Hvaða ad blocker virkar til að blokka auglýsingar á youtube?


Höfundur
jardel
Of mikill frítími
Póstar: 1804
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Hvaða ad blocker virkar til að blokka auglýsingar á youtube?

Pósturaf jardel » Lau 14. Des 2024 21:39

Fyrir t.d firefox i windows vél? Ég hef en ekki fundið neinn ad blocker sem virkar.




agnarkb
Tölvutryllir
Póstar: 677
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 121
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða ad blocker virkar til að blokka auglýsingar á youtube?

Pósturaf agnarkb » Lau 14. Des 2024 22:02

uBlock Origin


Leikjavél | ASRock X870E NOVA | 9800x3D | LF II 240| RTX 3090 | 32GB 6400MHz CL32 | RM850x | Fractal Design North
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic

Skjámynd

Blues-
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Þri 09. Maí 2006 01:16
Reputation: 18
Staðsetning: /usr/local
Staða: Tengdur

Re: Hvaða ad blocker virkar til að blokka auglýsingar á youtube?

Pósturaf Blues- » Lau 14. Des 2024 22:12





Höfundur
jardel
Of mikill frítími
Póstar: 1804
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða ad blocker virkar til að blokka auglýsingar á youtube?

Pósturaf jardel » Lau 14. Des 2024 22:28

Blues- skrifaði:Þessi svínvirkar á Firefox > https://mybrowseraddon.com/adblocker-for-youtube.html


Finn hvergi download linkinn




Höfundur
jardel
Of mikill frítími
Póstar: 1804
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða ad blocker virkar til að blokka auglýsingar á youtube?

Pósturaf jardel » Lau 14. Des 2024 22:39

agnarkb skrifaði:uBlock Origin


Magnað addon takk fyrir að benda mér á þetta.
Ég er að nota eina streymisþjónustu erlenda sem voru alltaf auglýsingar það er dottið út líka.
Síðast breytt af jardel á Lau 14. Des 2024 22:41, breytt samtals 1 sinni.




Tóti
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 386
Skráði sig: Fös 04. Jún 2004 23:52
Reputation: 36
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða ad blocker virkar til að blokka auglýsingar á youtube?

Pósturaf Tóti » Lau 14. Des 2024 22:40

Síðast breytt af Tóti á Lau 14. Des 2024 23:20, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

kornelius
Gúrú
Póstar: 588
Skráði sig: Þri 09. Jan 2018 09:15
Reputation: 128
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða ad blocker virkar til að blokka auglýsingar á youtube?

Pósturaf kornelius » Sun 15. Des 2024 00:54

AdGuard extension eina sem virkar fyrir mig.

K.



Skjámynd

Blues-
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Þri 09. Maí 2006 01:16
Reputation: 18
Staðsetning: /usr/local
Staða: Tengdur

Re: Hvaða ad blocker virkar til að blokka auglýsingar á youtube?

Pósturaf Blues- » Sun 15. Des 2024 01:09

jardel skrifaði:
Blues- skrifaði:Þessi svínvirkar á Firefox > https://mybrowseraddon.com/adblocker-for-youtube.html


Finn hvergi download linkinn



https://addons.mozilla.org/en-US/firefo ... r-youtube/



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3226
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 584
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða ad blocker virkar til að blokka auglýsingar á youtube?

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 15. Des 2024 08:11

jardel skrifaði:Fyrir t.d firefox i windows vél? Ég hef en ekki fundið neinn ad blocker sem virkar.

Ublock origin virkar fínt á fartölvum eða borðtölvum fyrir Youtube. Hins vegar ekki eins vel á snjalltækjum eða í sjónvarpi.
Youtube premium er alveg þess virði að mínu mati til að losna við auglýsingar. Getur þess vegna sett upp nýjan Google account og vpn tengst því landi sem er með hagkvæmustu Youtube Premium áskriftina ef þú vilt spara þér aurinn. TunnelBear "free" er ágætis VPN þjónusta sem væri hægt að nota í þetta.
Síðast breytt af Hjaltiatla á Sun 15. Des 2024 08:12, breytt samtals 1 sinni.


Just do IT
  √

Skjámynd

olihar
1+1=10
Póstar: 1183
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 282
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða ad blocker virkar til að blokka auglýsingar á youtube?

Pósturaf olihar » Sun 15. Des 2024 10:03

Allavegana búið að loka á YouTube Premium möguleikan í gegnum Argentínu. En holy shit, YouTube er hræðilegt án Premium, þvílíka magnið af Scam auglýsingum.

IMG_0765.jpeg
IMG_0765.jpeg (387.87 KiB) Skoðað 4198 sinnum




Viggi
FanBoy
Póstar: 782
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 124
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Hvaða ad blocker virkar til að blokka auglýsingar á youtube?

Pósturaf Viggi » Sun 15. Des 2024 10:13

Youtube vanced blokkar auglýsingar. Nota svo adguard extension á Firefox og dark reader svo allar síður eru í dark mode

https://youtubevanced.com/


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3226
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 584
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða ad blocker virkar til að blokka auglýsingar á youtube?

