Hvernig hafa MiTAC fartölvur reynst mönnum?


Höfundur
wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1293
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Reputation: 35
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Hvernig hafa MiTAC fartölvur reynst mönnum?

Pósturaf wICE_man » Mán 24. Júl 2006 14:50

Góðann daginn kæru vaktarar.

Eins og e.t.v. flestir hér vita þá er ég framkvæmdastjóri tölvubúllu sem kallast Kísildalur og er að mestu leiti ábyrgur fyrir vöruúrvalinu þar.

Í flestum tilvikum er hægt að meta gæði vara útfrá því sem maður les sér til um á netinu. Fartölvur eru þó erfiðari flokkur og er þar best að fara eftir reynslu notenda.

Því langar mig að kasta boltanum til ykkar vaktarar og falast eftir því hver reynsla manna hefur verið með þessar vélar og þá helst af fyrstu hendi en öll vitneskja er samt vel þegin.

Ég vil að menn haldi sig on-topic og mun beita stjórnendaréttindum mínum og eyða öllum svörum sem eru ekki málinu viðkomandi. Með því að svara þessum þræði telst viðkomandi hafa gengist við þessu fyrirkomulagi.

En jæja, látið nú ljós ykkar skýna :)


Tölvuverslunin Kísildalur, staðurinn þar sem nördin versla :)
...og btw þá er ég innvígður og innmúraður í Kísildal

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6486
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 312
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Mán 24. Júl 2006 15:34

Aahahahaha :D góður "samningur" hjá þér ;)

Annars..

Mitac hafa gegnum tíðina verðið með slæmt orð hér. Aðalega fyrir að vera með slæm kælikerfi, háværar viftur og frekar háa bilanatíðni. Ég hef ekkert heyrt af þeim reyndar í circa 2 ár, svo að ég veit ekkert hvernig staðan er hjá þeim í dag.


"Give what you can, take what you need."


hahallur
Staða: Ótengdur

Pósturaf hahallur » Mán 24. Júl 2006 17:48

Er Hugver ekki að selja þetta...

Annars mitt álit er að þú takir bara merki sem er með rosalega gott repp hjá almenningi s.s. Dell, IBM, HP ... ?

Eða máttu það ekki ?




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1794
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Pósturaf axyne » Mán 24. Júl 2006 18:06

Ég á mitac 7020, 600 mhz, og hefur hún ennst mér mjög vel, orðin 6 ára.

voru það ekki bara mitac vélarnar með P4 desktop örgjörvunum sem voru heitar, háværar og drasl ? þannig fékk mitac vont orð á sig.




Höfundur
wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1293
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Reputation: 35
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf wICE_man » Mán 24. Júl 2006 18:36

hahallur skrifaði:Er Hugver ekki að selja þetta...

Annars mitt álit er að þú takir bara merki sem er með rosalega gott repp hjá almenningi s.s. Dell, IBM, HP ... ?

Eða máttu það ekki ?


Við erum einmitt að spá í að taka þær í gegnum þá.

Samkvæmt nýlegri neytendakönnun PC-world var HP með háa bilanatíðni og Dell einungis í meðallagi, það er því ekki nauðsynlega sama-sem-merki á milli merkja og gæða, IBM/Lenovo komu hins vegar vel út en eru frekar dýrar tölvur m.v. útbúnað.

Það væri gaman að menn tali útfrá eigin reynslu eða einhvers sem þeir þekkja vel til.


Tölvuverslunin Kísildalur, staðurinn þar sem nördin versla :)

...og btw þá er ég innvígður og innmúraður í Kísildal


goldfinger
spjallið.is
Póstar: 466
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 10:06
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf goldfinger » Mán 24. Júl 2006 20:08

ég man nú eftir að hafa skoða mitac fyrir 2 árum þegar ég ætlaði að kaupa mér fartölvu en mér fannst bara eins og maður væri að fá nákvæmlega ekkert fyrir penginn miðað við margt annað.




valur
Fiktari
Póstar: 88
Skráði sig: Fös 25. Okt 2002 00:52
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf valur » Mán 24. Júl 2006 20:09

Ég átti 1.8ghz mitac dós í einn vetur og seldi hana síðan með gríðarlegum afföllum sumarið eftir. Hví? Því hún var þokkalega slök, æ hún gekk svosem ágætlega en viftan í henni var hreinilega skelfileg. Það mátti varla vera nokkur vinnsla og þá var bara eins og heimurinn væri að farast, svona var það frá upphafi. Ef ég fengi mér aftur fartölvu (not going to happen) myndi ég ekki fá mér Mitac og ég myndi ekki mæla með mitac við nokkurn mann.




Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1824
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Reputation: 8
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Snorrmund » Mán 24. Júl 2006 23:44

Systir mín á enn sína Mitac sem er 1.8 gíg P4 desktop örgjörvi, hún var keypt veturinn 2003 og er enn í "fullu" fjöri, engar bilanir nema eitt geisladrifið varð voða funky og varð sjálfstætt byrjaði að opnast á ótrúlegustu tímum, þeir hjá hugver held ég redduðu nýju ókeypis sem var dvd cdrw combo drif ;) svo fyrir svona ári byrjaði batteríið bara að endast í klukkutíma og núna nýlega dó það. Þegar hún keypti hana var hún á 130þús að ég held og var með 256 mb af innra minni en nú í dag er hún með 512mb ;) reyndist mér mjög vel þarsem hún var betri en tölvan hjá mömmu og pabba og maður spilaði oft CS í henni. Get ekkert slæmt sagt um hana hún var hávær í fyrstu en hugver skiptu út viftunni fyrir hljóðlátari.




hahallur
Staða: Ótengdur

Pósturaf hahallur » Þri 25. Júl 2006 21:53

Pabbi minn vinnur mikið í fiskvinnsluhúsum ... búin að rústa þónokkrum gsm símum og 2 fartölvum ...

Hann er með eina HP og eins IBM Lenovo núna ... þessi IBM tölva er flottasta vel sem ég hef augum litið ...

Örþunnt Titaninum case-ing mjög létt ... stýlhrein ... DuoCore 1.83 ghz X1400 1 gb minni....

IBM HP Asus er merkinn sem hann hefur verið með... Asus var klárlega langlélegast


... en jú mjög dýr IBM er dýrt ... u get what u pay for



Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Þri 25. Júl 2006 22:30

^ Afhverju í óskupunum fær hann sér ekki þá karlmennsku tölvu það kostar meira en ef hann er að skemma vélarnar þá er betra að eyða í þetta meira. Industrial tölvur gerðar fyrir hernað og byggingarvinnu.

Þetta eru Mitac vélar en síðan var einn annar framleiðandi sem gerir miklu svalari vélar og hægt að fá alvöru dekstop vél í kassa með LCD skjá inní.
http://www.getac.com/pages/home.html




TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf TechHead » Mið 26. Júl 2006 09:56

Mín reynsla af Mitac er úr tölvubúllu sem ég var að vinna í á verkstæði fyrir sirka 3 árum... þá var það bara aðallega ein undirtegund sem var að klikka.... Módel 8020 *Hrollur* það var allt að bila í þeirri vél. AC tengið fyrir supplyið í chassisinum flosnaði úr móbóinu undantekningarlaust eftir 3 mánuði, Viftan var hörmung (hönnunargalli sem leiddi til þess að gasið lak alltaf úr Heatsinkinu) og einnig var ansi algengt að skjálamirnar skekktust. Og allt þetta gerðist við eðlilega notkun.

Worst Bare Bone Ever!!

...En á seinasta CeBit kom ég við í básnum hjá þeim og var að spjalla við þá og þeir virðast vera búnir að komast i veg fyrir augljósa hönnunargalla meðal annars með því að ráða 2 topp verkfræðinga sem voru að vinna í þróunardeildinni hjá ECS.
Allavega litu þau barebone og vélar sem ég skoðaði út fyrir að vera mjög vel úthugsuð og "rugged".....

Eiga ekki allir framleiðendur sín "vandræðalegu product moment" :wink:

En ef ég væri að leyta mér að lappa í dag myndi ég svo sannarlega ekki útiloka þá
:D



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Pósturaf Daz » Fim 27. Júl 2006 15:55

Ég myndi í það minnsta ekki kaupa mér Mitac vél nema þeir hafi bætt kælikerfið sitt mikið frá því fyrir 2-3 árum síðan. Þvílík gríðarleg læti þegar viftan fór á annað borð í gang!
Annars velti ég því fyrir mér hvort ekki tapist eitthvað í endingu (build quality?) þegar um er að ræða svona barebone vélar sem 17 ára guttar setja saman á verkstæðinu hjá Tölvulistanum, svona miðað við vélar sem koma fullklárar frá framleiðanda.




arnifa
Nörd
Póstar: 105
Skráði sig: Þri 15. Feb 2005 00:14
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf arnifa » Sun 06. Ágú 2006 22:46

Ég er með mitac eitthvað fartölvu sem ég verslaði í fyrra af Hugver. Ég nota hana aðalega í skólann og hún hefur aldrei bilað hjá mér, aldrei nein vandamál eða neitt með hana. En hinsvegar á vinur minn IBM tölvu sem hann hættir ekki að kvarta yfir og pabbi á svo HP tölvu sem er alltaf að bila. Allavega myndi ég ráðleggja þeim sem eru að spá í fartölvu kaupum að versla sér frekar mitac vél heldur en eitthvað þekkt og sem á að vera öruggt merki.

