Komið sæl og blessuð.
Fyrst af öllu vil eg biðjast afsökunar a ritmali minu. Tölvan min vill ekki fyrir nokkra muni leyfa mer að skrifa kommustafi.
Þannig er mal með vexti að haskolaganga min byrjar eftir tæpa viku og eg þarf að kaupa fartölvu,
Hun þarf að geta spilað leiki a borð við Diablo III, dota, wow og Heroes of newerth.
Af þessum leikjum er diablo III erfiðastur i keyrslu svo kröfur minar um velbunað eru i samræmi við hann.
Að auki mun þessi fartölva gagnast sem skolatölva,
þessvegna þarf eg tölvu sem er ekki með neitt vesen.
Þ.e.a.s þjonustuaðilar/rafhlaða/kælikerfi/abyrgð/hugbunaður/ending þarf að vera i lagi.
Eg þarf full-size lyklaborð, 17" skja, Hd4570 skjakort eða sambærilegt og stöðugleika.
Eg er buinn að skoða nokkrar tölvur og mer list vel a þessar tvær:
Acer Aspire 7735ZG-424G50MN 17,3" WXGA 1600x900
http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1134
Packard Bell Easynote LJ65-CU-014NL fartölva
http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=20312
Baðar þessar tölvur uppfylla skilyrði min að eg held.
Það eina sem eg get ekki gert upp við sjalfan mig er hvora tölvuna eg ætti að kaupa.
Eg hef heyrt að Acer hafa verið vesen en fyrst að Acer eru bunir að kaupa Packard-bell þa gæti það ekki skipt svo miklu mali?
Munurinn a geymsluplassinu/minninu skiptir mig ekki mali svo að spurningin er bara, hvora tölvuna mynduð þið taka?
Samantekt.
Acer vs. Packard bell?
Takk fyrir að lesa þetta og með von um goð svör
Nerull.
Fartölvukaup, Acer vs Packard bell?
-
- BMW
- Póstar: 2511
- Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
- Reputation: 14
- Staðsetning: Mosó
- Staða: Ótengdur
Re: Fartölvukaup, Acer vs Packard bell?
Skoðaðu HP fartölvur (þær eru dýrar hér á íslandi, ég keypti mér eina í noregi og er mjög ánægður með hana)
Ertu með eitthvað verð limit ?
Ef þú villt ekki að hún hitni mikið þá ættiru að fá þér tölvu með Intel örgjörva (þeir eru líka taldir betri)
Ef ég væri að kaupa mér tölvu (sem ég gerði fyrir stuttu) þá setti ég það sem skilyrði að það væri 4 Gb vinnsluminni (og í mörgum HP fartölvum geturu stækkað vinnsluminnið upp í 8 GB sem er nokkuð gott)
Ertu með eitthvað verð limit ?
Ef þú villt ekki að hún hitni mikið þá ættiru að fá þér tölvu með Intel örgjörva (þeir eru líka taldir betri)
Ef ég væri að kaupa mér tölvu (sem ég gerði fyrir stuttu) þá setti ég það sem skilyrði að það væri 4 Gb vinnsluminni (og í mörgum HP fartölvum geturu stækkað vinnsluminnið upp í 8 GB sem er nokkuð gott)
Tölvan mín er ekki lengur töff.
Re: Fartölvukaup, Acer vs Packard bell?
Limitið er um 160-170k. Ætla að tekka betur a örgjörvadæminu
Skil ekki af hverju einhver myndi þurfa 8GB ram samt
Skil ekki af hverju einhver myndi þurfa 8GB ram samt
-
- BMW
- Póstar: 2511
- Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
- Reputation: 14
- Staðsetning: Mosó
- Staða: Ótengdur
Re: Fartölvukaup, Acer vs Packard bell?
