Síða 1 af 1

Gögn sett á USB í mac, sjást ekki í pc

Sent: Þri 11. Mar 2025 19:50
af littli-Jake
Nafnið á þræðinum er kannski ekki gott en any way.

Vinur minn var að setja vidio fila á usb fyrir mig af fake Gopro vél. Þegar ég tengi lykilinn við vélina vill hún strax fara í að formatta lykilinn.

Einhverjar hugmyndir hvernig ég kemst í kringum þetta öðruvísi en að fá mér mac?

Re: Gögn sett á USB í mac, sjást ekki í pc

Sent: Þri 11. Mar 2025 19:55
af Opes
Þarft að komast að því hvort hann sé formattaður sem APFS eða HFS.

Hér er svo driver fyrir APFS:
https://www.paragon-software.com/us/home/apfs-windows/

Hér er svo driver fyrir HFS:
https://www.paragon-software.com/home/hfs-windows/

Re: Gögn sett á USB í mac, sjást ekki í pc

Sent: Þri 11. Mar 2025 20:05
af littli-Jake
Ég er ekki að sjá það í prop.
Gæinn talar um xfat sem á að virka milli kerfa

Re: Gögn sett á USB í mac, sjást ekki í pc

Sent: Þri 11. Mar 2025 20:32
af Opes
Mögulega annað partition á drifinu sem er að valda veseni.
Ef það er mögulegt að fá gögnin hjá aðilanum aftur, þá myndi ég strauja drifið í Windows og fá hann til að afrita gögnin aftur. Ef ekki þá myndi ég skoða þetta betur með með gparted.

Re: Gögn sett á USB í mac, sjást ekki í pc

Sent: Þri 11. Mar 2025 23:49
af olihar
Notaðu exFAT það virkar á milli Windows og MacOS.