fídusar og hlutir aukast að sjálfsögðu við hverja uppfærslu og stundum er búið að einfalda kerfið þannig það verður hraðvirkara.
Til að taka dæmi þar sem þú ert tölvu miðaður.
Ef þú ert með windows XP vél og windows 7 vél með nákvæmlega sama vélbúnað, hvor vélinn býður upp á fleiri möguleika ?