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 15. Des 2024 10:21

olihar skrifaði:Allavegana búið að loka á YouTube Premium möguleikan í gegnum Argentínu. En holy shit, YouTube er hræðilegt án Premium, þvílíka magnið af Scam auglýsingum.

IMG_0765.jpeg


Ég VPN tengdist á sínum tíma með Tunnelbear til Moldavíu og gat valið að greiða fyrir Ukraínu áskrift , borga 2,38 $ á mánuði og greiði með mínu korti fyrir Youtube premium áskrift.
Síðast breytt af Hjaltiatla á Sun 15. Des 2024 10:22, breytt samtals 1 sinni.


Just do IT
  √

Skjámynd

Kongurinn
Fiktari
Póstar: 70
Skráði sig: Þri 12. Des 2023 15:05
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða ad blocker virkar til að blokka auglýsingar á youtube?

Pósturaf Kongurinn » Sun 15. Des 2024 10:49

olihar skrifaði:Allavegana búið að loka á YouTube Premium möguleikan í gegnum Argentínu. En holy shit, YouTube er hræðilegt án Premium, þvílíka magnið af Scam auglýsingum.

IMG_0765.jpeg


Sama hér mitt rennur út eftir 10 daga, þarf að finna eitthverja leið til að halda áfram. Fólk hefur verið að tala um að VPNa til Indlands, createa apple ID þar og borga með giftcard í gegnum það. Einnig ukrainu etc.

Hérna eru linkar til að skoða

https://www.reddit.com/r/youtubepremium/
https://www.vpn-tools.com/youtube-cheaper/




Höfundur
jardel
Of mikill frítími
Póstar: 1804
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða ad blocker virkar til að blokka auglýsingar á youtube?

Pósturaf jardel » Sun 15. Des 2024 11:08

Svona er þetta hjá mér.
Ég var með þetta í gegnum Tyrkland. Nú er það ekki hægt lengur.

Screenshot_20241215_105618_Gmail.jpg
Screenshot_20241215_105618_Gmail.jpg (248.94 KiB) Skoðað 4152 sinnum



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 777
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 191
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða ad blocker virkar til að blokka auglýsingar á youtube?

Pósturaf russi » Sun 15. Des 2024 17:58

Þetta er svo grillað format með YouTube Premium ef maður kafar ofan í þetta, þú ert að borga fyrir það til sleppa auglýsingum frá þjónustuveitu sem gerir ekkert content sjálft, heldur treystir á aðra. Borgar í þokkabót margfalt miðað hvaða auglýsingartekjur þú sem notandi skapar.
Þetta er alltof dýrt að mínu mati fyrir þetta format.
En djöfull eru samt auglýsingarnar þarna orðnar vel þreyttar og truflandi, líklega er það gert með 100% vilja til að ýta fólki yfir




ABss
Nörd
Póstar: 145
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 11:08
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða ad blocker virkar til að blokka auglýsingar á youtube?

Pósturaf ABss » Sun 15. Des 2024 19:28

Youtube-dl og Plex ftw




Höfundur
jardel
Of mikill frítími
Póstar: 1804
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða ad blocker virkar til að blokka auglýsingar á youtube?

Pósturaf jardel » Sun 15. Des 2024 20:02

Er eina leiðin fyrir android youtube revanced eða eru til einhverjir blockerar þar fyrir appið sjálft?




Hausinn
FanBoy
Póstar: 734
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 166
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða ad blocker virkar til að blokka auglýsingar á youtube?

Pósturaf Hausinn » Sun 15. Des 2024 20:19

jardel skrifaði:Er eina leiðin fyrir android youtube revanced eða eru til einhverjir blockerar þar fyrir appið sjálft?

Firefox er til fyrir Android og uBlock Origin virkar fínt á því í minni reynslu.




Televisionary
FanBoy
Póstar: 735
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 136
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða ad blocker virkar til að blokka auglýsingar á youtube?

Pósturaf Televisionary » Mán 16. Des 2024 00:02

Ég skil ekki þessar pælingar. Hér er mannskapur á spjalborðinu sem flexar vélbúnaði sem kostar skildinginn. Það allra flottasta oft á tíðum. Bögglist bara til að borga uppsett verð á ykkar markaðssvæði.

Youtube klikkar nánast aldrei í notkun svo ég muni. Infrastrúktúrinn sem þarf fyrir þetta er mjög frekur á bandvídd og gagnageymslu.

Það getur hvaða bjáni sem er sett inn þarna efni og því sem næst hægt að stóla á að þetta efni verði þarna til eilífðar.

Ég í það minnsta sé ekki eftir einni einustu krónu sem fer í þetta. Hættið þessu væli, bara að borga og brosa.



Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3859
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 267
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða ad blocker virkar til að blokka auglýsingar á youtube?

Pósturaf Tiger » Mán 16. Des 2024 00:18

Televisionary skrifaði:Ég skil ekki þessar pælingar. Hér er mannskapur á spjalborðinu sem flexar vélbúnaði sem kostar skildinginn. Það allra flottasta oft á tíðum. Bögglist bara til að borga uppsett verð á ykkar markaðssvæði.

