Síða 1 af 1

Aldrei kaupa stafrænt leyfi ef hægt er að forðast það

Sent: Fim 17. Okt 2024 01:36
af jonfr1900
Ég komst að því í gær að það er ekki góð hugmynd að kaupa stafrænt leyfi frá Microsoft. Ég prófaði að setja upp Windows 10 Home sem ég átti í VirtualBox og það virkaði og varð "activated". Ég á einnig Windows 10 Pro leyfi sem ég keypti í gegnum Microsoft Store þar sem það var aðeins ódýrara. Ég virðist hinsvegar ekki geta notað það, þar sem það er ekki nein leið fyrir mig að setja það upp og það tengist auðvitað ekki inn á sýndartölvuna og ég athugaði vel og vandlega og það er ekki nein leið fyrir mig að nota þetta leyfi. Þó svo að það sé tengt inná Microsoft aðganginn minn. Ástæðan er auðvitað sú að ég er ekki neinn leyfislykil til þess að setja inn.

Ég get uppfært Windows 10 Home upp í Windows 11 Home en ég ætla ekki að gera það. Þessi uppsetning hjá mér er föst á Windows 10 Home og verður þar bara.

Það sem lærist af þessu er að kaupa ekki stafræna leyfi að hugbúnaði. Það er ekki víst að það sé hægt að nota þá í framtíðinni. Ég ætla að uppfæra ferðatölvuna mína upp í Windows 11 Pro og ég mun bara kaupa venjulegt leyfi til þess með lykli og setja það þannig upp.

Re: Aldrei kaupa stafrænt leyfi ef hægt er að forðast það

Sent: Fim 17. Okt 2024 07:06
af KaldiBoi
*Kinguin entered the chat*

Re: Aldrei kaupa stafrænt leyfi ef hægt er að forðast það

Sent: Fim 17. Okt 2024 07:07
af Hausinn
*massgravel entered the chat*

Re: Aldrei kaupa stafrænt leyfi ef hægt er að forðast það

Sent: Fim 17. Okt 2024 07:35
af halipuz1
Ég keypti einu sinni W10 Pro og það tengdist bara við Microsoft accountinn minn, set for life. En margir á móti því að nota microsoft account, veit ekki afhverju....

Re: Aldrei kaupa stafrænt leyfi ef hægt er að forðast það

Sent: Fim 17. Okt 2024 08:27
af jonfr1900
halipuz1 skrifaði:Ég keypti einu sinni W10 Pro og það tengdist bara við Microsoft accountinn minn, set for life. En margir á móti því að nota microsoft account, veit ekki afhverju....


Það er hægt að bjarga þessu ef maður er með lykilinn sem fylgir geiskadiskum eða usb uppsetningum. Ég fékk bara kvittun um að ég hafði greitt fyrir Windows 10 Pro þegar ég uppfærði úr Windows 10 Home í Pro og fékk engan lykil. Leyfið er bundið við móðurborð sem er löngu orðið lélegt (ég setti það á notaða markaðinn á Hvammstanga) og komið úr notkun hjá mér.

Ef maður er með Windows lykilinn. Þá er nefnilega hægt að færa uppsetningar á milli móðurborða.

Re: Aldrei kaupa stafrænt leyfi ef hægt er að forðast það

Sent: Fim 17. Okt 2024 08:58
af KaldiBoi
jonfr1900 skrifaði:
halipuz1 skrifaði:Ég keypti einu sinni W10 Pro og það tengdist bara við Microsoft accountinn minn, set for life. En margir á móti því að nota microsoft account, veit ekki afhverju....


Það er hægt að bjarga þessu ef maður er með lykilinn sem fylgir geiskadiskum eða usb uppsetningum. Ég fékk bara kvittun um að ég hafði greitt fyrir Windows 10 Pro þegar ég uppfærði úr Windows 10 Home í Pro og fékk engan lykil. Leyfið er bundið við móðurborð sem er löngu orðið lélegt (ég setti það á notaða markaðinn á Hvammstanga) og komið úr notkun hjá mér.

Ef maður er með Windows lykilinn. Þá er nefnilega hægt að færa uppsetningar á milli móðurborða.


Áttu þá við að þú þurfir að kaupa nýjan lykil fyrir næstu vél sem þau kaupir?
Hvað ef þú flashar BIOS og diskana, lost money?

Re: Aldrei kaupa stafrænt leyfi ef hægt er að forðast það

Sent: Fim 17. Okt 2024 09:20
af jonfr1900
KaldiBoi skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:
halipuz1 skrifaði:Ég keypti einu sinni W10 Pro og það tengdist bara við Microsoft accountinn minn, set for life. En margir á móti því að nota microsoft account, veit ekki afhverju....


