Steve Jobs vs Android

Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Tengdur

Re: Steve Jobs vs Android

Pósturaf Tiger » Mið 26. Okt 2011 20:58

KermitTheFrog skrifaði:Mig langar nú bara að bæta mínu áliti við.

Mig langar að byrja á að segja þér Guðjón, að þú ert svo blindaður af Apple fanboyism að þú sérð ekki fram fyrir hendur þér. Þú segir SGSII vera drasl, þegar þessi sími er alveg sambærilegur við iPhone, ef ekki betri. Það fer bara eftir því hvað hentar hverjum. Þessir símar hafa svipaða specca, svipað viðmót og svipaða hönnun. Android býður upp á svo miklu meiri customization og frelsi heldur en iOS. Satt er það að Apple vörur eru byggðar til að vera einfaldar og notendavænar, það er bara frábært... fyrir þá sem það hentar! Apple cripplar notandann alveg. Ég meina, þú færð ekki einusinni frelsi til að skipta sjálfur um batterí!

Ég var að pæla í að kaupa mér snjallsíma í sumar, og að sjálfsögðu datt mér fyrst í hug iPhone. Ég fór og skoðaði iPhone, ég fékk að prufa hann, en eftir að hafa prufað að nota bæði iPhone og SGSII fannst mér bara klárt mál að taka Samsung símann. Ekki afþví að iPhone er drasl, ekki af því að Galaxy S II er BESTUR, bara afþví að hann hentar mér betur.

Og til að kommenta á drop testið og fullyrðinguna að iPhone sé miklu "vandaðari" afþví að tilfinningin á SGSII er svo "plastkennd" þá segi ég nú bara að ég vil frekar síma sem þolir högg frekar en glansandi gler sem brotnar við 1 metra fall. Vinnufélagi minn var meira að segja með símann í vasanum þegar hann hrasaði um kantstein og datt og viti menn, síminn brotnaði. Spurning hvort það séu meiri "gæði" í iPhoneinum afþví að hann er úr gleri? Og ekki segja mér að "kaupa bara hlíf fyrir símann." Ef ég kaupi mér síma á 100k+ þá býst ég nú bara við því að hann virki vel og ég þurfi ekki aukahluti sökum þess hve fragile (afsakið slettu) hann er.

Höfundarréttur í dag er kominn út í öfgar það er fáránlegt að Apple sé að kæra afþví að þeir þola ekki samkeppnina. Það eina sem ég tek úr þessu máli er að Samsung sýnir hér deginum ljósara að Apple vörur eru overpriced, ef þeir geta "stolið" hönnuninni allt frá símanum og að kassanum sem hann selst í og selt það á mun lægra verði.


Var ekki komið í ljós hérna að framan að Samsung S ll sé dýrari en iPhone 4s, þannig að ég skil ekki alveg þessa fullyrðingu.

Og talandi um þetta gler, ég hef misst minn 2var og ekkert mál, það er ekki ein rispa aftan á glerinu eftir 14 mánaðar notkun, aldrei verið í hultri eða með filmu yfir sér. Miklu betri hönnun en 3G og 3Gs síminn uppá það að gera.



Skjámynd

hjalti8
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 353
Skráði sig: Sun 13. Mar 2011 13:03
Reputation: 16
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Steve Jobs vs Android

Pósturaf hjalti8 » Mið 26. Okt 2011 21:18

Snuddi skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði:Mig langar nú bara að bæta mínu áliti við.

Mig langar að byrja á að segja þér Guðjón, að þú ert svo blindaður af Apple fanboyism að þú sérð ekki fram fyrir hendur þér. Þú segir SGSII vera drasl, þegar þessi sími er alveg sambærilegur við iPhone, ef ekki betri. Það fer bara eftir því hvað hentar hverjum. Þessir símar hafa svipaða specca, svipað viðmót og svipaða hönnun. Android býður upp á svo miklu meiri customization og frelsi heldur en iOS. Satt er það að Apple vörur eru byggðar til að vera einfaldar og notendavænar, það er bara frábært... fyrir þá sem það hentar! Apple cripplar notandann alveg. Ég meina, þú færð ekki einusinni frelsi til að skipta sjálfur um batterí!

