Hjálp við að púsla saman fartölvu (Thinkpad)


Höfundur
andpgud
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Fös 10. Sep 2010 08:20
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hjálp við að púsla saman fartölvu (Thinkpad)

Pósturaf andpgud » Fös 10. Sep 2010 08:22

Jæjæ, það var brotist inn til mín og stolið tölvunni minni. Var mikið að skoða hvað maður ætti aðfá sér. Valið var Macbook Pro eða Thinkpad og ég held að ég muni fara thinkpad leiððina. Hvað finnst ykkur. Er að reyna að fá mér eithvað uber þar sem ég nota þetta fjandi mikið og ferðast mikið. Hvað segið þið?



Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1068
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við að púsla saman fartölvu (Thinkpad)

Pósturaf Hargo » Fös 10. Sep 2010 08:44

Ætlarðu að panta að utan og customiza eða kaupa hér heima? Hvað er budgetið hjá þér?
Síðast breytt af Hargo á Fös 10. Sep 2010 09:01, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
andpgud
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Fös 10. Sep 2010 08:20
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við að púsla saman fartölvu (Thinkpad)

Pósturaf andpgud » Fös 10. Sep 2010 08:47

Kaupa hér heima



Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1068
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við að púsla saman fartölvu (Thinkpad)

Pósturaf Hargo » Lau 11. Sep 2010 09:44

Þá er Nýherji lílklega aðalsölustaðurinn fyrir þig - verst hvað þeir eru dýrir.

Ég veit ekki budgetið hjá þér eða hvað þú ætlar þér að nota tölvuna í en hér eru tveir kostir.

Thinkpad Edge - 189.905kr
http://www.netverslun.is/verslun/product/TP-EDGE-i350-2250-156-SV%C3%96RT-6s-W764,11912,420.aspx

15.6" að stærð, i3 örgjörvi og 2GB DDR3 minni. Fínn kostur og þessi Edge lína inniheldur HDMI, eSata, kortalesari, LED skjá o.fl. sem hefðbundnu Thinkpad vélarnar sem eru ætlaðar fyrir fyrirtæki innihalda oft ekki. Kemur með Win 7 64 bita. Ef þú vilt svo gera þessa enn sprækari þá ættirðu að geta upgreidað harða diskinn í SSD disk fyrir smá auka pening.


Thinkpad T410 - 259.00kr
http://www.netverslun.is/Verslun/product/TP-T410-i520-2250-14W-Int-D-R-W732-6s,11027,327.aspx

14.1" að stærð, i5 örgjörvi og 2GB DDR3. eSata, möguleiki á innbyggðu 3G. Kemur með Windows 7 32 bita.




Cascade
FanBoy
Póstar: 759
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Reputation: 42
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við að púsla saman fartölvu (Thinkpad)

Pósturaf Cascade » Lau 11. Sep 2010 10:55

Ef þú ferðast mikið, þá myndi ég skoða T410s, X301/X201 vélarnar, X301 er t.d. minnir mig 1.5kg



Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1068
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við að púsla saman fartölvu (Thinkpad)

Pósturaf Hargo » Lau 11. Sep 2010 12:50

Vó Thinkpad x201 er á litlar 334.800kr. Ég myndi nú frekar íhuga innflutning á þessu sjálfur ef þú ert kominn út í þessar upphæðir, það mun borga sig.

Þær útgáfur af T410s eru einnig svakalega dýrar. Eru á verðbilinu 339.900kr upp í 409.900kr. En þetta eru svakalega skemmtilegar tölvur og mjög portable.

Ef þú þekkir einhvern hjá Nýherja þá geturðu kannski suðað út einhvern afslátt, ekki veitir af.



Skjámynd

Sydney
1+1=10
Póstar: 1108
Skráði sig: Lau 29. Mar 2008 19:26
Reputation: 55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við að púsla saman fartölvu (Thinkpad)

Pósturaf Sydney » Lau 11. Sep 2010 17:59

Mæli tvímælalaust með T410 ef þú hefur efni á henni, frábær vél.


Gigabyte X570 Aorus Ultra | Ryzen 9 5900X | Corsair Vengeance RGB Pro 32GB 3200MHz CL16 | Fractal Design Define S
Aorus Xtreme RTX 2080 Ti | 500GB Samsung 980 Pro | Corsair AX860 | ROG Swift PG279Q
Ducky YOTM | Glorious Model O | Sennheiser HD650 | Thrustmaster Warthog HOTAS
Thinkpad X1 Yoga 2nd Gen OLED


danielg
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Fös 18. Feb 2011 15:23
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við að púsla saman fartölvu (Thinkpad)

Pósturaf danielg » Fös 18. Feb 2011 15:31

Ég er núna búinn að vera með 410 í um 2 mánuði, ótrúlega svekktur.