Nerull skrifaði:Limitið er um 160-170k. Ætla að tekka betur a örgjörvadæminu
Skil ekki af hverju einhver myndi þurfa 8GB ram samt
getur samt verið kostur að hafa það í boði að geta alltaf bætt við vinnsluminnið
Maður les mikið hér á spjallinu að Acer séu ekki góðar tölvur (há bilanatíðni) en ég hef heyrt frá 3 vinum mínum sem eiga packard bell að þær hitna þó nokkuð mikið og stundum svo mikið að það slökknar á þeim.
Tölvan mín er ekki lengur töff.
Re: Fartölvukaup, Acer vs Packard bell?
Ég mæli hiklaust EKKI með Acer ferðatölvum. Þær eru oft kraftmiklar miðað við verð en þær bila alveg fáránlega mikið. Ég keypti mér acer tölvu fyrir nokkrum árum og hún entist í 8 mánuði og af þessum 8 mánuðum var hún allavega 2 í viðgerð. Hún bilaði tvisvar á þessu tímabili og í seinna skiptið vildi fyrirtækið sem ég keypti hana af ekki gera við hana og ég þurfti að fá nýja útúr tryggingunum. Fékk HP tölvu sem er núna búin að endast mér í tvö ár og hefur aldrei bilað og hefur reynst mér stórvel. Eina sem hefur gerst með hana var að batteríið í henni eyðilagðist en það var bara mer sjálfum að kenna og nýtt batterí í hana kostaði ekki nema 15 þúsund sem er ekki neitt fyrir batterí í dag.
Persónulega ef ég væri að kaupa ferðatölvu núna þá myndi ég bara kaupa IBM, HP eða Dell tölvu, ekkert annað. Það er ástæða fyrir því að merkin kosta svona mikið.
Persónulega ef ég væri að kaupa ferðatölvu núna þá myndi ég bara kaupa IBM, HP eða Dell tölvu, ekkert annað. Það er ástæða fyrir því að merkin kosta svona mikið.
Antec P182 | Asus Sabertooth Z77 | Intel Core i7 3770k @ 4.2ghz | Kingston HyperX 16gb DDR3 @ 1600mhz | Samsung 840 EVO - 240gb SSD | Gigabyte Radeon R9 290 OC 4gb | 3x 24" BenQ G2420HDB
-
- Kóngur
- Póstar: 4273
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Reputation: 67
- Staða: Ótengdur
Re: Fartölvukaup, Acer vs Packard bell?
Ég mæli með Acer. Búinn að eiga tvær vélar, eina í 5 ár, og aðra í 2 ár sem ég er að nota daginn í dag. Bilar aldrei.
Algengustu vandræðin með fartölvur er þegar fólk hnikkir þeim á borðið meðan harðdiskurinn er að vinna. Þá rispast hann án efa og tölvan ,,bilar".
Þessar tölvur endast endalaust ef þú ferð vel með þær.
En mitt svar: ACER!
Algengustu vandræðin með fartölvur er þegar fólk hnikkir þeim á borðið meðan harðdiskurinn er að vinna. Þá rispast hann án efa og tölvan ,,bilar".
Þessar tölvur endast endalaust ef þú ferð vel með þær.
En mitt svar: ACER!
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 239
- Skráði sig: Lau 15. Ágú 2009 04:38
- Reputation: 0
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: Fartölvukaup, Acer vs Packard bell?
Ég þykist ekki vita hvað er í gangi hjá þessu fólki sem er í krossferð gegn Acer. Ég vann fyrir Tölvulistann og á sjálfur nokkrar Acer vélar og ég get fullyrt að þær bila ekki meira en aðrar fartölvur. Þjónustan við Acer á Íslandi er mjög góð miðað við margar aðrar tegundir. Það sem ég meina með því að öll merkin eru í umboði hjá eithverjum fyrirtækjum, og ef að vélbúnaður bilar þurfa þau fyrirtæki að skaffa varahlut, og í þvi vorum við mjög góðir. Það tók sjaldan meira en 3-5 daga að fá hluti senda þegar eithvað bilaði. Til samanburðar þá átti félagi minn Dell vél sem var í umboði hjá EJS. Hún bilaði eftir 3 mánuði og þeir tóku sér góðar 2 vikur í að senda varahlutinn til Íslands sökum mikils álags.
