AronOskarss skrifaði:Ég er alls ekki sammála, þessi tæki eru argasta snild, sé ekkert að sameiningu á tablet og síma, mun betra en að vappa um með 1 tæki frekar en símtæki og annað risastórt apparat sem kemst ekki i vasa, litil tablet er 7" simarnir eru að slefa í 5" og 4,5" Sem er ekkert i samanburði við 7" skjái. Stórt...já en ekki of stórt, svo verður auðvitað alltaf hægt að fá minni skjái líka.
Þetta er auðvitað bara persónubundið, en 5" sími? Sveiattann, oj barasta og hrækjogtuff. Ég missti SGSII símann minn um daginn (sorglega stutt) niður í gólf og braut skjáinn á honum. Hef verið að nota Nokia 6700 classic síma síðan þá og ég sakna SGSII sorglega lítið. Get notað aðra hendina til að framkvæma öll functions, hringja, SMSa etc og saknaði þess meira en mig grunaði. Ég persónulega kýs hardware takka framyfir software anyday, en maður fórnar því auðvitað framyfir góðan snertiskjásíma. Ég er búinn að eiga alla flóruna af símum og þótt SGSII sé by far besti síminn sem ég hef átt all in all, þá böggaði stærðin mig alltaf. Þegar síminn er orðið eins nauðsynlegt tæki og það er, og maður er með hann á sér öllum stundum þá vill ég að það sé tæki sem maður finnur eins lítið fyrir og völ er á.
Ég kýs allavega persónulega lítinn og nettan síma + 9-10" tablet í töskunni framyfir einn 4.5-5" síma. Finnst þetta alveg hræðileg þróun, datt ekki í hug á sínum tíma að þeir færu að pusha þetta fram yfir 4.3 tommurnar.