Ég var mikill ThinkPad maður, en þessi vél sökkar feitt. Hún er um 2,5 kg sem er ótrúlegt fyrir nýja fartölvu, hún er mjög þykk og klunnaleg, hönnuninn er ljót að mínu mati, lyklaborðið svignar aðeins við notkun sem er pirrandi, það heyrist í plastinu þegar maður ýtir á hana, hún virðist vera mjög "cheap" að öllu leyti. Hún er alltof þykk og þung!!

Mute takkinn virkar ekki alltaf, það tekur mig upp í 2 mín að tengjast þráðlausu neti, sem er mjög pirrandi, bíða eftir því að vélin nái að register with network.

Skjárinn er lélegur, það er ekki hægt að horfa á hann nema beint á hann, og þá meira að segja verður hlutarnir efst og neðst dimmir,og ekki hægt að sjá vel frá hlið. Hátalarnir eru ekki með neinn bassa, engan!

Batterýið endist í um 2 tíma, en mælirinn fer frá 5:01 niður í 2:01 á svona 5 mín.

Þessi vél er alltof dýr, þung, og svo má minnast á að það er komið nýtt efni í toppinn á henni sem er ekki hægt að halda hreinu.

Þetta er klárlega síðasta ThinkPad vélin mín, það liggur við að ég vona að hún skemmist svo ég fái hana bætta..... :megasmile



Skjámynd

beggi90
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mið 15. Okt 2008 21:02
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við að púsla saman fartölvu (Thinkpad)

Pósturaf beggi90 » Fös 18. Feb 2011 15:45

danielg skrifaði:Ég er núna búinn að vera með 410 í um 2 mánuði, ótrúlega svekktur.

Ég var mikill ThinkPad maður, en þessi vél sökkar feitt. Hún er um 2,5 kg sem er ótrúlegt fyrir nýja fartölvu, hún er mjög þykk og klunnaleg, hönnuninn er ljót að mínu mati, lyklaborðið svignar aðeins við notkun sem er pirrandi, það heyrist í plastinu þegar maður ýtir á hana, hún virðist vera mjög "cheap" að öllu leyti. Hún er alltof þykk og þung!!

Mute takkinn virkar ekki alltaf, það tekur mig upp í 2 mín að tengjast þráðlausu neti, sem er mjög pirrandi, bíða eftir því að vélin nái að register with network.

Skjárinn er lélegur, það er ekki hægt að horfa á hann nema beint á hann, og þá meira að segja verður hlutarnir efst og neðst dimmir,og ekki hægt að sjá vel frá hlið. Hátalarnir eru ekki með neinn bassa, engan!

Batterýið endist í um 2 tíma, en mælirinn fer frá 5:01 niður í 2:01 á svona 5 mín.

Þessi vél er alltof dýr, þung, og svo má minnast á að það er komið nýtt efni í toppinn á henni sem er ekki hægt að halda hreinu.

Þetta er klárlega síðasta ThinkPad vélin mín, það liggur við að ég vona að hún skemmist svo ég fái hana bætta..... :megasmile


Hljómar eins og gallað eintak. (mute, battery a.m.k)
En skoðaðirðu hana ekki vel áður en þú keyptir hana?
Skrítið að kaupa sér fartölvu og kvarta yfir útliti og þyngd því þetta er það sem er auðveldast að dæma um þegar maður fer útí búð að skoða vélina.

Ég hef bara góða reynslu samt af thinkpad vélum hef átt mína í 4 ár núna án vandræða(fyrir utan mitt eigið fail).




danielg
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Fös 18. Feb 2011 15:23
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við að púsla saman fartölvu (Thinkpad)

Pósturaf danielg » Fös 18. Feb 2011 16:16

Þetta er fjórða vélin mín í röð, hef alltaf verið mjög ánægður og mér datt ekki í hug að byðja um annað en ThinkPad. Ég fékk þessa vél senda að utan, er að vinna fyrir erlent fyrirtæki sem sendi mér hana.

Það er ótrúlegt að ný vél sé svona þung og þykk. Og svo er hún alls ekki hröð, þótt hun sé með i5 Core Vpro.

Makkinn rústar þessari vél án þess að þurfa að fara í gang.




hsm
vélbúnaðarpervert
Póstar: 921
Skráði sig: Sun 05. Jan 2003 23:37
Reputation: 0
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við að púsla saman fartölvu (Thinkpad)

Pósturaf hsm » Fös 18. Feb 2011 17:00

danielg skrifaði:Þetta er fjórða vélin mín í röð, hef alltaf verið mjög ánægður og mér datt ekki í hug að byðja um annað en ThinkPad. Ég fékk þessa vél senda að utan, er að vinna fyrir erlent fyrirtæki sem sendi mér hana.

Það er ótrúlegt að ný vél sé svona þung og þykk. Og svo er hún alls ekki hröð, þótt hun sé með i5 Core Vpro.

