Fartölvur með SSD?
Re: Fartölvur með SSD?
Nokkuð viss um að allar tölvuverslanir eru tilbúnar að selja þér aukalega SSD disk sem þú getur þá valið þér þar sem þetta eru soddan trúarbrögð, ekki mikið mál að afrita stýrikerfið á milli. Ólíklegt þó verslunin taki hinn diskinn uppí.
Re: Fartölvur með SSD?
mind skrifaði:Nokkuð viss um að allar tölvuverslanir eru tilbúnar að selja þér aukalega SSD disk sem þú getur þá valið þér þar sem þetta eru soddan trúarbrögð, ekki mikið mál að afrita stýrikerfið á milli. Ólíklegt þó verslunin taki hinn diskinn uppí.
Já það væri strax í áttina, en best auðvitað ef verslunin tæki hinn diskinn uppí
-
- Besserwisser
- Póstar: 3835
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 157
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Re: Fartölvur með SSD?
Nýherji er að selja Lenovo vélar með SSD, eða hafa gert það. Skv vefversluninni eru allar uppseldar núna, ætti að vera hægt að spyrja þar.
-
- /dev/null
- Póstar: 1457
- Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
- Reputation: 163
- Staðsetning: Júpíter
- Staða: Ótengdur
Re: Fartölvur með SSD?
Mundi halda ef það væri fartölvutilboð og þú vildir taka SSD í stað HDD sem er í tölvunni, að flestar tölvuverslanir mundu taka gamla upp í á eithvað og láta þig fá SSD þá pínu ódýrari. Þó það sé erfiðara með fartölvur heldur en borðtölvur.
Annars er bara best að hringja, en helling af aðilum sem vinnu í tölvubúðum hérna svo bíddu bara fram á kvöld og gáðu hvað þeir segja.
Annars er bara best að hringja, en helling af aðilum sem vinnu í tölvubúðum hérna svo bíddu bara fram á kvöld og gáðu hvað þeir segja.
Re: Fartölvur með SSD?
Höfum verið að selja einstaka fartölvur með SSD og yfirleitt tekið gömlu diskana upp í Sama hefur oftast gilt með stækkun á vinnsluminni og þess háttar.
Það er bara svo mikil hreyfing við að halda vefsíðunni við ef maður ætti að vera að bjóða tölvurnar með mismunandi týpum af SSD, auðvitað mætti búa til kerfi sem myndi leyfa manni að púsla algjörlega saman sinni eigin vél á netinu, en höfum ekki og býst ekki við að við ráðumst í þær framkvæmdir, ekki mikið af fólki sem hugsar svona langt
Það er bara svo mikil hreyfing við að halda vefsíðunni við ef maður ætti að vera að bjóða tölvurnar með mismunandi týpum af SSD, auðvitað mætti búa til kerfi sem myndi leyfa manni að púsla algjörlega saman sinni eigin vél á netinu, en höfum ekki og býst ekki við að við ráðumst í þær framkvæmdir, ekki mikið af fólki sem hugsar svona langt
Re: Fartölvur með SSD?
Klemmi skrifaði:Höfum verið að selja einstaka fartölvur með SSD og yfirleitt tekið gömlu diskana upp í Sama hefur oftast gilt með stækkun á vinnsluminni og þess háttar.
Það er bara svo mikil hreyfing við að halda vefsíðunni við ef maður ætti að vera að bjóða tölvurnar með mismunandi týpum af SSD, auðvitað mætti búa til kerfi sem myndi leyfa manni að púsla algjörlega saman sinni eigin vél á netinu, en höfum ekki og býst ekki við að við ráðumst í þær framkvæmdir, ekki mikið af fólki sem hugsar svona langt
Gott að vita þetta