Síða 1 af 1
Kveikja á vhost í apache2 lætur document root hverfa
Sent: Fös 27. Sep 2024 21:38
af jonfr1900
Ég er með mrtg á 192.168.1.2/mrtg og ef ég kveiki á vhost í apache24 (apache 2.4) þá hverfur sú rót og ég fæ hana ekki inn. Veit einhver hvernig ég get lagað þetta? Ég er búinn að athuga helstu stillingar og finn ekkert þar.
Takk fyrir aðstoðina.
Re: Kveikja á vhost í apache2 lætur document root hverfa
Sent: Fös 27. Sep 2024 21:47
af TheAdder
Ég er ekki manna fróðastur um þetta, en ég er með apache uppsetningu og vhost virkt.
Þú stillir eða setur upp í sites-available, config fyrir hvern vhost, þar setur þú inn document root fyrir hvern vhost, virkjar svo þann host með aensite skipuninni.
Re: Kveikja á vhost í apache2 lætur document root hverfa
Sent: Fös 27. Sep 2024 21:53
af jonfr1900
TheAdder skrifaði:Ég er ekki manna fróðastur um þetta, en ég er með apache uppsetningu og vhost virkt.
Þú stillir eða setur upp í sites-available, config fyrir hvern vhost, þar setur þú inn document root fyrir hvern vhost, virkjar svo þann host með aensite skipuninni.
Þetta er á FreeBSD og þeir nota ekki sites-available uppsetninga eins og í Debian eða öðrum Linux útgáfum. Þetta er allt saman gert í gegnum eina (eða fleiri config skrár er örugglega einnig í boði) í FreeBSD.
Þegar ég kveiki á vhost. þá hverfur allt sem er á 192.168.1.2 rótinni. Bæði möppur og "It works!" skjárinn sem er í rótinni. Ég þarf helst að leysa það vandamál. Annars þarf ég að færa allt á aðra sýndartölvu hjá mér. Ekki mikið vandamál en frekar pirrandi ef þetta er eitthvað sem hægt er að leysa.
Re: Kveikja á vhost í apache2 lætur document root hverfa
Sent: Fös 27. Sep 2024 22:11
af jonfr1900
FreeBSD þarf greinilega meiri uppsetningar en ég reiknaði með. Þar sem í Debian sem dæmi. Þá heldur document root sér þó svo að ég kveiki á vhost. Þannig að ég verð að nota sýndartölvuna með debian aðeins lengur.
Re: Kveikja á vhost í apache2 lætur document root hverfa
Sent: Lau 28. Sep 2024 11:54
af thorhs
Þú þarft að setja inn virtualhost section með * (eða það up/dns sem þú vilt) sem hostname, og setja þar inn allar stillingar, svo sem document root, alias oþh.
Prófaðu að googla freebsd Apache virtualhost, eru örugglega einhverjir guide-ar fyrir það. Ef ég man rétt er Debian með default virtualhost.
Re: Kveikja á vhost í apache2 lætur document root hverfa
Sent: Lau 28. Sep 2024 23:35
af jonfr1900
thorhs skrifaði:Þú þarft að setja inn virtualhost section með * (eða það up/dns sem þú vilt) sem hostname, og setja þar inn allar stillingar, svo sem document root, alias oþh.
Prófaðu að googla freebsd Apache virtualhost, eru örugglega einhverjir guide-ar fyrir það. Ef ég man rétt er Debian með default virtualhost.
Þetta hérna lítur svona út í httpd-vhost.conf í FreeBSD hjá mér. Ég er ekki alveg að skilja hvar þessi stjarna á að koma í stillingar hjá mér.
Kóði: Velja allt
<VirtualHost *:80>
DocumentRoot "/usr/local/www/apache24/data/skjalfti-tremor.com"
ServerName skjalfti-tremor.com
ServerAlias www.skjalfti-tremor.com
#ServerAdmin jonfr500@gmail.com
# Other directives here
<Directory "/home/jonfr/skjalfti-tremor.com">
Options -Indexes +FollowSymLinks
AllowOverride All
</Directory>
ErrorLog /var/log/skjalfti-tremor.com-error.log
CustomLog /var/log/skjalfti-tremor.com-access.log combined
</VirtualHost>
Re: Kveikja á vhost í apache2 lætur document root hverfa
Sent: Sun 29. Sep 2024 00:31
af thorhs
Stjarnan í virtualhost segir Apache að hlusta á öllum IP tölum. ServerName/ServerAlias þarf að innihalda það sem er í url-inu, eins og þú ert með. Ef þú vilt þetta virtual host svari líka fyrir IP töluna þarf hún að koma fram î þessum lista eða hafa wild card (*). ServerAlias er space separated listi.
Þú getur sent mér allt configið í PM og ég get skoðað á morgun.
Re: Kveikja á vhost í apache2 lætur document root hverfa
Sent: Sun 29. Sep 2024 18:20
af jonfr1900
thorhs skrifaði:Stjarnan í virtualhost segir Apache að hlusta á öllum IP tölum. ServerName/ServerAlias þarf að innihalda það sem er í url-inu, eins og þú ert með. Ef þú vilt þetta virtual host svari líka fyrir IP töluna þarf hún að koma fram î þessum lista eða hafa wild card (*). ServerAlias er space separated listi.
Þú getur sent mér allt configið í PM og ég get skoðað á morgun.
Ég fann þetta í leiðbeiningum á internetinu.
Kóði: Velja allt
# create new
# settings for original domain
<VirtualHost *:80>
DocumentRoot /usr/local/www/apache24/data
ServerName www.srv.world
</VirtualHost>
Sýnist að þetta gæti verið það sem ég þurfi að setja inn í FreeBSD. Ég gæti einnig athugað hvað Debian er að gera og afritað þær stillingar þaðan. Ætti að virka einnig í FreeBSD. Þar sem þetta er sami þjónahugbúnaður.
Re: Kveikja á vhost í apache2 lætur document root hverfa
Sent: Sun 29. Sep 2024 20:06
af thorhs
Já, eins og ég sagði fyrr þarf að passa ServerName og ServerAlias innihaldi host nafnið sem er verið að nota í browsernum. Sama ef þú vilt tengjast með IP tölu þarf hún að vera þar.