Ég var að pæla í að kaupa mér snjallsíma í sumar, og að sjálfsögðu datt mér fyrst í hug iPhone. Ég fór og skoðaði iPhone, ég fékk að prufa hann, en eftir að hafa prufað að nota bæði iPhone og SGSII fannst mér bara klárt mál að taka Samsung símann. Ekki afþví að iPhone er drasl, ekki af því að Galaxy S II er BESTUR, bara afþví að hann hentar mér betur.

Og til að kommenta á drop testið og fullyrðinguna að iPhone sé miklu "vandaðari" afþví að tilfinningin á SGSII er svo "plastkennd" þá segi ég nú bara að ég vil frekar síma sem þolir högg frekar en glansandi gler sem brotnar við 1 metra fall. Vinnufélagi minn var meira að segja með símann í vasanum þegar hann hrasaði um kantstein og datt og viti menn, síminn brotnaði. Spurning hvort það séu meiri "gæði" í iPhoneinum afþví að hann er úr gleri? Og ekki segja mér að "kaupa bara hlíf fyrir símann." Ef ég kaupi mér síma á 100k+ þá býst ég nú bara við því að hann virki vel og ég þurfi ekki aukahluti sökum þess hve fragile (afsakið slettu) hann er.

Höfundarréttur í dag er kominn út í öfgar það er fáránlegt að Apple sé að kæra afþví að þeir þola ekki samkeppnina. Það eina sem ég tek úr þessu máli er að Samsung sýnir hér deginum ljósara að Apple vörur eru overpriced, ef þeir geta "stolið" hönnuninni allt frá símanum og að kassanum sem hann selst í og selt það á mun lægra verði.


Var ekki komið í ljós hérna að framan að Samsung S ll sé dýrari en iPhone 4s, þannig að ég skil ekki alveg þessa fullyrðingu.

Og talandi um þetta gler, ég hef misst minn 2var og ekkert mál, það er ekki ein rispa aftan á glerinu eftir 14 mánaðar notkun, aldrei verið í hultri eða með filmu yfir sér. Miklu betri hönnun en 3G og 3Gs síminn uppá það að gera.



get ekki betur séð en að unlockaður galaxy2 fáist á undir 600 dollara

http://www.newegg.com/Product/Product.aspx?Item=N82E16875176292

http://www.amazon.com/Samsung-i9100-Unlocked-Smartphone-Touchscreen/dp/B004QTBQ2C


ég hef líka misst glerglas í gólfið án þess að það brotni ;)




Orri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 936
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Reputation: 152
Staða: Ótengdur

Re: Steve Jobs vs Android

Pósturaf Orri » Mið 26. Okt 2011 23:28

KermitTheFrog skrifaði:Android býður upp á svo miklu meiri customization og frelsi heldur en iOS. Satt er það að Apple vörur eru byggðar til að vera einfaldar og notendavænar, það er bara frábært... fyrir þá sem það hentar! Apple cripplar notandann alveg. Ég meina, þú færð ekki einusinni frelsi til að skipta sjálfur um batterí!

"Cripplar" Apple notendurna sína með því að leyfa þeim ekki að skipta um batterí ?
Þeir hafa bara nógu fjandi góð batterí í símanum til að byrja með svo þú þurfir ekki að skipta um batterí..

Það er frábært að það séu til opnir og frjálsir símar sem þú getur tekið í sundur og sett aftur saman og skipt um Android kerfi á þeim eins og wallpaper á tölvunni þinni.
Hinsvegar er þetta eitthvað sem hinn almenni notandi þarf ekki og notar ekki !
Það er ekki af ástæðulausu afhverju iPhone símarnir eru einir af vinsælustu snjallsímum í heimi (ef ekki þeir vinsælustu).




daniellos333
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Fös 07. Maí 2010 02:23
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Steve Jobs vs Android

Pósturaf daniellos333 » Mið 26. Okt 2011 23:39

daanielin skrifaði:Steve Jobs var auðvita nett klikkaður, siðblindur og veruleikafyrtur..


er ekki klikkaður og veruleikafyrtur the same thing?


