Samsung Tab vs Ipad spjaldtölvur

Skjámynd

Höfundur
svensven
spjallið.is
Póstar: 453
Skráði sig: Þri 16. Mar 2010 16:10
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Samsung Tab vs Ipad spjaldtölvur

Pósturaf svensven » Fim 31. Maí 2012 00:36

Þetta er kannski mjög þreytt spurning og mismunandi skoðannir á þessu. Mér er skítsama hvort þetta er Samsung eða Apple merkið, en ég er bara ekki að átta mig nægilega vel á muninum á þessum tölvum.

Ég ætla að fá mér annað hvort en get ekki gert upp við mig hvora.

Megið endilega koma með kosti / galla við hvora fyrir sig, er ekki að biðja um fanboy rifrildi ;)



Skjámynd

Nördaklessa
</Snillingur>
Póstar: 1068
Skráði sig: Lau 27. Mar 2010 18:16
Reputation: 28
Staðsetning: Terra
Staða: Tengdur

Re: Samsung Tab vs Ipad spjaldtölvur

Pósturaf Nördaklessa » Fim 31. Maí 2012 00:38

ef ég ætti pening til að henda í góða Tablet þá myndi ég skella mér á þessa :D
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... 1b42d0beb3


MSi z270 Tomahawk | i7 7700k | Gigabyte RTX 2080 8Gb | 16GB 3000mhz Corsair vengeance | Samsung 1TB 980 Pro NVMe/M.2 SSD | ASRock CL25FF | HAF 912 Plus | Logitech z625 THX |

Skjámynd

Höfundur
svensven
spjallið.is
Póstar: 453
Skráði sig: Þri 16. Mar 2010 16:10
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Samsung Tab vs Ipad spjaldtölvur

Pósturaf svensven » Fim 31. Maí 2012 00:40

Nördaklessa skrifaði:ef ég ætti pening til að henda í góða Tablet þá myndi ég skella mér á þessa :D
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... 1b42d0beb3


Ætla ekki að eyða nema um 130 þús, og believe it or not, kærastan vill hvíta svo... hún verður að vera hvít ](*,)




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Samsung Tab vs Ipad spjaldtölvur

Pósturaf AntiTrust » Fim 31. Maí 2012 00:41

Þetta eru þær tablets sem fá hvað besta dóma, svo það er erfitt að velja þarna á milli, amk hvað vélbúnað og gæði varðar. Svo fer það auðvitað eftir því hvaða kynslóð af iPadinum þú berð saman við Tabið, en í general eru þetta bæði hágæða tablets, góðir skjáir, gott build, mjög endingargóð batterý og með öflugt hardware.

Persónulega finnst mér Tabið mikið þægilegra í notkun, þó skjárinn sé heldur of sleipur fyrir mig. Það sem skiptir þessar vélar þó hvað mest að er að iPadinn keyrir iOS stýrikerfi á meðan Tabið keyrir jú Android ICS. Spurningin þín ætti því í raun að vera, hvort stýrikerfið viltu?



Skjámynd

Höfundur
svensven
spjallið.is
Póstar: 453
Skráði sig: Þri 16. Mar 2010 16:10
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Samsung Tab vs Ipad spjaldtölvur

Pósturaf svensven » Fim 31. Maí 2012 00:44

AntiTrust skrifaði:Þetta eru þær tablets sem fá hvað besta dóma, svo það er erfitt að velja þarna á milli, amk hvað vélbúnað og gæði varðar. Svo fer það auðvitað eftir því hvaða kynslóð af iPadinum þú berð saman við Tabið, en í general eru þetta bæði hágæða tablets, góðir skjáir, gott build, mjög endingargóð batterý og með öflugt hardware.

Persónulega finnst mér Tabið mikið þægilegra í notkun, þó skjárinn sé heldur of sleipur fyrir mig. Það sem skiptir þessar vélar þó hvað mest að er að iPadinn keyrir iOS stýrikerfi á meðan Tabið keyrir jú Android ICS. Spurningin þín ætti því í raun að vera, hvort stýrikerfið viltu?


Hef enga reynslu af iOS, en símarnir hér eru báðir Android. Væri svona lúmskt til í að gefa iOS séns.

