Síða 1 af 1

Afrita skrár úr mörgum möppum í eina möppu

Sent: Lau 17. Ágú 2024 14:06
af falcon1
Er hægt að afrita bara jpeg skrár úr mörgum möppum (úr ljósmyndasafninu) yfir í eina stóra möppu án þess að þurfa að fara í gegnum allar möppurnar handvirkt?

Re: Afrita skrár úr mörgum möppum í eina möppu

Sent: Lau 17. Ágú 2024 14:45
af Hjaltiatla
Já t.d með Robocopy þ.e ef þú ert að hugsa um one time file copy afrit.
https://lazyadmin.nl/it/robocopy-ultimate-guide/#copy-files-by-type

Mæli ekkert sérstaklega með þessari aðferð ef þú ert að treysta að þetta keyri alltaf 100% , þá þarftu einnig að vakta hvenær Scheduled task failar eða afritun failar ef þú myndir keyra robocopy scriptu t.d einu sinni á sólahring.

Ef þú ert að hugsa um alvöru afritunarlausn þá þarftu að skoða eitthvað hentugra.

Getur spurt Copilot um aðstoð að smíða Robocopy scriptu sem afritar .jpeg skrár recursivly yfir í aðra möppu.

Re: Afrita skrár úr mörgum möppum í eina möppu

Sent: Lau 17. Ágú 2024 14:53
af andrith
Ef þú hefur aðgang að linux skel geturu gert eitthvað svona

find /mappa1 -name '*.jpeg' -exec cp "{}" /mappa2 \;

Þar sem /mappa1 inniheldur allar möppurnar sem innihalda myndir og /mappa2 verður mappan sem allar myndirnar eru afritaðar í

Re: Afrita skrár úr mörgum möppum í eina möppu

Sent: Lau 17. Ágú 2024 14:54
af Hizzman
mögulega með 'search *.jpg' og síðan select all (ctl a) og copy (ctl c) og svo paste (ctl v) í möppuna

Re: Afrita skrár úr mörgum möppum í eina möppu

Sent: Lau 17. Ágú 2024 15:03
af olihar