ASRock-P43D2. Intel core 2 duo e7400(3ghz, 3mb cache). Mushkin(4gb DDR2 800mhz). Force3D ATI HD5770(1GB ddr5, 4800mhz memory clock). HDD(500GB 7200rpm 16mb cache), 160GB 5400rpm, Power supply: Tacens 520w. Case: Tacens Victoria II.

Skjámynd

kazzi
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 372
Skráði sig: Mið 04. Maí 2011 16:20
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Steve Jobs vs Android

Pósturaf kazzi » Mið 26. Okt 2011 23:56

Hvaða sandkassaleikur er þetta.Líki þér iphone keyptu iphone.líki þér Samsung keyptu Samsung.
End Off :crazy




dandri
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Fim 22. Sep 2011 23:00
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Steve Jobs vs Android

Pósturaf dandri » Fim 27. Okt 2011 00:09

Þessi umræða er þroskaheft.

Mér þykir fáránlegt að apple ætli að fara svona hart í þetta mál, sé ekki alveg hvernig þeir ættu að geta eyðilagt android á þeim grunni að þeir hafi stolið hugmyndinni.


AMD FX-4100 | ASRock 990FX Extreme3 | G.Skill Ripjaws 1600 8gb | 2x MSI Cyclone R6850 OC Version | Corsair HX750

Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Steve Jobs vs Android

Pósturaf intenz » Fim 27. Okt 2011 01:14

Orri skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði:Android býður upp á svo miklu meiri customization og frelsi heldur en iOS. Satt er það að Apple vörur eru byggðar til að vera einfaldar og notendavænar, það er bara frábært... fyrir þá sem það hentar! Apple cripplar notandann alveg. Ég meina, þú færð ekki einusinni frelsi til að skipta sjálfur um batterí!

"Cripplar" Apple notendurna sína með því að leyfa þeim ekki að skipta um batterí ?
Þeir hafa bara nógu fjandi góð batterí í símanum til að byrja með svo þú þurfir ekki að skipta um batterí..

Það er frábært að það séu til opnir og frjálsir símar sem þú getur tekið í sundur og sett aftur saman og skipt um Android kerfi á þeim eins og wallpaper á tölvunni þinni.
Hinsvegar er þetta eitthvað sem hinn almenni notandi þarf ekki og notar ekki !

Það er ekki af ástæðulausu afhverju iPhone símarnir eru einir af vinsælustu snjallsímum í heimi (ef ekki þeir vinsælustu).

Batterí eru mjög bilanagjörn. Þannig það ER asnalegt að hafa ekki möguleika á því að skipta um það sjálfur.

En já, þessi umræða er asnaleg.


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64


Höfundur
benson
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 330
Skráði sig: Þri 30. Des 2008 21:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Steve Jobs vs Android

Pósturaf benson » Fim 27. Okt 2011 08:25

intenz skrifaði:Batterí eru mjög bilanagjörn.


Ha?



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Steve Jobs vs Android

Pósturaf KermitTheFrog » Fim 27. Okt 2011 10:55

Orri skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði:Android býður upp á svo miklu meiri customization og frelsi heldur en iOS. Satt er það að Apple vörur eru byggðar til að vera einfaldar og notendavænar, það er bara frábært... fyrir þá sem það hentar! Apple cripplar notandann alveg. Ég meina, þú færð ekki einusinni frelsi til að skipta sjálfur um batterí!

"Cripplar" Apple notendurna sína með því að leyfa þeim ekki að skipta um batterí ?
Þeir hafa bara nógu fjandi góð batterí í símanum til að byrja með svo þú þurfir ekki að skipta um batterí..