Ef við berum saman t.d Nýja Ipad 16gb wifi 3g og Samsung tablet í svipuðum verðflokki, er ég að fá svipað fyrir peninginn og er endingin á batterýinu svipuð ?




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Samsung Tab vs Ipad spjaldtölvur

Pósturaf AntiTrust » Fim 31. Maí 2012 00:53

Batterý endingin er nánast sú sama á 3rd gen iPad og 10" Galaxy Tab. Hvað vélbúnað og gæði varðar, þá ertu að fá rosalega sambærilegar vörur, svo best sem ég veit til.




Moquai
Gúrú
Póstar: 597
Skráði sig: Fös 12. Nóv 2010 22:23
Reputation: 3
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Re: Samsung Tab vs Ipad spjaldtölvur

Pósturaf Moquai » Fim 31. Maí 2012 08:33

Samsung > Apple, just sayin'


Samsung S27A950D 27" 120Hz - NZXT Phantom - GTX 1060 - i5 3570k @ 4.70GHz /w Noctua NH-D14 - Mushkin 4x4GB Redline 1866MHz - MSI H77MA-G43 - Sennheiser HD 598 /m Xonar STX Essence

Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Samsung Tab vs Ipad spjaldtölvur

Pósturaf Tiger » Fim 31. Maí 2012 08:41

Moquai skrifaði:Samsung > Apple, just sayin'


Alltaf þurfa svona hálfvita comment að koma. Rökstuddu þetta eða vertu úti.

Antitrust er alveg með þetta, mjög sambærilegur vélbúnaður og því bara hvort stýrikerfið þú vilt.




blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1780
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Samsung Tab vs Ipad spjaldtölvur

Pósturaf blitz » Fim 31. Maí 2012 08:43

Var mikið að spá í þessu (er hardcore android snjallsímamaður) og ég endaði á að kaupa iPad.


PS4

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Samsung Tab vs Ipad spjaldtölvur

Pósturaf hagur » Fim 31. Maí 2012 08:48

Fyrir casual browsing, e-mail og facebook hangs (og auðvitað einfalda leikjaspilun) þá er iPad bara svo mikil no-nonsense græja. Ofboðslega solid og stabíl og batterí-ið endist og endist. Skjárinn á iPad 3 er svo bara eitthvað sem maður þarf að sjá með berum augum, hann er gorgeous.

Ef þú telur þig þurfa eitthvað meira en iOS býður uppá, þá er Android tablet væntanlega málið. Fyrir allt annað dugar iPad vel og rúmlega það.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Samsung Tab vs Ipad spjaldtölvur

Pósturaf Daz » Fim 31. Maí 2012 08:55

hagur skrifaði:Fyrir casual browsing, e-mail og facebook hangs (og auðvitað einfalda leikjaspilun) þá er iPad bara svo mikil no-nonsense græja. Ofboðslega solid og stabíl og batterí-ið endist og endist. Skjárinn á iPad 3 er svo bara eitthvað sem maður þarf að sjá með berum augum, hann er gorgeous.

Ef þú telur þig þurfa eitthvað meira en iOS býður uppá, þá er Android tablet væntanlega málið. Fyrir allt annað dugar iPad vel og rúmlega það.


En ef báðar vélarnar kosta svipað, þá eru þær báðar jafn mikið no - nonsense. Ég myndi persónulega segja það kost að losna við itunes út úr myndinni, en ipadinn sjálfur freistar mín alveg.




Blackbone
Græningi
Póstar: 38
Skráði sig: Mán 26. Sep 2011 14:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Samsung Tab vs Ipad spjaldtölvur

Pósturaf Blackbone » Fim 31. Maí 2012 09:56

Mér finnst persónulega aðal munurinn vera í upplausninni... 2048x1536 hjá ipad 3, en 1280x800 á samsunginum.

Ef ég væri að fara að fá mér android tablet núna, þá mundi ég bíða eftir nýja Transformernum frá asus, hann lookar fáránlega vel og á að vera með 1920x1200 upplausn og já, betri hardware en er í gömlu.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Samsung Tab vs Ipad spjaldtölvur

Pósturaf dori » Fim 31. Maí 2012 10:28

iPadinn er rosalega flott græja vélbúnaðarlega séð (sama hvort það er 1., 2. eða 3. kynslóð). Mér finnst stýrikerfið bara svo mikið sull samt. Allt í lagi ef þú ert bara að skoða vefsíður og slíkt eða ef þú nennir að festa þig í þessu App Store veseni.