EDIT. Og það heyrist ekkert í henni og kælingin er mjög góð.


P4 2.66GHz * 2x256mb 266mhz * ATi Radeon 9600XT 256mb


goldfinger
spjallið.is
Póstar: 466
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 10:06
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf goldfinger » Mán 07. Ágú 2006 00:52

Sumir lenda í veseni með ákveðna tegund, aðrir ekki, sumir hafa aldrei heyrt neitt nema gott um einhverja tegund og öfugt. Frekar erfitt að fara eftir einhverjum 10-15 svörum um hvað er best og hvað ekki.




Veit Ekki
Geek
Póstar: 808
Skráði sig: Þri 19. Apr 2005 22:05
Reputation: 0
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Pósturaf Veit Ekki » Mán 07. Ágú 2006 10:57

goldfinger skrifaði:Sumir lenda í veseni með ákveðna tegund, aðrir ekki, sumir hafa aldrei heyrt neitt nema gott um einhverja tegund og öfugt. Frekar erfitt að fara eftir einhverjum 10-15 svörum um hvað er best og hvað ekki.


Já, einmitt. Svo er það bara þannig með þessar tölvur að það lenda allir einhvern tímann í því að eitthvað bilar hjá þeim, t.d. á bróðir minn tölvu sem hann keypti á svona 10 þús. og hún hefur ekki bilað í 2 ár, kærastan hans keypti sér nýja tölvu á 150 þús. og hún bilaði mjög oft(IBM). Þessar tölvur eru svo tæknilegar að það þarf ekki mikið að klikka til að allt fari í fokk.

Allavega ef ég væri að fá mér fartölvu, þá myndi ég fá mér tölvu hjá þeim aðila sem er með besta verkstæðið og bestu þjónustuna.




ketta
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Þri 15. Ágú 2006 14:22
Reputation: 0
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

MITAC fartölvur?

Pósturaf ketta » Þri 15. Ágú 2006 14:34

Ég fékk Mitac fartölvu fyrir tveimur og hálfu ári. Innan hálfs árs var orðið vesen á henni, suð í henni í tíma og ótíma og rafmangsinntakið hætt að svara, batteríið strax orðið lélegt... u name it. Fyrir utan þessi vangefnu fokkings hljóð í helvítis viftunni. Hugver hefur ekki reynst okkur vel, hafa ekkert viljað fyrir okkur gera, hlógu að okkur þegar við báðum þá um að laga rafmangsinntakið svo tölvan tæki nú inn á sig rafmagn, sögðu að þetta væri "bleble" eitthvað voða tæknilegt orð sem þýddi: "við tökum enga ábyrgð á þessu aularnir ykkar" svo við settum hana í viðgerð hjá þeim fyrir fullt verð, ekki að það hafi skipt neinu máli, rafmagnsinntakið er ennþá svo viðkvæmt að tölvuhelvítið hertekur heilt borð þar sem ekki má hreyfa hana úr stað, né snerta snúruna, en nota bene, hún hættir oft að taka rafmagn inn á sig þótt ekki einu sinni sé hnerrað á snúruna, bara si svona sér maður að hún er farin að ganga á batteríinu, og þá slekkur hún bara á sér, því batteríið er ónýtt, kannski ekki von þegar maður má ekki snerta rafmagnssnúruna. Þegar hún er í vondu skapi þarf ekki það til að hún hætti að taka rafmagn inn á sig til að hún slökkvi á sér, án nokkurrar viðvörunar getur hún slökkt á sér, bara si svona. Ó og var ég búin að nefna það að skjárinn dettur líka út í tíma og ótíma? Já, það má ekki koma við hann lengur, því þá getur hann dottið út og það fer bara eftir skapi hversu marga daga það getur tekið að fá hann inn aftur. Við erum svo skíthrædd við að það gerist að henni er aldrei lokað lengur. Það gerir hana reiða. Öll þessi vandræði sem ég er að tala um hér, fyrir utan rafmagnsvesenið sem við fengum ekki bætt, byrjuðu liggur við í sömu vikunni og hún rann úr þessari lögbundnu tveggja ára ábyrgð. Eftir að hafa átt þetta skrapatól í tvö og hálft ár, og þykjumst við ansi hugrökk, erum við núna að leita okkur að alvöru tölvu, og ætlum að nota sleggjuna á þennan viðbjóð þegar ný tölva er komin inn á heimilið og aldrei að snerta þessa tegund aftur, né Hugver, með tíu metra stöng.
Og ég ætla að bæta við að við höfum sko ekkert verið að fara illa með þetta skrapatól, höfum mest notað hana á borði heimavið fyrir utan að hún fór stundum með okkur í skólann til að glósa. Samt er endingin svona léleg á henni.