Það er frábært að það séu til opnir og frjálsir símar sem þú getur tekið í sundur og sett aftur saman og skipt um Android kerfi á þeim eins og wallpaper á tölvunni þinni.
Hinsvegar er þetta eitthvað sem hinn almenni notandi þarf ekki og notar ekki !
Það er ekki af ástæðulausu afhverju iPhone símarnir eru einir af vinsælustu snjallsímum í heimi (ef ekki þeir vinsælustu).


Þá fær hinn almenni notandi sér iPhone... Lastu ekki það sem ég skrifaði um það sem hentar hverjum best?

Og að þurfa að fara með símann á verkstæði eða þvíumlíkt til að skipta um batterí er bara vitleysa, sama hversu lengi batteríið endist. Batterí getur bilað. Í þannig máli væri hentugast að geta keypt/fengið nýtt batterí og einfaldlega sett það í sjálfur í staðinn fyrir að þurfa að senda símann inn og láta gera það fyrir sig.*

En með því að Apple fái að valta yfir samkeppnina með því að kæra hingað og þangað er bara barnaskapur og kjánalæti.

*Með fyrirvara um að ég veit ekki alveg hvernig þetta fer fram, en svona dytti mér í hug að málið væri.



Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1903
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Steve Jobs vs Android

Pósturaf emmi » Fim 27. Okt 2011 11:22

Þú getur keypt 16GB iPhone 4S í USA á $649, biður um "Off contract device" í búðinni. :)



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: Steve Jobs vs Android

Pósturaf chaplin » Fim 27. Okt 2011 11:44

Voru ekki menn að tala um það að iPhone ætti að vera $150 ódýrari en SGS2? En svo er hann í raun $100 dýrari? Þannig uþb. 95.000kr m. vsk, svo líklegast ca. 15% álagningu. sem endar í uþb. 110.000kr þegar Ísland getur keypt beint frá Apple.

Hver sem kaupir sér iPhone 4S 16GB á 140.000kr í stað þess að bíða í nokkra daga/vikur og spara sér 30.000kr hefur meira shit for brains. En í raun er það almenn skilgreining á öfga Apple fanboys svo það virðist stemma. :roll:



Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Tengdur

Re: Steve Jobs vs Android

Pósturaf Tiger » Fim 27. Okt 2011 11:58

daanielin skrifaði:Voru ekki menn að tala um það að iPhone ætti að vera $150 ódýrari en SGS2? En svo er hann í raun $100 dýrari? Þannig uþb. 95.000kr m. vsk, svo líklegast ca. 15% álagningu. sem endar í uþb. 110.000kr þegar Ísland getur keypt beint frá Apple.

Hver sem kaupir sér iPhone 4S 16GB á 140.000kr í stað þess að bíða í nokkra daga/vikur og spara sér 30.000kr hefur meira shit for brains. En í raun er það almenn skilgreining á öfga Apple fanboys svo það virðist stemma. :roll:



Hvaða djöflulsins tuð er í þér Danni minn. Ef fólk vill eyða 30þúsund í að fá símann strax þá er það bara frábært fyrir það fólk. Er þetta ekki sama upphæð og reykingarfólk eyðir á mánuði c.a. í reykingar og ég veit alveg hvorn hópinn ég myndi flokka sem "shit for brain".

Fólk hefur bara mismunandi áhugamál og langanir, og mis mikið á milli handana.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Steve Jobs vs Android

Pósturaf GuðjónR » Fim 27. Okt 2011 12:01

Snuddi skrifaði:Ef fólk vill eyða 30þúsund í að fá símann strax þá er það bara frábært fyrir það fólk. Er þetta ekki sama upphæð og reykingarfólk eyðir á mánuði c.a. í reykingar og ég veit alveg hvorn hópinn ég myndi flokka sem "shit for brain".

Fólk hefur bara mismunandi áhugamál og langanir, og mis mikið á milli handana.

