ok skrifarinn hjá mér í einhverju fokki þannig að í fyrrinótt ákvað ég að prufa bara að smella ISO file-inum mínum í Daemon Tools 4 og prufa hvernig það kæmi út að install-a Vista 5270 bara með honum og það er hægt, rétt sá bara pínu í dag áður en ég þurfti að hlaupa út og mín fyrstu viðbrögð voru oj, en eitt Apple rip-off hjá Microsoft (þeir byrjuðu ekki með "gluggana") og þetta minnti mig bara á screen shots sem ég hef séð af OS-X.
Það tók mig bara 5 mínútur eftir vinnu til að vera slefandi yfir tölvunni minni og Vista er bara GEÐVEIKT svalt stýrikerfi og ég tek ofan fyrir rip-offinu (eins og ég hef alltaf sagt um apple vs windows, þetta er ekki stuldur heldur fullkomnun)
Hins vegar get ég ekki séð webcam á msn sem er mjög mikilvægt fyrir mig upp á krakkana mína sem búa í 400 km. fjarlægð þannig að ég verð að setja XP inn aftur nema ég nái að laga þetta
Ég er að tengjast webcam hjá öðrum en þegar það er búið og myndin á að sjást, þá komur bara "xxxxxxx has stopped viewing webcam with you" og þetta kemur alltaf
Einhverjar hugmyndir, vil ekki missa Vista aftur, get ekki beðið eftir final-num og þetta er alveg nógu stöðugt fyrir mig eins og er til þess að ég vilji nota það áfram
msn vandræði á Vista 5270 Beta2
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3079
- Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
- Reputation: 46
- Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
msn vandræði á Vista 5270 Beta2
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1702
- Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
- Reputation: 38
- Staða: Ótengdur
Re: msn vandræði á Vista 5270 Beta2
Það var reyndar Xerox sem bjó til fyrsta gluggakerfið og almennt viðurkennt að Apple og Microsoft hafi 'stolið' hugmyndinni þaðan.Beatmaster skrifaði:.. en eitt Apple rip-off hjá Microsoft (þeir byrjuðu ekki með "gluggana")
En ertu búinn að prófa að setja Messenger upp aftur? Þetta drasl er búið að vera í klessu hjá tengdó og allt í upplausn þar sem systir konunar er búsett í BNA og kvennfólk þarf helst að tala samann í minnst þrjár klst. á dag.. Anyroad.. náði í Messenger install frá MSN og gerði 'repair' og allt virkaði fínt eftir það.
Annars er Vista bara í beta útgáfu svo það er ekki gefið að allt virki sem skyldi
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3079
- Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
- Reputation: 46
- Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Birkir skrifaði:Bjóstu virkilega við einhverju öðru en gluggakerfi á Windows?
Höndlar vélin þín þetta alveg?
Ég á eftir að uppfæra undirskriftina mína, er að keyra Vista á 2.6 ghz P4 (Northwood HT), 512 mb OCZ Value series minni (2.5.4.4.8) (dragbíturinn, meira á leiðinni), Geforce fx5600 256 MB kort (sem er líklegast ástæðan fyrir því að þetta rúllar eins smooth og það gerir) pínu slow en þó ekki það mikið að það angri mig, sem er alveg magnað því að ég er óþolinmóðasti maður í heimi sem strauja tölvuna mína lágmark 1 sinni í mánuði og keyrir enga vírusvörn og var að fá mini XP útgáfu sem er 125 MB stripped útgáfa af XP pro, bara til þeiss eins að fá sem mesta performance í PC greyið mitt
Annars eru lágmarkskröfur Vista eftirfarandi (samkvæmt pro-networks
Modern CPU (AMD 3000+ or better, Intel Pentium @ 3 GHz or better, Opteron, or similar processor -- whether x86 or x64, single- or dual-core)
DirectX 9 capable Graphics Card or better (256 MB of on-card memory would be desirable)
1 GB of dual-channel DDR, single or dual-channel DDR2, or better
A good quality PSU, to ensure smooth power supply management for this demanding OS (if you have a DirectX 9 capable Graphics Card or better)
A recent flat screen monitor
Ég uppfylli engar af þessum kröfum nema varðandi skjákortið, þannig að þeir sem halda því fram að ekki þurfi stærri GPU en með 128 mb minni þurfa að fara að endurskoða afstðu sína
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3079
- Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
- Reputation: 46
- Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
halldor skrifaði:Ég vil benda fólki á að horfa á myndina 'The Pirates of Silicon Valley'. Snilldar mynd (frekar skrýtin samt) sem skýrir nokkurnvegin söguna um þetta, ekki að ég kunni hana eitthva, en samt...
Búinn að sjá þessa mynd og misminnti greinilega þaðan og vil biðja Apple afsökunar á að hafa haldið því fram að þeir hafi gert eitthvað gagn í tölvuheiminum
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.
Þessi minimum requirements eru tómt bull. Það eru engin final requirements komin fyrir Vista og koma ekki fyrr en rétt fyrir release því stór hluti af optimization ferlinu er eftir.
Vista var bara nýlega að komast í Feature Complete ástand (5270 er ekki feature complete) og er ekki búist við public beta útgáfu sem verður feature complete fyrr en í apríl.