Varðandi Packard bell þá hef ég tekið nokkrar svoleiðis í sundur og ég er ekki jafn hrifinn af þeim. Þær virðast eithvernveginn smíðaðar eftir budgeti, þeas það eru einstaklega hlutir í þeim alveg kjánalega illa smíðaðir og ég myndi persónulega ekki kaupa svoleiðis tölvu.
Vonandi hjálpar þetta eithvað við ákvörðunina
Varðandi Packard bell þá hef ég tekið nokkrar svoleiðis í sundur og ég er ekki jafn hrifinn af þeim. Þær virðast eithvernveginn smíðaðar eftir budgeti, þeas það eru einstaklega hlutir í þeim alveg kjánalega illa smíðaðir og ég myndi persónulega ekki kaupa svoleiðis tölvu.
Vonandi hjálpar þetta eithvað við ákvörðunina
i5 6600k Asus Z170k 16GB DDR4 MSI GTX 1070
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1780
- Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
- Reputation: 142
- Staða: Ótengdur
Re: Fartölvukaup, Acer vs Packard bell?
Er að klára háskólanám mitt núna í vor og Acer vélin mín hefur gengið í gegnum það með mér, aldrei bilað.
Er í gangi nánast 24/7 í 2,5 ár
Er í gangi nánast 24/7 í 2,5 ár
PS4
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Fartölvukaup, Acer vs Packard bell?
kazgalor skrifaði:Ég þykist ekki vita hvað er í gangi hjá þessu fólki sem er í krossferð gegn Acer. Ég vann fyrir Tölvulistann og á sjálfur nokkrar Acer vélar og ég get fullyrt að þær bila ekki meira en aðrar fartölvur. Þjónustan við Acer á Íslandi er mjög góð miðað við margar aðrar tegundir. Það sem ég meina með því að öll merkin eru í umboði hjá eithverjum fyrirtækjum, og ef að vélbúnaður bilar þurfa þau fyrirtæki að skaffa varahlut, og í þvi vorum við mjög góðir. Það tók sjaldan meira en 3-5 daga að fá hluti senda þegar eithvað bilaði. Til samanburðar þá átti félagi minn Dell vél sem var í umboði hjá EJS. Hún bilaði eftir 3 mánuði og þeir tóku sér góðar 2 vikur í að senda varahlutinn til Íslands sökum mikils álags.
Varðandi Packard bell þá hef ég tekið nokkrar svoleiðis í sundur og ég er ekki jafn hrifinn af þeim. Þær virðast eithvernveginn smíðaðar eftir budgeti, þeas það eru einstaklega hlutir í þeim alveg kjánalega illa smíðaðir og ég myndi persónulega ekki kaupa svoleiðis tölvu.
Vonandi hjálpar þetta eithvað við ákvörðunina
Acer eru bara oftast með rosalega lélegt quality build, oft ótrúlega kjánaleg hönnun á mús og öðrum shortcut tökkum. "Til samanburðar" gengur eiginlega því ekki þegar talað er um Dell og Acer þar sem gæðin þarna á milli eru varla sambærileg. Ég er búinn að eiga nokkrar Acer vélar (og rífa margfalt fleiri í sundur) og það er e-ð við þær sem veldur því að ég mun aldrei koma til með að mæla með þeim við nokkurn mann. HP og Lenevo eru vélarnar sem þú vilt vera að skoða í dag ef það er verið að hugsa um áreiðanleika og build quality. Dell hefur aðeins dottið niður í áreiðanleika, en samt sem áður hörkuvélar. (Ég veit að Apple á heima þarna líka en mér er alltof illa við það til þess að telja það upp).
Hinsvegar sammála þér með Packard Bell, þeir eru líka alltaf rosalega mikið í því að troða eins miklu af dóti í skeljarnar og þeir geta án þess að plana það neitt sérstaklega vel, sem þýðir alltaf meira um bilanir, styttra batterý eða alltof mikil þyngd.