Hjálp með vinnsluminni


Höfundur
Lói
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Mið 28. Feb 2007 14:52
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hjálp með vinnsluminni

Pósturaf Lói » Mið 28. Feb 2007 15:00

Sæl !

Er með Dell Inspiron 5150 fartölvu sem þarnast bæði nýs vinnsluminnis og stærri harðan disk! Ég veit sárálítið um málið, enginn græjukall. Getur einhver aðstoðað mig við að finna út HVAÐA ram ég þarf að kaupa og HVAR ég fæ það ódýrast? Stærri diskur má bíða. Bý í Danmörku.

Lói



Skjámynd

Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Heliowin » Mið 28. Feb 2007 16:53

Vinsluminnið er 333 MHz. Þetta er það sem nýr kubbur þarf að vera, 333 MHz. (til að vera viss þá getur þú kíkt).
Hún á að taka 64, 128, 256, og 512 MB kubba samkvæmt specification eða í allt 2GB :o sem er skrítið ef það það eru bara tvær raufar fyrir kubba að því hún styður mest 512MB kubb :?

Þetta er einungis það sem kemur fram í handbókinni svo ég er aðeins að reyna að vera hjálplegur.
Þú bætir við í laust pláss eða tekur út til að bæta við stærra minni. Þú hefur ekki sagt hversu mikið minnið er, svo ef þú þarf ráð þar þá láttu vita.

Láttu vita ef það er eitthvað fleira sem þú þarft að vita.




Höfundur
Lói
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Mið 28. Feb 2007 14:52
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

vinnsluminnið

Pósturaf Lói » Mið 28. Feb 2007 17:58

Takk kærlega fyrir að svara.

Ég gróf inn í tölvunni eftir eftirfarandi upplýsingum... einhvers staðar í system properties:
Bios: Phonix ROMBIOSPLUS Version 1.10 A33 (hvað svo sem það þýðir)
Örgjörvinn er: Mobile Intel(R) Pentium(R) cpu 3.06 GHz (það er nægur hraði þar)
Vinnsluminni: 512 MB Ram

Ég hef einu sinni, þegar tölvan var farin að ganga hægar en gamla þvottavélin, farið út á heimasíðu fyrirtækis hér í norður Þýskalandi (Flensborg) og var kolruglaður á öllum þessum tegundum vinnsluminnis. Sé þær upplýsingar hvergi í tölvunni minni. Það snérist um einhver mörg D... DD2 og skrítin nöfn á ... alla vega eitthvað tæknilegt ofar vinnslugetunni á sellunum í kolli mínum. Mér finnst það vera vandamálið. Ég get ekki keypt vinnsluminni því ég kaupi örugglega ekki það rétta. Veit ekki hvaða möguleika eða hvort ég hef einhverja möguleika. Ég veit að það eru tvö laus port (kann að segja það :) fyrir vinnsluminni og annað er laust en í hinu sitja þessi 512. Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að það væri hægt að auka getuna upp í 2 GHz ... en þá verður að vera hægt að setja 1 GHz í hvort port. ... ein aukaspurning, skipti ég um sjálfur eða er þetta verkstæðisvinna ?



Skjámynd

Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Heliowin » Mið 28. Feb 2007 18:06

Þetta er ekki endilega verkstæðisvinna. Þú opnar með skrúfjárni þar sem vinnsluminnið á að vera samkvæmt handbókinni og bætir við vinnsluminnis kubbi sem er 333 MHz.

Fyrst þú ert að bæta við minni þá hljómar annar 512MB kubbur mjög vel en það er endilega ekki nauðsynlegt nema þú sért með heavy vinnslu í gangi eða sért með Windows Vista.

Edit: ég veit ekki hvort fartölvan styður 1GB kubb. Þú getur spurst fyrir eða farið með hana á verskstæði til að vera alveg viss. Það segir bara að hún styðji 64, 128, 256, og 512 MB kubba. Það að hún styðji max 2GB bendir þó til þess að hún styðji líka 1GB kubba en þetta er ég ekki viss um.

Edit2:Ég hef séð að módelið styðji 1GB kubba.




Höfundur
Lói
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Mið 28. Feb 2007 14:52
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Vinnsluminnið

Pósturaf Lói » Mið 28. Feb 2007 23:45

Takk fyrir góð svör.

En hvað með nöfnin á þessu. Ég gæti skilið þig þannig að ég geti farið út í búð og beðið bara um 333MHz vinnsluminni. Hvaða einingar eru þetta, þ.e. 512 MB sem er í leiðinni 333MHz? (Ekki útskýra ef það er langt mál)
Hvaða TEGUND af minni tekur hún? Er það ekki spurning um þessi D og DD sem ég spurði um?



Skjámynd

Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Heliowin » Fim 01. Mar 2007 01:10

Tegundin sem þú þarft er:

200-pin SODIMM
PC2700 DDR SDRAM.

Þú ert semsagt að leita að fartölvuminni sem er jafnvel sérstaklega framleitt fyrir DELL. Það sakar allavega ekki að biðja um minni sem passar fyrir DELL Inspiron. En ofannefnda minnis tegundin er allavega rétt.

PC2700 gengur á 333MHz eins og ég minntist á.

Ef þú bætir við 512MB kubbi þá ertu komin með 1GB og tölvan er fær í flestan sjó eða svo gott sem. Ef þú bætir í staðinn 1GB og ert komin með 1.5GB þá ertu svalur og mjög, mjög þung vinnsla gengur svo til snurðulaust eða hefur minni neikvæð áhrif á afkastagetu tölvunnar.

Hérna er annars leiðbeiningar fyrir minnis ísetninguna: http://www.oempcworld.com/support/Insta ... SODIMM.htm




Höfundur
Lói
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Mið 28. Feb 2007 14:52
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

vinnsluminnið

Pósturaf Lói » Fim 01. Mar 2007 07:32

Þetta kalla ég ofurservice ! 1000 þakkir

Þá fer ég bara að leita að skrúfjárni :D og finna þýsku-síðurnar. Nú veit ég að hverju ég er að leita.