Síða 1 af 1

Slow Net

Sent: Sun 22. Jan 2006 21:13
af Ragnar
Góðan dag. Ragnar heiti ég og er að spá hvaða net þjónustu ég eigi að nota.

Málið er það ég er með net frá Símanum 2mb þráðlaust. En mig vatnar helst 6mb þjónstu. Ég á heima svona 1 km frá selfossi, rétt fyrir neðan Toyota Selfossi.

6mb þjónusta símans nær ekki hingað niðureftir til mín :(. Reyndar er ég í öðru sveitafélagi en selfoss. Ætli það breyti höfuð máli ?. En er sammt bara svona 400m frá aðskilnaðarmörkonum Árbog Ölfus.

Ætti ég að prófa Vodafone? er það ekki svolítið maus ?.

Hvað mynduð þið gera í mínum sporum?

Sent: Sun 22. Jan 2006 21:15
af BrynjarDreaMeR
fáðu þér hive lang bestir

Sent: Sun 22. Jan 2006 21:26
af Blackened
BrynjarDreaMeR skrifaði:fáðu þér hive lang bestir


Þetta svarar spurningu hans held ég barasta ekki neitt..

og síðan fyrir utan það þá held ég að HIVE "náist" ekki á Selfossi eða þar í kring


Hugsa að þú ættir að prufa að hringja í Símann og Vodafone og spyrja hvaða lausnir þeir hafa fyrir þig.. nú ef að vodafone getur skaffað þér háhraðatengingu þangað þá færiru þig bara þangað..

..En það gæti verið að þú sért of langt frá næstu símstöð til að geta fengið stærri en 2mbit tengingu og þá veit ég ekki hvað þú getur gert

Sent: Sun 22. Jan 2006 22:35
af Ragnar
ég þakka öll svör. Ég ætla að fara í símann á morgunn tékka á þessu. Ég vona að ég sé ekki of langt frá símstöð. :)

Sent: Mán 23. Jan 2006 11:21
af CraZy
veit nú ekkert um gæði né hraða, en ég er nokkuð viss um að emax náist þarna hjá þér ;)

Sent: Mán 23. Jan 2006 13:07
af Birkir
Þú velur ekki emax ef þú vilt háhraða tengingu, allavega ekki miðað við mína reynslu.