Það er t.d. ömurlegt að ég get ekki tekið mynd og uploadað henni á vefsíðu. Jújú, auðvitað ætti aðilinn sem rekur þessa síðu að vera með app svo að ég geti deilt henni eins og Apple ætlast til að hlutirnir séu gerðir. En raunveruleikinn er bara ekki þannig. Svo eru nokkrir fleiri minni hlutir sem eru böggandi en er hægt að laga með því að sækja sér einhver apps og nota þau í staðin fyrir það sem kemur með stýrikerfinu (nýr vafri/media spilari etc.)




Tesli
spjallið.is
Póstar: 474
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:37
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Samsung Tab vs Ipad spjaldtölvur

Pósturaf Tesli » Fim 31. Maí 2012 11:41

Ég er mjög ósáttur við nýja Ipadinn, keypti hann við launch og búinn að eyða 150$ í allskonar hugbúnað og leiki.

Ósáttur með:
*Lélegt browsing experience (dett alltaf í fartölvuna við heavy browsing)
*Facebook og youtube öppin eru ömurlega léleg (fá 2-3 stjörnur þannig að fólk er almennt sammála mér í þessu)
*Mörg forrit sem gera það sama og eru sterk á sinn hátt en öll samt svo gölluð í heildina og lítill tími lagður í þau. (ef tveir eða þrír myndu sameina sig þá væri komið solid app)
*Það er svo mikið veeeesen á öllu sem maður gerir ef maður ætlar að nota Google Docs, Pages og fleiri forrit sem eiga að vera solid.
*Mikið um að það sé ekki retina support á öppum sem líta þá herfilega út í staðin.
*Óstabíllt

Sáttur með:
*Geðveikt að lesa á hann
*Gott að streama video frá PC tölvunni
*Pulse fréttaveitan er mitt uppáhalds app
*Browsa mjög léttar og einfaldar síður
*Spila addictive leiki

Ég er farinn að hætta að nenna að gera neitt nema streama video og lesa fréttir í honum. Annað geri ég bara í fartölvunni.
Veit ekkert hvort aðrar tablet séu betri, efast um það. En ég ætla að selja Ipadinn og kaupi mér síðan netta fartölvu með "retina" skjá þegar þær koma út.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Samsung Tab vs Ipad spjaldtölvur

Pósturaf dori » Fim 31. Maí 2012 12:38

Tesli skrifaði:Ég er mjög ósáttur við nýja Ipadinn, keypti hann við launch og búinn að eyða 150$ í allskonar hugbúnað og leiki.

Ósáttur með:
*Lélegt browsing experience (dett alltaf í fartölvuna við heavy browsing)
*Facebook og youtube öppin eru ömurlega léleg (fá 2-3 stjörnur þannig að fólk er almennt sammála mér í þessu)

Safari er einmitt algjörg gubb. Hvernig hann endurhleður síðum einhvernvegin á óútskýrðan hátt er ömurlegt. Ég man ekki einu sinni hversu oft ég hef lent í því að vera að skrifa eitthvað í einhvern glugga og fara svo í annan tab og leita að einhverju. Svo þegar ég ætla að halda áfram að skrifa þá er búið að endurhlaða síðuna og textinn sem ég var búinn að skrifa allur farinn. Safari er meira fyrir svona static vefnotkun, fínn ef þú ert bara að skoða og helst bara á einum tab.

Það er örugglega til eitthvað betra browser app, ég veit að Opera og Dolphin eru til fyrir iOS en ég hef bara ekki prufað þau ennþá. Facebook er ógeð og það er rosalega takmarkað efni inná Youtube fyrir iOS þannig að það er ónothæft.