Veit Ekki
Geek
Póstar: 808
Skráði sig: Þri 19. Apr 2005 22:05
Reputation: 0
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: MITAC fartölvur?

Pósturaf Veit Ekki » Þri 15. Ágú 2006 17:34

ketta skrifaði:Ég fékk Mitac fartölvu fyrir tveimur og hálfu ári. Innan hálfs árs var orðið vesen á henni, suð í henni í tíma og ótíma og rafmangsinntakið hætt að svara, batteríið strax orðið lélegt... u name it. Fyrir utan þessi vangefnu fokkings hljóð í helvítis viftunni. Hugver hefur ekki reynst okkur vel, hafa ekkert viljað fyrir okkur gera, hlógu að okkur þegar við báðum þá um að laga rafmangsinntakið svo tölvan tæki nú inn á sig rafmagn, sögðu að þetta væri "bleble" eitthvað voða tæknilegt orð sem þýddi: "við tökum enga ábyrgð á þessu aularnir ykkar" svo við settum hana í viðgerð hjá þeim fyrir fullt verð, ekki að það hafi skipt neinu máli, rafmagnsinntakið er ennþá svo viðkvæmt að tölvuhelvítið hertekur heilt borð þar sem ekki má hreyfa hana úr stað, né snerta snúruna, en nota bene, hún hættir oft að taka rafmagn inn á sig þótt ekki einu sinni sé hnerrað á snúruna, bara si svona sér maður að hún er farin að ganga á batteríinu, og þá slekkur hún bara á sér, því batteríið er ónýtt, kannski ekki von þegar maður má ekki snerta rafmagnssnúruna. Þegar hún er í vondu skapi þarf ekki það til að hún hætti að taka rafmagn inn á sig til að hún slökkvi á sér, án nokkurrar viðvörunar getur hún slökkt á sér, bara si svona. Ó og var ég búin að nefna það að skjárinn dettur líka út í tíma og ótíma? Já, það má ekki koma við hann lengur, því þá getur hann dottið út og það fer bara eftir skapi hversu marga daga það getur tekið að fá hann inn aftur. Við erum svo skíthrædd við að það gerist að henni er aldrei lokað lengur. Það gerir hana reiða. Öll þessi vandræði sem ég er að tala um hér, fyrir utan rafmagnsvesenið sem við fengum ekki bætt, byrjuðu liggur við í sömu vikunni og hún rann úr þessari lögbundnu tveggja ára ábyrgð. Eftir að hafa átt þetta skrapatól í tvö og hálft ár, og þykjumst við ansi hugrökk, erum við núna að leita okkur að alvöru tölvu, og ætlum að nota sleggjuna á þennan viðbjóð þegar ný tölva er komin inn á heimilið og aldrei að snerta þessa tegund aftur, né Hugver, með tíu metra stöng.
Og ég ætla að bæta við að við höfum sko ekkert verið að fara illa með þetta skrapatól, höfum mest notað hana á borði heimavið fyrir utan að hún fór stundum með okkur í skólann til að glósa. Samt er endingin svona léleg á henni.


Greinaskil gera lesturinn léttari. :P




HemmiR
Stjórnandi
Póstar: 421
Skráði sig: Fim 05. Maí 2005 23:05
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: MITAC fartölvur?