Youtube klikkar nánast aldrei í notkun svo ég muni. Infrastrúktúrinn sem þarf fyrir þetta er mjög frekur á bandvídd og gagnageymslu.

Það getur hvaða bjáni sem er sett inn þarna efni og því sem næst hægt að stóla á að þetta efni verði þarna til eilífðar.

Ég í það minnsta sé ekki eftir einni einustu krónu sem fer í þetta. Hættið þessu væli, bara að borga og brosa.


Sammála að flestu leiti, ég er ekki það mikið að youtubast að hef séð þörf á því, en um leið og family áskrift verður í boði á íslandi, þá mun ég fara í þetta og greiða bara. Ömurlegt að hún sé ekki í boði hérna.

Við erum í hópi góðra landa þarna....
Screenshot 2024-12-16 at 00.28.29.png
Screenshot 2024-12-16 at 00.28.29.png (23.1 KiB) Skoðað 3917 sinnum
Síðast breytt af Tiger á Mán 16. Des 2024 00:29, breytt samtals 1 sinni.




Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 655
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 96
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða ad blocker virkar til að blokka auglýsingar á youtube?

Pósturaf Manager1 » Mán 16. Des 2024 01:16

Ég nota Youtube það mikið að ég sé ekki eftir krónu(centi) af þessum 12 evrum sem ég borga fyrir Premium.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2714
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 507
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða ad blocker virkar til að blokka auglýsingar á youtube?

Pósturaf Moldvarpan » Mán 16. Des 2024 08:28

Ég er hættur að nenna eltast við að fara krókaleiðir til að spara þúsundkall eða eitthvað álíka.

Bara borga þetta gjald, fyrir aðgang að þessu platformi án auglýsinga.

Finnst hinsvegar Netflix Premium þjónustan vera orðin soldið dýr.
Síðast breytt af Moldvarpan á Mán 16. Des 2024 08:28, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Hauxon
spjallið.is
Póstar: 438
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða ad blocker virkar til að blokka auglýsingar á youtube?

Pósturaf Hauxon » Mán 16. Des 2024 08:35

Sem grúskari og nörd að eðlisfari þá borga ég með glöðu geði fyrir YouTube Premium. YouTube er himnasending fyrir DIY fólk og frábært platform til að miðla reynslu og þekkingu. Eitt af því fáa sem mér finnst í raun peningana virði að borga fyrir á netinu.




TheAdder
Geek
Póstar: 874
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 245
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða ad blocker virkar til að blokka auglýsingar á youtube?

Pósturaf TheAdder » Mán 16. Des 2024 10:17

Hauxon skrifaði:Sem grúskari og nörd að eðlisfari þá borga ég með glöðu geði fyrir YouTube Premium. YouTube er himnasending fyrir DIY fólk og frábært platform til að miðla reynslu og þekkingu. Eitt af því fáa sem mér finnst í raun peningana virði að borga fyrir á netinu.

Ef að YouTube Premium virkaði 100%, þá myndi ég glaður borga fyrir það. En þegar mikið eða mest af þeim myndböndum sem ég horfi á, innihalda "sponsored segment" auglýsingar, í byrjun, enda, og jafnvel í miðju myndbandi, þá á ég erfitt með að sjá hvers vegna ég ætti að borga fyrir að gera YouTube "auglýsinafrítt", þegar það gerir það klárlega ekki.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

Hauxon
spjallið.is
Póstar: 438
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða ad blocker virkar til að blokka auglýsingar á youtube?

Pósturaf Hauxon » Mán 16. Des 2024 13:28

TheAdder skrifaði:
Hauxon skrifaði:Sem grúskari og nörd að eðlisfari þá borga ég með glöðu geði fyrir YouTube Premium. YouTube er himnasending fyrir DIY fólk og frábært platform til að miðla reynslu og þekkingu. Eitt af því fáa sem mér finnst í raun peningana virði að borga fyrir á netinu.

Ef að YouTube Premium virkaði 100%, þá myndi ég glaður borga fyrir það. En þegar mikið eða mest af þeim myndböndum sem ég horfi á, innihalda "sponsored segment" auglýsingar, í byrjun, enda, og jafnvel í miðju myndbandi, þá á ég erfitt með að sjá hvers vegna ég ætti að borga fyrir að gera YouTube "auglýsinafrítt", þegar það gerir það klárlega ekki.


Þar sem ég er mikið að skoða þessa dagana eru DIY hljómtæki, lampamagnarar, hátalarasmíði, sérstaklega vintage dót. Það er undantekning ef eitthvað er sponsað og þá hefur viðkomandi kannski fengið eitthvað að láni og það liggur oftast ljóst fyrir. Oft bara gamlir kallar með míkrófón og webcam að spjalla um áhugamálin. ..Svo er auðvitað kommercial vörukynningar á ýmsum búnaði sem er annar handleggur.
Síðast breytt af Hauxon á Mán 16. Des 2024 13:30, breytt samtals 2 sinnum.