Síða 1 af 1

Afrita bara RAW skrár sem hafa framkallað JPG

Sent: Fös 04. Júl 2025 17:27
af falcon1
Málið er að mig langar til þess að taka dáldið til í myndasafninu eða réttara sagt búa til annað myndasafn sem inniheldur bara þær skrár sem hafa verið framkallaðar í JPG.
Þegar ég framkalla RAW þá sett ég JPG skrána í sér undirmöppu. Dæmi: RAW-myndir>JPG-unnar

Nú langar mig til þess að afrita bara RAW skrárnar sem eiga til unnar myndir í undirmöppunni en sleppa öllum hinum, er þetta hægt með einhverju forriti? Ég hef verið að nota Easy Robocopy til að gera backup hingað til.

Re: Afrita bara RAW skrár sem hafa framkallað JPG

Sent: Fös 04. Júl 2025 17:53
af rostungurinn77
Þú getur mögulega beðið gervigreindina um að sjóða saman handa þér skriftu til að keyra í powershell.

Þetta hljómar það sértækt að skrifta er líklegast eini kosturinn

Re: Afrita bara RAW skrár sem hafa framkallað JPG

Sent: Lau 05. Júl 2025 01:01
af falcon1
Wow, ég náði að búa til python skrá eftir spjall við ChatGPT sem allavega eftir test á litlum bút virðist virka fullkomlega fyrir það sem mig langaði til að gera. En hvort það virki að fara í gegnum næstum 10tb af myndaalbúmi á eftir að koma í ljós. :happy