=D> :happy




Nuketown
Ofur-Nörd
Póstar: 265
Skráði sig: Sun 10. Júl 2011 20:09
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Steve Jobs vs Android

Pósturaf Nuketown » Fim 27. Okt 2011 12:04

daanielin skrifaði:Voru ekki menn að tala um það að iPhone ætti að vera $150 ódýrari en SGS2? En svo er hann í raun $100 dýrari? Þannig uþb. 95.000kr m. vsk, svo líklegast ca. 15% álagningu. sem endar í uþb. 110.000kr þegar Ísland getur keypt beint frá Apple.

Hver sem kaupir sér iPhone 4S 16GB á 140.000kr í stað þess að bíða í nokkra daga/vikur og spara sér 30.000kr hefur meira shit for brains. En í raun er það almenn skilgreining á öfga Apple fanboys svo það virðist stemma. :roll:


þú getur nú ekki beint sett iphone 4s og samsung s2 í sama verðflokk. iphone 4s er glænýr á meðan samsung s2 er hálfs árs gamall.
væri ekki nær að setja samsung s3 og iphone 4s í sama verðflokk þegar s3 kemur út?



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: Steve Jobs vs Android

Pósturaf chaplin » Fim 27. Okt 2011 15:58

Snuddi skrifaði:Hvaða djöflulsins tuð er í þér Danni minn. Ef fólk vill eyða 30þúsund í að fá símann strax þá er það bara frábært fyrir það fólk. Er þetta ekki sama upphæð og reykingarfólk eyðir á mánuði c.a. í reykingar og ég veit alveg hvorn hópinn ég myndi flokka sem "shit for brain".

Fólk hefur bara mismunandi áhugamál og langanir, og mis mikið á milli handana.

Mér sýnist ég vera byrjaður að slá á léttu strengina. ;)

Ef fólk á peninginn, go for it. En þeir sem eiga ekki peninginn, og útvega sér láni til að fá tækið finnst mér rugl. Amk. á meðan það er svona dýrt.

Ég afgreiddi einusinni ungan pilt fyrir X löngum tíma, var að versla af skrímsli hjá þeirri verslun sem ég stafaði hjá á þeim tíma. Hann var að taka hana á lánum, allt gott og blessað. Nema hvað að hann hefur ekki heimild, hann hringir í bankan til að ath. hvað vandamálið sé og þá er hann búinn með heimildina (duh). Hann lætur hækka hana, en það er meiri háttar vesen þar sem hann er ný búinn að kaupa sér Plasma sjónvarp, iPhone, fartölvu og núna svo vélina sem kostaði uþb. 200-300.000kr. Þetta var minnir mig 18 ára piltur sem var að fá fyrsta kreditkortið sitt.

Það eru margir einstaklingar sem munu fá sér iPhone 4S og eiga ekki efni á honum, taka hann á láni eins og besti Íslendingur. Það er það sem ég kalla shit for brains ef þau geta fengið símann 20-30% ódýrari eftir nokkra daga/vikur. ;)


Nuketown skrifaði:þú getur nú ekki beint sett iphone 4s og samsung s2 í sama verðflokk. iphone 4s er glænýr á meðan samsung s2 er hálfs árs gamall.
væri ekki nær að setja samsung s3 og iphone 4s í sama verðflokk þegar s3 kemur út?

Ég var aldrei að setja þá í sama verðflokk, menn voru að bera verðið á þeim saman og fullyrða út í loftið, ég var einfaldlega að svara þeim.



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Steve Jobs vs Android

Pósturaf Pandemic » Fim 27. Okt 2011 17:24

Hækkun heimildar breytir engu um hámarkslánaheimild. Það eru nokkrar hámarkslánaheimildir fyrir mismunandi árgerðir af fólki. En já mér blöskrar, eftir að hafa unnið í tölvugeiranum að fólk sé að taka sér lán fyrir raftækjum yfirhöfuð.




coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Steve Jobs vs Android

Pósturaf coldcut » Fim 27. Okt 2011 22:55

Pandemic skrifaði:Hækkun heimildar breytir engu um hámarkslánaheimild. Það eru nokkrar hámarkslánaheimildir fyrir mismunandi árgerðir af fólki. En já mér blöskrar, eftir að hafa unnið í tölvugeiranum að fólk sé að taka sér lán fyrir raftækjum yfirhöfuð.


djöfull er ég sammála þér!

daanielin skrifaði:Ég var aldrei að setja þá í sama verðflokk, menn voru að bera verðið á þeim saman og fullyrða út í loftið, ég var einfaldlega að svara þeim.


