Matvörubúðakostnaðar tracker
Sent: Sun 06. Okt 2024 11:58
Við hjónin erum með kerfi þar sem við sláum öllum kvittunum upp í Excel til að halda yfirlit yfir kaup í matvörubúðunum.
Flokkum síðan ekki-matarkyns í aðra dálka: Áfengi/Nammi/Börn/Hreinlætisvörur/Annað.
Þetta getur verið ansi tímafrekt og leiðinlegt, sérstaklega þegar safnast hafa upp kvittanir og þá látum við oft næja að skrá eingöngu heildarupphæð og flokka ekki í dálka, því eru göt í gagnasafninu hér og þar.
Ég hef verið að leita að einhverri lausn þar sem hægt væri að skanna inn kvittanir með símamyndavél, sem eru síðan flokkaðar sjálfkrafa í ýmsa undirflokka og niðurstöður að lokum sýnt í grafísku umhverfi.
Ein lausn sem ég hef fundið er Apocha sem virðist gera nákvæmlega það sem ég vill.
Hægt er að prufukeyra skannan hér
Draumurinn væri samt að hafa þetta self-hosted.
Hef verið að fikta aðeins með paperless-ngx en það er þó eingöngu til að skanna og geyma textann úr kvittunum svo það þarf meira til.
Hefur einhver verið í sömu pælingum?
Flokkum síðan ekki-matarkyns í aðra dálka: Áfengi/Nammi/Börn/Hreinlætisvörur/Annað.
Þetta getur verið ansi tímafrekt og leiðinlegt, sérstaklega þegar safnast hafa upp kvittanir og þá látum við oft næja að skrá eingöngu heildarupphæð og flokka ekki í dálka, því eru göt í gagnasafninu hér og þar.
Ég hef verið að leita að einhverri lausn þar sem hægt væri að skanna inn kvittanir með símamyndavél, sem eru síðan flokkaðar sjálfkrafa í ýmsa undirflokka og niðurstöður að lokum sýnt í grafísku umhverfi.
Ein lausn sem ég hef fundið er Apocha sem virðist gera nákvæmlega það sem ég vill.
Hægt er að prufukeyra skannan hér
Draumurinn væri samt að hafa þetta self-hosted.
Hef verið að fikta aðeins með paperless-ngx en það er þó eingöngu til að skanna og geyma textann úr kvittunum svo það þarf meira til.
Hefur einhver verið í sömu pælingum?