Síða 1 af 1

Skiptir AP máli þegar kemur að penetration í gegnum steypu

Sent: Lau 17. Ágú 2024 00:05
af SolidFeather
Sælir og nettir

Er með UAP-AC-LITE inní stofu. Finnst vera doldið lélegt wifi samband frá honum í gegnum einn léttan vegg og einn steyptan vegg og til tölvu. Myndi UniFi 7 Pro eða UniFi 6 LR bæta það eitthvað eða drepur steypan allt wifi signal hvortsemer?

Það var svosem alltaf planið að bora í gegnum veginn til að koma snúru í tölvuna.

Re: Skiptir AP máli þegar kemur að penetration í gegnum steypu

Sent: Lau 17. Ágú 2024 00:16
af SolidFeather

Re: Skiptir AP máli þegar kemur að penetration í gegnum steypu

Sent: Lau 17. Ágú 2024 02:10
af Semboy
Hvað er þetta langt vegalengd? ef þetta er undir 9metra ég mundi segja LR mun pottþétt bæta upp netið hjá þér. Þar sem lite var rétt að slefa sér í gegn.

Re: Skiptir AP máli þegar kemur að penetration í gegnum steypu

Sent: Lau 17. Ágú 2024 08:42
af rostungurinn77
Hefurðu prufað að gera mælingar á sendistyrk miðað fjarlægð frá vegg?

Það ætti að gefa þér hugmynd um hvort þetta sé raunhæf hugmynd.

Re: Skiptir AP máli þegar kemur að penetration í gegnum steypu

Sent: Lau 17. Ágú 2024 08:47
af Hjaltiatla
Getur alveg verið mjög líklegt að þykkur steypuveggur sé að drepa wifi Signal þá skiptir staðsetning á Access punkt miklu máli.
Grunar að þú græðir takmarkað að Skoða að kaupa Pro eða LR ef vandamálið er þykki steypuveggurinn þá gæti verið alveg eins gott að kaupa annan AC lite og finna betri staðsetningu á þeim AP því ef vandamálið er Wifi signalið þá er meiri performance eða láta AP drífa lengra takmarkað að bjarga þér. En erfitt að segja nákvæmlega til um þitt tilvik nema að þú lýsir rýminu betur.

Re: Skiptir AP máli þegar kemur að penetration í gegnum steypu

Sent: Lau 17. Ágú 2024 08:50
af TheAdder
LR og Pro eru með sama sendistyrk, sem er meiri en Lite, steypan skiptir ekki öllu máli, það er meira járnið í steypunni sem drepur niður merkið, og eins blikk stoðir í léttum veggjum.
Eins og aðrir hafa talað um, fáðu þér wifi meter app, og mældu styrkinn, merkið ætti að skána með Pro/LR, en 5% upp í 7% merki skiptir engu, þá er frekar að bæta við öðrum AP.

Re: Skiptir AP máli þegar kemur að penetration í gegnum steypu

Sent: Lau 17. Ágú 2024 12:35
af Semboy
TheAdder skrifaði:LR og Pro eru með sama sendistyrk, sem er meiri en Lite, steypan skiptir ekki öllu máli, það er meira járnið í steypunni sem drepur niður merkið, og eins blikk stoðir í léttum veggjum.
Eins og aðrir hafa talað um, fáðu þér wifi meter app, og mældu styrkinn, merkið ætti að skána með Pro/LR, en 5% upp í 7% merki skiptir engu, þá er frekar að bæta við öðrum AP.


LR mun leysa vandamálið ég á bátt að trúa þetta sé einhver 20cm þykkir veggir eins og er hjá ríka fólkinu í vesturbær
sem búa í þríggjahæða einbýli.

Re: Skiptir AP máli þegar kemur að penetration í gegnum steypu

Sent: Lau 17. Ágú 2024 18:23
af russi
Þarft auðvitað að gera mælingar. Það virðist gleymast í spjallinu hér á undan og líka bara mjög oft yfirleitt þegar er verið að ræða AP er hann er bara önnur áttin. Tækið sem tengist sendinum þarf líka að ná til hans.
Þvi gæti vel verið að Lite sem þú ert með sé meira en nóg en vandamálið tækið sem er að tengjast honum.

Prófaðu tól eins og inSSIDer, færðu tækið sem tengist, prófaðu líka að færa sendin og sjá hvort það breyti einhverju slatta meða færa hann 1-2 lengra frá veggnum. Því hærri tala sem þú værð því betra, en hafði í huga að þetta eru - tölur. Þannig að -90dB er ónothæft meðan -40dB er með því besta sem þú færð. Bara frekar fínt að vera í svona -50 til -65

Svo er líka spurning hvort þú ert að tengjast á 5Ghz eða 2.4Ghz. Þetta er mjög skiljanlegt ef þú ert að tengjast á 5Ghz þar sem sú tíðni þolir hindranir mun verr en 2.4Ghz

