Er með tvo minniskubba í vélinni hjá mér, PC2-5300S 555-12-A2 512mB 2Rx16 667. Þar sem það er Vista í græunni langar mér mikið að stækka vinnsluminnið í amk 2 Gb.
Þá er það stóra spurningin hvaða minniskubba væri best að fá sér, tölvan styður dual channel og er gefin upp fyrir 533 og 667 MHz. Skilst að það sé DDR2.
Auðvitað snýst þetta allst saman líka um peninga en ég á því miður ekki nóg af þeim. Fann svona 1 Gb kubba (PC-5300) en þeir kosta í kringum 10 þ kallinn hvor í tölvutek
Spurning hvort það sé betra að nota PC-5400 (hef svo sem ekki hugmynd hvað það þýðir) úr Computer.is en þeir eru 667 MHz og talsvert ódýrari.
Ég hef næstum ekkert vit á þessu og treysti á smá hjálp/ráð frá ykkur