Ég fullyrti ekkert heldur fór eftir tölunni sem intenz kom með þegar ég spurði hann hvað Galaxy SII kostaði unlocked. Ekki nennti ég að leita að því sjálfur :sleezyjoe



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: Steve Jobs vs Android

Pósturaf chaplin » Fim 27. Okt 2011 23:02

Pandemic skrifaði:Hækkun heimildar breytir engu um hámarkslánaheimild. Það eru nokkrar hámarkslánaheimildir fyrir mismunandi árgerðir af fólki. En já mér blöskrar, eftir að hafa unnið í tölvugeiranum að fólk sé að taka sér lán fyrir raftækjum yfirhöfuð.

x3

coldcut skrifaði:Ég fullyrti ekkert heldur fór eftir tölunni sem intenz kom með þegar ég spurði hann hvað Galaxy SII kostaði unlocked. Ekki nennti ég að leita að því sjálfur :sleezyjoe

Ég var ekki að vitna í þig. ;)




coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Steve Jobs vs Android

Pósturaf coldcut » Fim 27. Okt 2011 23:13

daanielin skrifaði:
coldcut skrifaði:Ég fullyrti ekkert heldur fór eftir tölunni sem intenz kom með þegar ég spurði hann hvað Galaxy SII kostaði unlocked. Ekki nennti ég að leita að því sjálfur :sleezyjoe

Ég var ekki að vitna í þig. ;)


nú jæja þá! Þá get ég lagt frá mér stressboltann :sleezyjoe
Það var samt ég sem byrjaði á að segja þetta, en ég skil alveg að þú viljir ekki fokkímér! :shooting



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: Steve Jobs vs Android

Pósturaf chaplin » Fös 28. Okt 2011 00:37

coldcut skrifaði:nú jæja þá! Þá get ég lagt frá mér stressboltann :sleezyjoe

:lol:
coldcut skrifaði:Það var samt ég sem byrjaði á að segja þetta, en ég skil alveg að þú viljir ekki fokkímér! :shooting

Af því sem ég best finn sagði intenz að SGS2 kostaði uþb. $800 til að svara spurningunni þinn, ég veit ekki enþá hvernig hann fékk það út. Þú sagðir að iPhone 4S myndi kosta $650 og af því sem ég best veit er það rétt. worghal talaði um öfga tolla á Apple vörum, veit ekki heldur hvernig hann fékk það út. Svo byrjuðu menn að blanda sér í þetta mál og verja/ráðast á Apple og því var þetta orðin algjör steypa.

Ástæðan afhverju ég var ekki að tala um þig, er einfaldlega afþví þú komst með réttar tölur. ;)

*EDIT 1
Ps. Lovers gonna hate. Haters gonna love.
Mynd

---

[BBC] Samsung overtakes Apple in smartphone sales
Samsung overtook Apple to become the world's biggest seller of smartphones between July and September.

Research from Strategy Analytics showed that Samsung sold 27.8 million smartphones in the three month period, compared with 17.1 million from Apple and 16.8 million from Nokia.

The consultancy said Apple's growth was hindered by customers waiting for the launch of the new iPhone 4S.

Apple's number four slot in total handset sales was taken by China's ZTE.

Nokia was the top handset seller with a 27.3% market share, followed by Samsung with 22.6% and LG with 5.4%.

ZTE took 4.7%, pushing Apple into fifth place with 4.4%.

Source

---

Apple reportedly investigating iPhone 4S battery drain

Apple engineers are looking into faster-than-expected battery drain on the company's newest iPhone, according to a report.

Source