Sælir vaktarar,
Þannig er mál með vexti að mig vantar góða fartölvu til viðbótar við borðtölvunnar minnar. Hún myndi vera notuð sem aukatölva, að mestu notuð fyrir skóla og auk þess í léttari tölvuleiki og þáttgláp. Ég er helst að leitast eftir tölvu sem er ekki of þung til að rölta með í skólatösku, 14 - 15.6 tommu, með góðu lyklaborði og næga vinnslugetu fyrir tölvuleiki í léttari kantinum. Hún þyrfti helst að vera á bilinu 100 - 150 þús.
Ég er búinn að vera að skoða Toshiba Satellite P750-10R og lýst ágætlega á hana en vegna fáfræði minnar á svona hlutum þá treysti ég mér ekki til að segja til um hvort hún sé peninganna virði fyrir þá notkun sem ég lýsti. Er eitthvað við í þessu fyrir þennan pening?
Hafið þið einhver ráð að gefa mér eða uppástungur?
Ps. Eitt enn, ég bý á Akureyri og það væri kostur að þurfa ekki að láta senda mér hana að sunnan, en ef verð/gæðamismunur er nokkur þá kemur það auðvitað til greina.
Takk!