Það er hægt að bjarga þessu ef maður er með lykilinn sem fylgir geiskadiskum eða usb uppsetningum. Ég fékk bara kvittun um að ég hafði greitt fyrir Windows 10 Pro þegar ég uppfærði úr Windows 10 Home í Pro og fékk engan lykil. Leyfið er bundið við móðurborð sem er löngu orðið lélegt (ég setti það á notaða markaðinn á Hvammstanga) og komið úr notkun hjá mér.

Ef maður er með Windows lykilinn. Þá er nefnilega hægt að færa uppsetningar á milli móðurborða.


Áttu þá við að þú þurfir að kaupa nýjan lykil fyrir næstu vél sem þau kaupir?
Hvað ef þú flashar BIOS og diskana, lost money?


Ef maður kaupir nýtt móðurborð, vegna þess að það gamla eyðilagðist. Þá er hægt að færa Windows á milli og þarf ekki að kaupa nýtt leyfi. Það virðist ekki vera hægt ef maður kaupir í gegnum Microsoft Store á internetinu. Það að uppfæra BIOS eða breyta hörðum diskum skiptir Windows engu. Þar sem þeir virðast nota eitthvað raðnúmer sem er í móðurborðinu og breytist ekki.

Re: Aldrei kaupa stafrænt leyfi ef hægt er að forðast það

Sent: Fim 17. Okt 2024 10:31
af olihar
Windows virkar nánast fullkomlega án þess að vera með license, sem er fínt þegar þú ert að setja upp sýndarvélar.

Hvað gerist ef þú setur

"wmic path softwarelicensingservice get OA3xOriginalProductKey"

Inn í CMD?



Supports all versions of Windows that you bought from the Microsoft Store
If you buy a Windows 11/10 license from Microsoft Store, your copy of key stores on the Microsoft account. Follow the steps:
Log in to the Microsoft Store > Downloads > Product Keys > Subscription > Digital Content
Microsoft also sends you the product key in the confirmation email. You can check your mailbox. If you already delete it, check your junk mail folder or try another way to get the product key.


Re: Aldrei kaupa stafrænt leyfi ef hægt er að forðast það

Sent: Fim 17. Okt 2024 11:00
af nidur
Það er hægt að færa úr home yfir í pro í cmd ef þú vilt það, gætir þá hugsanlega virkjað hinn lykilinn.

Gætir leitað að einhverju eins og þessu til að fá leiðbeiningar."change windows home to pro command line"

Svo var hægt að hringja inn til að færa leyfið á milli móðurborða.

Re: Aldrei kaupa stafrænt leyfi ef hægt er að forðast það

Sent: Fim 17. Okt 2024 15:23
af jonfr1900
olihar skrifaði:Windows virkar nánast fullkomlega án þess að vera með license, sem er fínt þegar þú ert að setja upp sýndarvélar.

Hvað gerist ef þú setur

"wmic path softwarelicensingservice get OA3xOriginalProductKey"

Inn í CMD?



Supports all versions of Windows that you bought from the Microsoft Store
If you buy a Windows 11/10 license from Microsoft Store, your copy of key stores on the Microsoft account. Follow the steps:
Log in to the Microsoft Store > Downloads > Product Keys > Subscription > Digital Content
Microsoft also sends you the product key in the confirmation email. You can check your mailbox. If you already delete it, check your junk mail folder or try another way to get the product key.



Ég fékk bara að þetta væri invalid query eða bara endurtekningu á síðasta hluta skipunarinnar.

Microsoft Store > Downloads > Product Keys > Subscription > Digital Content


Það er að sjá að Microsoft sé búið að fjarlægja þetta. Ég ákvað að senda feedback á Microsoft með þetta en ég reikna ekki með að nokkuð gerist í þessu. Síðan vill Microsoft fara að uppfæra Windows 10 Home í Windows 11 Home í sýndartölvunni hjá mér. Ég stöðva það eins lengi og hægt er.

Re: Aldrei kaupa stafrænt leyfi ef hægt er að forðast það

Sent: Fim 17. Okt 2024 15:24
af jonfr1900
nidur skrifaði:Það er hægt að færa úr home yfir í pro í cmd ef þú vilt það, gætir þá hugsanlega virkjað hinn lykilinn.

Gætir leitað að einhverju eins og þessu til að fá leiðbeiningar."change windows home to pro command line"

Svo var hægt að hringja inn til að færa leyfið á milli móðurborða.


Það er hægt ef maður er með lykilinn en ég held að það sé ekki hægt í þessu tilfelli.