Makkinn rústar þessari vél án þess að þurfa að fara í gang.

Þetta hljómar eins og eftirlíking frá kína :)
Er sjálfur með 2 ThinkPad og er mjög ánægður með þær og miðað við aðrar vélar sem ég hef átt þá endist rafhlaðan í ThinkPad lang best. Er með eina 4ára+ og er enn með um 2 tíma á rafhlöðu.


**Intel E8400 3.0GHz**Gigabyte EP45-UD3L**GeIL Ultra Plus 4GB 2x2GB**Inno3D iChill GTX275**SAMSUNG SyncMaster 2693HM :D**1x1.5Tb**1x1Tb**1x750GB**1x500GB**Antec 1000W PSU** Með LFC kveðju Gerrard

Skjámynd

GrimurD
spjallið.is
Póstar: 466
Skráði sig: Fös 01. Ágú 2008 13:17
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við að púsla saman fartölvu (Thinkpad)

Pósturaf GrimurD » Fös 18. Feb 2011 17:46

danielg skrifaði:Ég er núna búinn að vera með 410 í um 2 mánuði, ótrúlega svekktur.

Ég var mikill ThinkPad maður, en þessi vél sökkar feitt. Hún er um 2,5 kg sem er ótrúlegt fyrir nýja fartölvu, hún er mjög þykk og klunnaleg, hönnuninn er ljót að mínu mati, lyklaborðið svignar aðeins við notkun sem er pirrandi, það heyrist í plastinu þegar maður ýtir á hana, hún virðist vera mjög "cheap" að öllu leyti. Hún er alltof þykk og þung!!

Mute takkinn virkar ekki alltaf, það tekur mig upp í 2 mín að tengjast þráðlausu neti, sem er mjög pirrandi, bíða eftir því að vélin nái að register with network.

Skjárinn er lélegur, það er ekki hægt að horfa á hann nema beint á hann, og þá meira að segja verður hlutarnir efst og neðst dimmir,og ekki hægt að sjá vel frá hlið. Hátalarnir eru ekki með neinn bassa, engan!

Batterýið endist í um 2 tíma, en mælirinn fer frá 5:01 niður í 2:01 á svona 5 mín.

Þessi vél er alltof dýr, þung, og svo má minnast á að það er komið nýtt efni í toppinn á henni sem er ekki hægt að halda hreinu.

Þetta er klárlega síðasta ThinkPad vélin mín, það liggur við að ég vona að hún skemmist svo ég fái hana bætta..... :megasmile

Ég er sjálfur með mánaðargamla T410 vél og hún á ekki við neitt af þessum vandamálum að stríða. Batteríið entist nýtt í 4 tíma auðveldlega og gerir enn. Ég er reyndar með i3 útgáfuna sem eyðir talsvert minna rafmagni.


Antec P182 | Asus Sabertooth Z77 | Intel Core i7 3770k @ 4.2ghz | Kingston HyperX 16gb DDR3 @ 1600mhz | Samsung 840 EVO - 240gb SSD | Gigabyte Radeon R9 290 OC 4gb | 3x 24" BenQ G2420HDB


biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við að púsla saman fartölvu (Thinkpad)

Pósturaf biturk » Fös 18. Feb 2011 18:52

danielg skrifaði:Ég er núna búinn að vera með 410 í um 2 mánuði, ótrúlega svekktur.

Ég var mikill ThinkPad maður, en þessi vél sökkar feitt. Hún er um 2,5 kg sem er ótrúlegt fyrir nýja fartölvu, hún er mjög þykk og klunnaleg, hönnuninn er ljót að mínu mati, lyklaborðið svignar aðeins við notkun sem er pirrandi, það heyrist í plastinu þegar maður ýtir á hana, hún virðist vera mjög "cheap" að öllu leyti. Hún er alltof þykk og þung!!

Mute takkinn virkar ekki alltaf, það tekur mig upp í 2 mín að tengjast þráðlausu neti, sem er mjög pirrandi, bíða eftir því að vélin nái að register with network.

Skjárinn er lélegur, það er ekki hægt að horfa á hann nema beint á hann, og þá meira að segja verður hlutarnir efst og neðst dimmir,og ekki hægt að sjá vel frá hlið. Hátalarnir eru ekki með neinn bassa, engan!

Batterýið endist í um 2 tíma, en mælirinn fer frá 5:01 niður í 2:01 á svona 5 mín.

Þessi vél er alltof dýr, þung, og svo má minnast á að það er komið nýtt efni í toppinn á henni sem er ekki hægt að halda hreinu.