Það er hins vegar að koma nýtt Vista drop núna í enda febrúar sem við beta testerarnir fáum. Sú útgáfa er þó aðallega ætluð fyrir fyrirtæki til þess að prófa mass-deployments innanhúss hjá sér an það er hins vegar búist við því að Sidebarinn verði loksins með í þeirri útgáfu . Sú útgáfa sem kemur í apríl verður meira "user-oriented" og vonandi feature complete.
5270 er heldur ekki Beta 2 og ekki einu sinni nálægt því heldur er þetta einungis pre-Beta 2. Það er ekki víst að það verði eiginlegt Beta 2 drop heldur verði CTP ætluð fyrirtækjum (febrúar) og annað ætlað almennum notendum (apríl) og síðan er búist fastlega við RC stuttu seinna.
Vista var bara nýlega að komast í Feature Complete ástand (5270 er ekki feature complete) og er ekki búist við public beta útgáfu sem verður feature complete fyrr en í apríl.
Það er hins vegar að koma nýtt Vista drop núna í enda febrúar sem við beta testerarnir fáum. Sú útgáfa er þó aðallega ætluð fyrir fyrirtæki til þess að prófa mass-deployments innanhúss hjá sér an það er hins vegar búist við því að Sidebarinn verði loksins með í þeirri útgáfu . Sú útgáfa sem kemur í apríl verður meira "user-oriented" og vonandi feature complete.
5270 er heldur ekki Beta 2 og ekki einu sinni nálægt því heldur er þetta einungis pre-Beta 2. Það er ekki víst að það verði eiginlegt Beta 2 drop heldur verði CTP ætluð fyrirtækjum (febrúar) og annað ætlað almennum notendum (apríl) og síðan er búist fastlega við RC stuttu seinna.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16560
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2134
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: msn vandræði á Vista 5270 Beta2
Beatmaster skrifaði:Hins vegar get ég ekki séð webcam á msn sem er mjög mikilvægt fyrir mig upp á krakkana mína sem búa í 400 km. fjarlægð þannig að ég verð að setja XP inn aftur nema ég nái að laga þetta
lol....krakkana þína? viðurkenndu það bara þú ert að klæmast á netinu...U PERV!!!
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3079
- Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
- Reputation: 46
- Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Stebet skrifaði:Þessi minimum requirements eru tómt bull. Það eru engin final requirements komin fyrir Vista og koma ekki fyrr en rétt fyrir release því stór hluti af optimization ferlinu er eftir.
Vista var bara nýlega að komast í Feature Complete ástand (5270 er ekki feature complete) og er ekki búist við public beta útgáfu sem verður feature complete fyrr en í apríl.
Það er hins vegar að koma nýtt Vista drop núna í enda febrúar sem við beta testerarnir fáum. Sú útgáfa er þó aðallega ætluð fyrir fyrirtæki til þess að prófa mass-deployments innanhúss hjá sér an það er hins vegar búist við því að Sidebarinn verði loksins með í þeirri útgáfu . Sú útgáfa sem kemur í apríl verður meira "user-oriented" og vonandi feature complete.
5270 er heldur ekki Beta 2 og ekki einu sinni nálægt því heldur er þetta einungis pre-Beta 2. Það er ekki víst að það verði eiginlegt Beta 2 drop heldur verði CTP ætluð fyrirtækjum (febrúar) og annað ætlað almennum notendum (apríl) og síðan er búist fastlega við RC stuttu seinna.
Takk innilega fyrir að senda inn þennann póst sem kenndi mér talsvert meira um Vista
beatmaster skrifaði:Annars eru lágmarkskröfur Vista eftirfarandi (samkvæmt [url=http://www.pro-networks.org/forum/forum-80.html&sid=05044f878b449b1a5a6bca50952069e1]pro-networks
[/url]
Setti inn url-ið til að þurfa ekki að útskíra að pro-networks er tölvunörda síða (ekki ósvipuð vaktinni) með 83280 meðlimum sem virðist aðallega vera byggð upp á að fjalla um Longhorn/Vista og Beta testing en nei nei ég treysti frekara einum íslenskum beta testara (sem er greinilega mjög stoltur sem slíkur) til að fræða mig um þetta stýrikerfi og takk fyrir alla hjálpina með að redda msn-inu hjá mér
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.
Beatmaster skrifaði:Setti inn url-ið til að þurfa ekki að útskíra að pro-networks er tölvunörda síða (ekki ósvipuð vaktinni) með 83280 meðlimum sem virðist aðallega vera byggð upp á að fjalla um Longhorn/Vista og Beta testing en nei nei ég treysti frekara einum íslenskum beta testara (sem er greinilega mjög stoltur sem slíkur) til að fræða mig um þetta stýrikerfi og takk fyrir alla hjálpina með að redda msn-inu hjá mér
Einu requirementin sem eru komin so far eru DX9 skjákort með held ég 64MB minni ef þú vilt fá Aero Glass (nýja gegnsæja UIið). Önnur requirements koma ekki fyrr en rétt fyrir release þegar optimization ferlinu lýkur
MSN reddingin er annað mál og gæti orðið erfitt þar sem um er að ræða Beta að sjálfsögðu . Hvernig Webcam er þetta og gastu installað drivernum fyrir það? Ég gat notað Creative Webcamið mitt með Vista 5231 en hef ekki prófað það á 5270.