Re: Aldrei kaupa stafrænt leyfi ef hægt er að forðast það

Sent: Fim 17. Okt 2024 16:46
af olihar
En ef þú opnar RegEdit og ferð í

Computer\HKEY_LOCAL_MACHINE\SOFTWARE\Microsoft\Windows NT\CurrentVersion\SoftwareProtectionPlatform

Þar á að vera eitthvað sem heitir BackupProductKeyDefault

Ég sé product lykilinn minn þar. Sést þarna að minn byrjar á VK7

Screenshot 2024-10-17 164534.png
Screenshot 2024-10-17 164534.png (23.19 KiB) Skoðað 1165 sinnum

Re: Aldrei kaupa stafrænt leyfi ef hægt er að forðast það

Sent: Fim 17. Okt 2024 17:13
af jonfr1900
olihar skrifaði:En ef þú opnar RegEdit og ferð í

Computer\HKEY_LOCAL_MACHINE\SOFTWARE\Microsoft\Windows NT\CurrentVersion\SoftwareProtectionPlatform

Þar á að vera eitthvað sem heitir BackupProductKeyDefault

Ég sé product lykilinn minn þar. Sést þarna að minn byrjar á VK7

Screenshot 2024-10-17 164534.png


Það væri voðalega þægilegt ef ég gæti þetta en þetta er leyfi sem var notað á tölvu sem er löngu kominn úr notkun og fór á notaðan markað í sumar. Það er vandamálið og Microsoft er ekki með neina leið fyrir mig til þess að nota þetta leyfi þar sem ég fékk ekki neinn lykil frá þeim við kaupin.

Re: Aldrei kaupa stafrænt leyfi ef hægt er að forðast það

Sent: Fim 17. Okt 2024 17:15
af olihar
En lykilinn sem þú keyptir var bara fyrir þá tölvu ekki satt. Lyklar sem þú mátt færa eru mikið dýrari.

S.s. Lykilinn sem þú keyptir er núna staðsettur inn í BIOS á móðurborðinu sem þú seldir.

Re: Aldrei kaupa stafrænt leyfi ef hægt er að forðast það

Sent: Fim 17. Okt 2024 17:28
af jonfr1900
olihar skrifaði:En lykilinn sem þú keyptir var bara fyrir þá tölvu ekki satt. Lyklar sem þú mátt færa eru mikið dýrari.

S.s. Lykilinn sem þú keyptir er núna staðsettur inn í BIOS á móðurborðinu sem þú seldir.


Þetta var uppfærslulykill og þetta var ekki OEM uppsetning. Þetta var upgrade, frá Home og yfir í Pro sem er önnur útgáfa. Upgrade útgáfur eru færanlegar á milli móðurborða skilst mér.

Þetta er bara sýndartölva sem ég er núna að keyra Windows 10 Home á og þar sem ég get ekki notað þessa uppfærslu á Windows 10 Home upp í Pro. Þá verður Windows 10 Home bara þar (eða þangað til að Microsoft treður Windows 11 Home uppfærslu inn í sýndartölvuna).

Ég ætla hinsvegar aldrei að kaupa Windows uppfærslu þarna aftur. Það er miklu betra að kaupa dvd disk eða usb lykil og nota það. Þá fæst lykill með sem er öruggara en það sem er keypt í gegnum Microsoft Store.

Re: Aldrei kaupa stafrænt leyfi ef hægt er að forðast það

Sent: Fim 17. Okt 2024 17:31
af olihar
En spyr þá aftur, upgrade-ið hlýtur að hafa farið með móðurborðinu sem þú seldir. Getur því ekki notað það aftur og aftur Á öðrum tölvum.

Re: Aldrei kaupa stafrænt leyfi ef hægt er að forðast það

Sent: Fim 17. Okt 2024 17:59
af Nariur
jonfr1900 skrifaði:
olihar skrifaði: Síðan vill Microsoft fara að uppfæra Windows 10 Home í Windows 11 Home í sýndartölvunni hjá mér. Ég stöðva það eins lengi og hægt er.


Þú veist að það er minna en ár eftir af lífi Windows 10, er það ekki?

Re: Aldrei kaupa stafrænt leyfi ef hægt er að forðast það

Sent: Fim 17. Okt 2024 23:13
af jonfr1900
Nariur skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:
olihar skrifaði: Síðan vill Microsoft fara að uppfæra Windows 10 Home í Windows 11 Home í sýndartölvunni hjá mér. Ég stöðva það eins lengi og hægt er.


Þú veist að það er minna en ár eftir af lífi Windows 10, er það ekki?


Jú, en þetta er sýndartölva þannig að það skiptir engu máli þar í þessu tilfelli.