Re: Skiptir AP máli þegar kemur að penetration í gegnum steypu

Sent: Lau 17. Ágú 2024 21:04
af arons4
Passa líka hvernig punkturinn snýr, vörpun frá loftnetum er aldrei jöfn í allar áttir og unifi punktarnir eru gerðir til að vera festir uppí loft og styrkurinn úr þeim er minnstur beint afturábak, þannig ef hann er fastur á vegg og sambandið er slæmt bakvið þann vegg myndi það útskýra það.
Mynd

Sjá https://help.ui.com/hc/en-us/articles/1 ... n-Patterns

Re: Skiptir AP máli þegar kemur að penetration í gegnum steypu

Sent: Fös 23. Ágú 2024 19:01
af SolidFeather
Semboy skrifaði:
TheAdder skrifaði:LR og Pro eru með sama sendistyrk, sem er meiri en Lite, steypan skiptir ekki öllu máli, það er meira járnið í steypunni sem drepur niður merkið, og eins blikk stoðir í léttum veggjum.
Eins og aðrir hafa talað um, fáðu þér wifi meter app, og mældu styrkinn, merkið ætti að skána með Pro/LR, en 5% upp í 7% merki skiptir engu, þá er frekar að bæta við öðrum AP.


LR mun leysa vandamálið ég á bátt að trúa þetta sé einhver 20cm þykkir veggir eins og er hjá ríka fólkinu í vesturbær
sem búa í þríggjahæða einbýli.


Þetta er einmitt 20cm veggur :guy

Planið er að bora í gegnum einn 20cm vegg til að geta beinteingt tölvuna, ef ég bora svo í gegnum annan 20cm vegg í framhaldinu þá gæti ég komið öðrum AP þar fyrir. Þá væri ég með AP í sitthvorum endanum á íbúðinni.

Einhver með tips hvernig maður borar í gegnum svona vegg þannig að það verði beint gat og fallegt? Eða er þetta bara langur bor, handheld borvél og inshallah?

Re: Skiptir AP máli þegar kemur að penetration í gegnum steypu

Sent: Fös 23. Ágú 2024 19:10
af ABss
Höggborvél, ekki venjuleg borvél.

Ekki bora í rör eða víra!

Re: Skiptir AP máli þegar kemur að penetration í gegnum steypu

Sent: Fös 23. Ágú 2024 19:13
af TheAdder
Með höggborvél, merkja þykktina á veggnum á borinn, og slökkva á högginu seinasta sentimeterinn eða rúmlega það, þá brotnar minna út úr gatinu. En þessi seinasti sentimeter mun taka álíka tíma og hinir 19.

Re: Skiptir AP máli þegar kemur að penetration í gegnum steypu

Sent: Fös 23. Ágú 2024 19:49
af vesi
TheAdder skrifaði:Með höggborvél, merkja þykktina á veggnum á borinn, og slökkva á högginu seinasta sentimeterinn eða rúmlega það, þá brotnar minna út úr gatinu. En þessi seinasti sentimeter mun taka álíka tíma og hinir 19.


og slátra bornum.

Re: Skiptir AP máli þegar kemur að penetration í gegnum steypu

Sent: Fös 23. Ágú 2024 19:58
af TheAdder
vesi skrifaði:
TheAdder skrifaði:Með höggborvél, merkja þykktina á veggnum á borinn, og slökkva á högginu seinasta sentimeterinn eða rúmlega það, þá brotnar minna út úr gatinu. En þessi seinasti sentimeter mun taka álíka tíma og hinir 19.


og slátra bornum.

Ekki alvöru steinbor, þeir þola þetta ágætlega.

Re: Skiptir AP máli þegar kemur að penetration í gegnum steypu

Sent: Fös 23. Ágú 2024 20:39
af vesi
TheAdder skrifaði:
vesi skrifaði:
TheAdder skrifaði:Með höggborvél, merkja þykktina á veggnum á borinn, og slökkva á högginu seinasta sentimeterinn eða rúmlega það, þá brotnar minna út úr gatinu. En þessi seinasti sentimeter mun taka álíka tíma og hinir 19.


og slátra bornum.

Ekki alvöru steinbor, þeir þola þetta ágætlega.

hvað kaupiru steinbor oft? :D

Re: Skiptir AP máli þegar kemur að penetration í gegnum steypu

Sent: Fös 23. Ágú 2024 21:17
af TheAdder
vesi skrifaði:
TheAdder skrifaði:
vesi skrifaði:
TheAdder skrifaði:Með höggborvél, merkja þykktina á veggnum á borinn, og slökkva á högginu seinasta sentimeterinn eða rúmlega það, þá brotnar minna út úr gatinu. En þessi seinasti sentimeter mun taka álíka tíma og hinir 19.


og slátra bornum.

