fékk mér kindle um dagin og þvílík snilld, hef varla sleppt henni úr höndunum síðan
allavega, ég ákvað að taka saman staði á netinu sem að selja eða gefa rafbækur á íslensku eða á íslandi
http://www.eymundsson.is/rafbaekur/ ekkert sérstök síða, vantar almennilegt kerfi utan um þetta hjá þeim
http://www1.emma.is/ er sniðug síða, getur gefið út þínar eigin rafbækur, þeir virka eins og útgáfufélag, þeir selja líka bækur, fór í loftið 1. des 2011
http://rafbokavefur.is/ er einnig frekar nett síða, getur náð í fullt af íslenskum bókum þarna, meðal annars brennu-njáls-sögu, heimskringla, piltur og stúlka og fleiri bækur, þeir sérhæfa sig í að gera frítt efni aðgengilegt á rafbókarsniði
http://www.rafbok.is/er netbókasafn rafiðnaðarsambandsins, inniheldur námsbækur fyrir td grunndeild rafiðnaðar og fleira sniðugt
ég hef ekki fundið eina einustu rafbók á íslensku á amazon