Er föst ip tala á gagnakorti hjá Símanum?
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 61
- Skráði sig: Þri 12. Des 2006 10:28
- Reputation: 2
- Staðsetning: Kópavogur
- Staða: Ótengdur
Er föst ip tala á gagnakorti hjá Símanum?
Sælir. Ég er að pæla í að setja upp 4G router í sumarbústaðnum og vera með Home Assistant server keyrandi þar. Það sem ég er að pæla er hvort maður fá sér ip tölu á gagnakorti frá símanum? Þá er ég ekki að meina "fasta" ip tölu heldur dýnamiska ip tölu sem er samt föst fyrir routerinn en ekki svona public ip sem er samnýtt með öllum notendum og virkar ekki fyrir útvær samskipti. Einhver sem hefur gert svona eða þekkir þetta?
Re: Er föst ip tala á gagnakorti hjá Símanum?
kbg skrifaði:Sælir. Ég er að pæla í að setja upp 4G router í sumarbústaðnum og vera með Home Assistant server keyrandi þar. Það sem ég er að pæla er hvort maður fá sér ip tölu á gagnakorti frá símanum? Þá er ég ekki að meina "fasta" ip tölu heldur dýnamiska ip tölu sem er samt föst fyrir routerinn en ekki svona public ip sem er samnýtt með öllum notendum og virkar ekki fyrir útvær samskipti. Einhver sem hefur gert svona eða þekkir þetta?
Sæll, nema þú biðjir sérstaklega um fasta ip tölu hjá þeim, þá eru gagnakortin bak við CGNAT, ein útvær deild milli notenda.
NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 61
- Skráði sig: Þri 12. Des 2006 10:28
- Reputation: 2
- Staðsetning: Kópavogur
- Staða: Ótengdur
Re: Er föst ip tala á gagnakorti hjá Símanum?
TheAdder skrifaði:Sæll, nema þú biðjir sérstaklega um fasta ip tölu hjá þeim, þá eru gagnakortin bak við CGNAT, ein útvær deild milli notenda.
Ok ég var hræddur um það. Ég veit maður getur borgað fyrir fasta ip tölu en þetta er ekki svo merkilegur server að maður þurfi þess alveg nóg að vera með DDNS. Spurning hvort það sé hægt að opta-out úr CGNAT og vera DDNS?
En hvernig er með IPv6? Einhver möguleiki á að nota það með svona gagnakorti?
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 348
- Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
- Reputation: 118
- Staða: Ótengdur
Re: Er föst ip tala á gagnakorti hjá Símanum?
Myndi bara nota DDNS ef þetta er ekki crucial fyrir þig, veit ekki til þess að neinn sé að bjóða uppá ipv6 á mobile á íslandi.
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 61
- Skráði sig: Þri 12. Des 2006 10:28
- Reputation: 2
- Staðsetning: Kópavogur
- Staða: Ótengdur
Re: Er föst ip tala á gagnakorti hjá Símanum?
oliuntitled skrifaði:Myndi bara nota DDNS ef þetta er ekki crucial fyrir þig, veit ekki til þess að neinn sé að bjóða uppá ipv6 á mobile á íslandi.
En vandamálið eins og ég skil það er að CGNAT sem er á mobile virkar ekki með DDNS þar sem allir eru með sama public ip NAT-tað hjá ISP. Þannig að ég verð líklega að fá fasta ip tölu eða sýnist líka að ég gæti hugsanlega notað Nabu Casa cloud service sem er einhverskonar reverse proxy tunnel fyrir Home Assistant.
Re: Er föst ip tala á gagnakorti hjá Símanum?
Er ekki Nova með v6 á 4g+? Minnir ég hafi heyrt það á sínum tíma.
-
- FanBoy
- Póstar: 764
- Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
- Reputation: 179
- Staðsetning: Terran Empire
- Staða: Ótengdur
Re: Er föst ip tala á gagnakorti hjá Símanum?
Fyrst þú ert að gera þetta fyrir Home Assistant þá ættiru að skoða Cloud Flare Tunnel, þarf samt að eiga domain fyrir það. Það er frítt og mjög þægilegt í notkun og uppsetningu
Re: Er föst ip tala á gagnakorti hjá Símanum?
Einfaldasta lausnin er örugglega að borga mánaðargjaldið hjá Nabu Casa og eiga samskiptin þar.
Annars geturðu nýtt þér þjónustur eins og Zerotier eða Tailscale til að eiga samskiptin í gegnum VPN.
Ég hef góða reynslu af því fyrir sumarbústaðarnet.
Annars geturðu nýtt þér þjónustur eins og Zerotier eða Tailscale til að eiga samskiptin í gegnum VPN.
Ég hef góða reynslu af því fyrir sumarbústaðarnet.
Re: Er föst ip tala á gagnakorti hjá Símanum?
Ég var að skoða nákvæmlega það sama hjá mér og ætla að fara í Cloud Flare Tunnel lausnina, hún er frí og leysir þetta.
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 61
- Skráði sig: Þri 12. Des 2006 10:28
- Reputation: 2
- Staðsetning: Kópavogur
- Staða: Ótengdur
Re: Er föst ip tala á gagnakorti hjá Símanum?
Jæja fékk mér loks gagnakort og fór að setja upp og prófa og þessi kort eru auðvitað CGNAT.
Eftir miklar pælingar ákvað ég að fara bara alla leið í þessu og setja bara upp minn eigin VPN reverse tunnel þar sem ég er þegar með server keyrandi heima á ljósleiðara. Tókst að setja upp Wireguard með þessum leiðbeiningum:
https://whynot.guide/posts/notes/wiregu ... tunneling/
Svo með nginx get ég reverse proxy hvaða þjónustur sem ég vill. Sýnist þetta bara virka sem alger snilld.
Eftir miklar pælingar ákvað ég að fara bara alla leið í þessu og setja bara upp minn eigin VPN reverse tunnel þar sem ég er þegar með server keyrandi heima á ljósleiðara. Tókst að setja upp Wireguard með þessum leiðbeiningum:
https://whynot.guide/posts/notes/wiregu ... tunneling/
Svo með nginx get ég reverse proxy hvaða þjónustur sem ég vill. Sýnist þetta bara virka sem alger snilld.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 664
- Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
- Reputation: 61
- Staðsetning: 107
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Er föst ip tala á gagnakorti hjá Símanum?
thorhs skrifaði:Er ekki Nova með v6 á 4g+? Minnir ég hafi heyrt það á sínum tíma.
Nova er jú með IPv6 á mobile.
Mkay.
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 61
- Skráði sig: Þri 12. Des 2006 10:28
- Reputation: 2
- Staðsetning: Kópavogur
- Staða: Ótengdur
Re: Er föst ip tala á gagnakorti hjá Símanum?
natti skrifaði:thorhs skrifaði:Er ekki Nova með v6 á 4g+? Minnir ég hafi heyrt það á sínum tíma.
Nova er jú með IPv6 á mobile.
Það er vel gert hjá Nova en hvernig stendur annars á því að það er enginn stuðningur við IPv6 hjá hinum stóru fjarskiptafyrirtækjunum? Það er fyrir löngu kominn IPv6 stuðningur í alla routera, tölvur og stýrikerfi fyrir löngu síðan.