Tesli skrifaði:Ég er farinn að hætta að nenna að gera neitt nema streama video og lesa fréttir í honum. Annað geri ég bara í fartölvunni.
Veit ekkert hvort aðrar tablet séu betri, efast um það. En ég ætla að selja Ipadinn og kaupi mér síðan netta fartölvu með "retina" skjá þegar þær koma út.
Ég nota minn iPad (reyndar bara 1st gen) eiginlega bara í að horfa á myndbönd og vafra. Svo er hann auðvitað fínn fyrir þessa smáleiki.

Sumir af göllunum sem þú taldir upp eru gallar við þennan form factor. Aðrir við iOS platforminn og enn aðrir eitthvað varðandi app framboðið á platforminu. Fyrsta týpan hrjáir Android augljóslega og Android hefur líka alveg sína galla, mér finnst það samt þolanlegra. Að kvarta undan einhverjum 3rd party apps er auðvitað hægt sama á hvaða platform þú keyrir.




capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Samsung Tab vs Ipad spjaldtölvur

Pósturaf capteinninn » Fim 31. Maí 2012 12:46

Mig langar mikið að prófa android tablet, helst transformerinn.

Við erum með 2 iPada hérna hjá mér sem gamla settið er að nota og þau nota það bara fyrir að skoða facebook og íslenskar fréttasíður og reyndar er einn notaður líka að skoða email.

Facebook appið er rusl og youtube líka, hann er samt mjög hraður að gera allt og ekkert hökt eins og gerist stundum á Nexus S símanum mínum sem er svosum kostur.

Er búinn að velta því fyrir mér hversvegna í ósköpunum það er ekki hægt að setja myndir af iPadinum á facebook almennilega, síðan virka alveg hellingur af linkum á facebook bara ekkert því iPadinn styður það ekki.

Held að iPadinn sé aðallega ætlaður í að browsa, lesa bækur eða magazines (Wired appið er awesome á iPadinum), horfa á myndbönd eða spila létta tölvuleiki. Held að Android tabletið sé betra því það býður upp á meiri möguleika og meira customizations heldur en iPad en ég held að android tabletin eigi það til að hökta og forrit crashi meira



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Samsung Tab vs Ipad spjaldtölvur

Pósturaf dori » Fim 31. Maí 2012 12:56

hannesstef skrifaði:ég held að android tabletin eigi það til að hökta og forrit crashi meira
Ná varla að krassa meira en facebook appið á iPadnum hjá mér. Alltaf að krassa. Reyndar gerir Safari svolítið af því líka. Kemur ekkert notification. Bara eins og maður hafa óvart ýtt á home takkann en svo þarf að kveikja á appinu uppá nýtt en ekki að restora því eins og venjulega.

Almennt áttar fólk sig pottþétt ekkert alltaf á því þegar eitthvað krassar á iOS.




blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1780
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Samsung Tab vs Ipad spjaldtölvur

Pósturaf blitz » Fim 31. Maí 2012 13:05

Tesli, hvaða leiki ertu að spila? Er að fara í fjölmargar vinnuferðir erlendis í sumar og vantar eitthvað til að stytta mér stundir


PS4


Some0ne
spjallið.is
Póstar: 449
Skráði sig: Fös 11. Okt 2002 01:22
Reputation: 3
Staðsetning: Garðabær
Staða: Ótengdur

Re: Samsung Tab vs Ipad spjaldtölvur

Pósturaf Some0ne » Fim 31. Maí 2012 13:13

IMO finnst mér helsti munurinn liggja í miklu miklu stærri markaði fyrir iOS, og oft á tíðum betri og fleiri forrit í boði. Er að prufukeyra Nexus eftir að hafa átt iphone4 og jú, hann er eiturnettur mér finnst marketið vera mun lakara fyrir android.



Skjámynd

Höfundur
svensven
spjallið.is
Póstar: 453
Skráði sig: Þri 16. Mar 2010 16:10
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Samsung Tab vs Ipad spjaldtölvur

Pósturaf svensven » Fim 31. Maí 2012 14:51

Ég endaði allavega á því að fá mér "Nýja" Ipad og eins og ég sagði, hef aldrei prufað iOS og ég er ekki að átta mig á því hvernig ég næ í forrit frá app store... er búinn að búa til reikning og setja inn kreditkort en þegar ég reyni að sækja forrit þá kemur eh á þá leið að ég verði að nota íslenska app store markaðinn ?