Þetta er klárlega síðasta ThinkPad vélin mín, það liggur við að ég vona að hún skemmist svo ég fái hana bætta..... :megasmile


þetta hljómar eins og þú hafir ekki ennþá séð tölvuna eða sért með eitthvað ódýrt kína eintak kallinn :lol:

2,5kg???þung??? bíddu ertu 10 ára stelpa eða? þetta er fislétt að mér fynnst og ekki hægt að kvarta yfir þyngd :lol:


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3075
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 43
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við að púsla saman fartölvu (Thinkpad)

Pósturaf beatmaster » Fös 18. Feb 2011 19:15

Finndu bara út hvaða vél þú villt fá þér og sendu svo póst á buy.is eða budin.is og pantaðu vélina svo bara frá þeim sem að býður þér hana ódýrari :happy


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.


bixer
</Snillingur>
Póstar: 1022
Skráði sig: Lau 14. Nóv 2009 14:38
Reputation: 1
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við að púsla saman fartölvu (Thinkpad)

Pósturaf bixer » Fös 18. Feb 2011 20:14

ég elska thinpad tölvurnar, ég er með 2 þannig mikið notaðar og örugglega 5 ára+ þær virka ennþá mjög vel og hafa aldrei failað. ég mun örugglega kaupa mér thinkpad vél þegar ég fer í framhaldsskóla. alltof endingargóðar! mér finnst þessi reynsla hjá þér vera rosaleg. annars 2,5 kg er ekki neitt þar sem þetta eru sterkbygðar og góðar vélar




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6352
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 160
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við að púsla saman fartölvu (Thinkpad)

Pósturaf AntiTrust » Fös 18. Feb 2011 21:16

danielg skrifaði:Ég var mikill ThinkPad maður, en þessi vél sökkar feitt. Hún er um 2,5 kg sem er ótrúlegt fyrir nýja fartölvu, hún er mjög þykk og klunnaleg, hönnuninn er ljót að mínu mati, lyklaborðið svignar aðeins við notkun sem er pirrandi, það heyrist í plastinu þegar maður ýtir á hana, hún virðist vera mjög "cheap" að öllu leyti. Hún er alltof þykk og þung!!
Skjárinn er lélegur, það er ekki hægt að horfa á hann nema beint á hann, og þá meira að segja verður hlutarnir efst og neðst dimmir,og ekki hægt að sjá vel frá hlið. Hátalarnir eru ekki með neinn bassa, engan!
Batterýið endist í um 2 tíma, en mælirinn fer frá 5:01 niður í 2:01 á svona 5 mín.
Þessi vél er alltof dýr, þung, og svo má minnast á að það er komið nýtt efni í toppinn á henni sem er ekki hægt að halda hreinu.
Þetta er klárlega síðasta ThinkPad vélin mín, það liggur við að ég vona að hún skemmist svo ég fái hana bætta..... :megasmile


Sorry félagi, núna ætla ég að púlla ThinkPad besserwisser fanboy-ismann á þetta, sem ég er. Félagi minn sem er búinn að kommenta hér á þráðinn, GrímurD, fékk sér svona vél og ég er jú sammála þér með það að hún er í stærri/þykkri kanntinum. En hann vissi það alveg fyrir kaup, og ég veit alveg að mér finnst hún of þykk og ætla einfaldlega í T410si vélina - afþví að ég vill þynnri/léttari vél og er tilbúinn að borga meira fyrir það. Pointið mitt er, hvernig dettur þér í hug að kaupa tölvu fyrir þennan pening, sem þú veist alveg fyrirfram hversu þung og þykk hún er, og kvarta svo eftir á?

Þessi vél er ekki alltof dýr, heldur er hún bargain. Skoðaðu bara hvað high end týpurnar kostuðu fyrir nokkrum árum. Fyrri T60 vélin mín held ég að hafi kostað yfir 400k, og hún var svipað góð þá og T410 er í dag. Jújú, það eru ekki sömu gæði í T60 og T410, en þú skilur hvað ég er að fara.

Thinkpad hafa alltaf verið þekktar fyrir að vera með lélega og dimma skjái, fyrir utan nokkrar customized Txx vélar sem hægt var að fá með IPS skjáum. Þetta vita allir ThinkPad menn með reynslu.

Lyklaborðið í T410 var akkúrat bætt mikið eftir T400 þar sem lyklaborðin í T400 svignuðu meira en venjulega, og því var aukaplötu bætt við lyklaborðið sjálft fyrir utan plötuna undir borðinu. Ég er búinn að hamast mikið á þessari T410 vél hjá félaga mínum og það er ekki vottur af braki í vélinni alveg sama hvernig haldið er á henni og ekki hægt að finna neinn teljanlegan sveigjanleika í lyklaborðinu - þótt það sé því miður ekki alveg sambærilegt við eldri vélarnar, T60 og fyrri týpur.

Hinsvegar ertu alveg klárlega með gallað/ónýtt batterý. En mig grunar að þú sért að gefa þessari vél voðalegan sleggjudóm byggðan á algjöru mánudagseintaki.