Ekki alvöru steinbor, þeir þola þetta ágætlega.

hvað kaupiru steinbor oft? :D

Ég er búinn að vera nota þá sem ég er með núna flesta í 4 ár eða meira, borað í gegnum 10 og upp í 60 cm veggi, þó 15-20 cm sé nú algengast. Munurinn á að fá hreint gat í gegn, og þurfa ekki múr og málun til að gera við skemmdina, er alveg þess virði ef að 2000 kr borinn, sem er búinn að endast í ansi mörg göt gefur upp öndina, borir eru jú slit verkfæri, það er eðlilegt að þeir slitni og þurfi að endurnýja þá.

Re: Skiptir AP máli þegar kemur að penetration í gegnum steypu

Sent: Fös 23. Ágú 2024 21:48
af SolidFeather
Hvaða bor á maður að kaupa í þetta verk? Hef aðgang að höggborvél.

Re: Skiptir AP máli þegar kemur að penetration í gegnum steypu

Sent: Fös 23. Ágú 2024 22:00
af TheAdder
SolidFeather skrifaði:Hvaða bor á maður að kaupa í þetta verk? Hef aðgang að höggborvél.

Ef þú ert með aðgang að SDS+ höggborvél, þá finnst mér andi líklegt að eigandinn sé með 6, 8 eða 10mm bori með henni. Cat5e eða Cat6 strengur ætti að sleppa í 6mm gat, allt stærra en 10mm er orðin óþarflega stórt. Ef engir borar eru með vélinni, þá er bara að athuga með ódýran bor í Sindra, Húsasmiðjunni, eða einhverjum álíka aðila sem er nálægt þér. Þarft lítið að velta þér upp úr gæðum eða endingu í þessu tilviki, þar sem borinn er ætlaður í 2 göt.

Re: Skiptir AP máli þegar kemur að penetration í gegnum steypu

Sent: Fös 23. Ágú 2024 22:17
af Semboy
SolidFeather skrifaði:
Semboy skrifaði:
TheAdder skrifaði:LR og Pro eru með sama sendistyrk, sem er meiri en Lite, steypan skiptir ekki öllu máli, það er meira járnið í steypunni sem drepur niður merkið, og eins blikk stoðir í léttum veggjum.
Eins og aðrir hafa talað um, fáðu þér wifi meter app, og mældu styrkinn, merkið ætti að skána með Pro/LR, en 5% upp í 7% merki skiptir engu, þá er frekar að bæta við öðrum AP.


LR mun leysa vandamálið ég á bátt að trúa þetta sé einhver 20cm þykkir veggir eins og er hjá ríka fólkinu í vesturbær
sem búa í þríggjahæða einbýli.


Þetta er einmitt 20cm veggur :guy

Planið er að bora í gegnum einn 20cm vegg til að geta beinteingt tölvuna, ef ég bora svo í gegnum annan 20cm vegg í framhaldinu þá gæti ég komið öðrum AP þar fyrir. Þá væri ég með AP í sitthvorum endanum á íbúðinni.

Einhver með tips hvernig maður borar í gegnum svona vegg þannig að það verði beint gat og fallegt? Eða er þetta bara langur bor, handheld borvél og inshallah?



ég mundi bora með 12mm bor og svo hoppa uppi 14mm svo þú getur bætt við einum seinna. Cat 6 kaplar eru 6.5mm í þvermál.

Re: Skiptir AP máli þegar kemur að penetration í gegnum steypu

Sent: Fös 23. Ágú 2024 22:20
af jonfr1900
Það er tíðni sem skiptir máli þegar það kemur að svona veggjum og steypu. Hærri tíðni kemst verr í gegnum veggi, þar sem tíðnibylgjan er minni eftir því sem tíðnin er hærri.

Sem dæmi, þá er 5300Mhz með bylgjulengdina 56.603mm. Þegar það er komið niður í 2400Mhz þá er tíðnibylgjan komin í 125mm. Það hefur áhrif á það hvernig bylgjan fer í gegnum hluti eins og veggi. Síðan er 2400Mhz að senda út á 100mW og það er samkvæmt reglugerð. Á 5Ghz er styrkurinn frá 25mW og upp í 4W (4000mW) eftir því hvaða tíðni er notuð.

Hérna er hægt að reikna út lengd tíðnibylgju.

Hérna er listi yfir WiFi rásir og þarna er einnig gefið upp hvaða sendistyrkur er notaður á 5Ghz eftir því hvaða tíðni er notuð.

List of WLAN channels (Wikipedia)

Re: Skiptir AP máli þegar kemur að penetration í gegnum steypu

Sent: Fös 13. Sep 2024 21:21
af SolidFeather
Jæja þá er búið að bora í gegnum einn vegginn og tölvan beinteingd aftur. Fór úr 50 Mbps í 930 Mbps á speedtest, yndislegt. Kom reyndar í ljós að það er hæðarmunur á gólfum eftir herbergjum þannig að að gatið kom útúm listann í svefnherberginu, þrátt fyrir að borinn hefði vísað örlítið uppávið LOL.

En mikið rosalega var leiðinlegt að crimpa rj45 connector á snúruna sem fór í gegnum vegginn. Það tókst í sjöttu tilraun.