Pósturaf HemmiR » Þri 15. Ágú 2006 17:42

Veit Ekki skrifaði:
ketta skrifaði:Ég fékk Mitac fartölvu fyrir tveimur og hálfu ári. Innan hálfs árs var orðið vesen á henni, suð í henni í tíma og ótíma og rafmangsinntakið hætt að svara, batteríið strax orðið lélegt... u name it. Fyrir utan þessi vangefnu fokkings hljóð í helvítis viftunni. Hugver hefur ekki reynst okkur vel, hafa ekkert viljað fyrir okkur gera, hlógu að okkur þegar við báðum þá um að laga rafmangsinntakið svo tölvan tæki nú inn á sig rafmagn, sögðu að þetta væri "bleble" eitthvað voða tæknilegt orð sem þýddi: "við tökum enga ábyrgð á þessu aularnir ykkar" svo við settum hana í viðgerð hjá þeim fyrir fullt verð, ekki að það hafi skipt neinu máli, rafmagnsinntakið er ennþá svo viðkvæmt að tölvuhelvítið hertekur heilt borð þar sem ekki má hreyfa hana úr stað, né snerta snúruna, en nota bene, hún hættir oft að taka rafmagn inn á sig þótt ekki einu sinni sé hnerrað á snúruna, bara si svona sér maður að hún er farin að ganga á batteríinu, og þá slekkur hún bara á sér, því batteríið er ónýtt, kannski ekki von þegar maður má ekki snerta rafmagnssnúruna. Þegar hún er í vondu skapi þarf ekki það til að hún hætti að taka rafmagn inn á sig til að hún slökkvi á sér, án nokkurrar viðvörunar getur hún slökkt á sér, bara si svona. Ó og var ég búin að nefna það að skjárinn dettur líka út í tíma og ótíma? Já, það má ekki koma við hann lengur, því þá getur hann dottið út og það fer bara eftir skapi hversu marga daga það getur tekið að fá hann inn aftur. Við erum svo skíthrædd við að það gerist að henni er aldrei lokað lengur. Það gerir hana reiða. Öll þessi vandræði sem ég er að tala um hér, fyrir utan rafmagnsvesenið sem við fengum ekki bætt, byrjuðu liggur við í sömu vikunni og hún rann úr þessari lögbundnu tveggja ára ábyrgð. Eftir að hafa átt þetta skrapatól í tvö og hálft ár, og þykjumst við ansi hugrökk, erum við núna að leita okkur að alvöru tölvu, og ætlum að nota sleggjuna á þennan viðbjóð þegar ný tölva er komin inn á heimilið og aldrei að snerta þessa tegund aftur, né Hugver, með tíu metra stöng.
Og ég ætla að bæta við að við höfum sko ekkert verið að fara illa með þetta skrapatól, höfum mest notað hana á borði heimavið fyrir utan að hún fór stundum með okkur í skólann til að glósa. Samt er endingin svona léleg á henni.


Greinaskil gera lesturinn léttari. :P


já og ég nennti ekki að lesa þetta sem þessi félagi sagði þetta var bara ein runa ](*,)



Skjámynd

Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Heliowin » Þri 15. Ágú 2006 18:06

Það er allt í lagi að edita eftir á!




Guðinn í blóði þínu
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Mið 24. Maí 2006 08:17
Reputation: 0
Staðsetning: Miðgarður
Staða: Ótengdur

Pósturaf Guðinn í blóði þínu » Þri 22. Ágú 2006 18:15

TechHead skrifaði:Mín reynsla af Mitac er úr tölvubúllu sem ég var að vinna í á verkstæði fyrir sirka 3 árum... þá var það bara aðallega ein undirtegund sem var að klikka.... Módel 8020 *Hrollur* það var allt að bila í þeirri vél. AC tengið fyrir supplyið í chassisinum flosnaði úr móðurborðinu undantekningarlaust eftir 3 mánuð


Keypti mér MicTac 8080 (minnir mig að módelið hafi verið) og það var þetta nákvæmlega sama vandamál. Rafmagnsinntakið bilaði eftir u.þ.b. þrjá mánuði! Og þeir hjá Task.is gerðu við það í ábyrgð því þetta var þekktur framleiðslugalli... en svo gerðist það aftur... og aftur...
Svo losnaði líka harði diskurinn en þeir rukkuðu mig einhverja þúsund kalla fyrir að skrúfa hann aftur í :?
Svo drapst rafmagnsinntakið aftur og ég nennti bara ekki að standa í þessu lengur, hefði auðvitað bara átt að fá nýja tölvu: þessi var búinn að bila fjórum eða fimm sinnum í röð!

Núna er þessi tölva bara ofan í kassa og lyklaborðið er bilað í þokkabót.

Þannig að mín reynsla af MicTac er ekki góð. Keypti hana því hún var á hagstæðasta verðinu.




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Mið 23. Ágú 2006 07:04

Er það ekki þannig að ef sami hluturinn í fartölvunni er búinn að bila þrisvar þá getið þið krafist þess að fá nýja fartölvu ef það sama bilar í fjórða skiptið?