Síða 1 af 1

Skipta út Google Wifi yfir í Unifi router og AP

Sent: Fim 15. Ágú 2024 17:00
af jericho
Daginn.

Ég er með 3x Google Wifi á mesh neti heima hjá mér (stofa+bílskúr+tölvuherbergi) sem mig langar að skipta út (þoli ekki google home appið).

Ég er búinn að draga rafmagn og cat5e í alla þrjá staðina. Setupið er því þannig að úr ljósleiðaraboxinu liggur cat5e í fyrsta Google Wifi routerinn (aðal). Úr honum liggur annar cat5e yfir í 20porta switch (1gbit - ekki PoE) og þaðan liggur sitthvor cat5e í hina tvo Google wifi routerana (auka).

Mér datt í hug að skipta aðal-routernum fyrir í Unifi Express router. Í stað auka-routeranna myndi ég setja sitt hvorn U6 plus access points, en fyrir framan hvorn þeirra myndi ég setja PoE injector til að geta powerað access punktana.

Er þetta ekki bara skothelt plan?

---------------------
Smá viðhengi til upplýsinga:


Hér er kostnaðurinn við þetta á Ubiquiti Store EU:
Mynd

Og hér er reiknivél vegna innflutnings (kílóafjöldinn hefur lítil áhrif):
Mynd

Reyndi að skissa þessa skýringarmynd til að hafa hliðsjónar
Mynd

Re: Skipta út Google Wifi yfir í Unifi router og AP

Sent: Fim 15. Ágú 2024 18:37
af TheAdder
Það held ég bara, sýnist að þetta ætti alveg að ganga.

Re: Skipta út Google Wifi yfir í Unifi router og AP

Sent: Fim 15. Ágú 2024 18:47
af Oddy
Jú þetta er flott plan

Re: Skipta út Google Wifi yfir í Unifi router og AP

Sent: Fim 15. Ágú 2024 19:04
af russi
Rétt hugsun, myndi ekki fá mér samt UniFi express. Þú ert t.d. ekki með CloudKey/ Controller eða annað til halda um kerfið sem er nauðsynlegt fyrir Unifi búnað.
Ættir að skoða DreamRouter sem dæmi, hann er t.d með 2xPoE portum og inniheldur Controller.
Eða skoða CloudGateway Max(kemur aftur í lok ágúst án ssd) sem inniheldur flestar þjonustur sem UniFi er að sýsla með og gefur líka möguleika 2.5Gbps(samt bara 1.5Gbps ef þú ert lætur hann sjá um routing og annað), er því future proof ef þú ætlar t.d að fá þér myndavélakerfi frá unifi.

CloudGateway Ultra er líka ágætur kostur

Re: Skipta út Google Wifi yfir í Unifi router og AP

Sent: Fim 15. Ágú 2024 19:32
af jericho
Takk fyrir skjót og góð svör. Skoða þetta betur sem russi nefndi

Re: Skipta út Google Wifi yfir í Unifi router og AP

Sent: Fim 15. Ágú 2024 20:44
af TheAdder
russi skrifaði:Rétt hugsun, myndi ekki fá mér samt UniFi express. Þú ert t.d. ekki með CloudKey/ Controller eða annað til halda um kerfið sem er nauðsynlegt fyrir Unifi búnað.
Ættir að skoða DreamRouter sem dæmi, hann er t.d með 2xPoE portum og inniheldur Controller.
Eða skoða CloudGateway Max(kemur aftur í lok ágúst án ssd) sem inniheldur flestar þjonustur sem UniFi er að sýsla með og gefur líka möguleika 2.5Gbps(samt bara 1.5Gbps ef þú ert lætur hann sjá um routing og annað), er því future proof ef þú ætlar t.d að fá þér myndavélakerfi frá unifi.

CloudGateway Ultra er líka ágætur kostur

Unifi Express er samt Cloud Gateway með controller, gerð fyrir svona kerfi, getur stýrt allt að 4 öðrum Unifi tækjum, í gegnum Unifi Network eins og önnur Cloud Gateway gera.

Re: Skipta út Google Wifi yfir í Unifi router og AP

Sent: Fim 15. Ágú 2024 20:48
af kjartanbj
Ég myndi líka mæla með einhverju öðru en Express græjunni, fara í eitthvað aðeins öflugra frá Unifi, svolítið hamlandi að geta bara stýrt 4 tækjum, þá hefurðu mjög lítin möguleika á stækkun nema skipta út Unifi Express græjunni seinna. betra eyða aðeins meira strax og kaupa Cloud Gateway Max þegar hann verður in stock seinna í ágúst

Re: Skipta út Google Wifi yfir í Unifi router og AP

Sent: Fim 15. Ágú 2024 22:14
af russi
TheAdder skrifaði:Unifi Express er samt Cloud Gateway með controller, gerð fyrir svona kerfi, getur stýrt allt að 4 öðrum Unifi tækjum, í gegnum Unifi Network eins og önnur Cloud Gateway gera.


Það er alveg eins gott að sleppa því hafa þetta option, þetta er svo skammarlega litið að það tekur því ekki að byrja né að nefna það

Re: Skipta út Google Wifi yfir í Unifi router og AP

Sent: Fim 15. Ágú 2024 22:14
af Viktor
russi skrifaði:Rétt hugsun, myndi ekki fá mér samt UniFi express. Þú ert t.d. ekki með CloudKey/ Controller eða annað til halda um kerfið sem er nauðsynlegt fyrir Unifi búnað.
Ættir að skoða DreamRouter sem dæmi, hann er t.d með 2xPoE portum og inniheldur Controller.
Eða skoða CloudGateway Max(kemur aftur í lok ágúst án ssd) sem inniheldur flestar þjonustur sem UniFi er að sýsla með og gefur líka möguleika 2.5Gbps(samt bara 1.5Gbps ef þú ert lætur hann sjá um routing og annað), er því future proof ef þú ætlar t.d að fá þér myndavélakerfi frá unifi.

CloudGateway Ultra er líka ágætur kostur


Það er víst controller í Unfi Express.

Getur svo breytt honum í AP ef þú vilt stækka síðar.

Eða selt hann, tekur örugglega svona klukkustund að finna kaupanda.

russi skrifaði:
TheAdder skrifaði:Unifi Express er samt Cloud Gateway með controller, gerð fyrir svona kerfi, getur stýrt allt að 4 öðrum Unifi tækjum, í gegnum Unifi Network eins og önnur Cloud Gateway gera.


Það er alveg eins gott að sleppa því hafa þetta option, þetta er svo skammarlega litið að það tekur því ekki að byrja né að nefna það


Þetta einmitt smellpassar fyrir þær kröfur sem eru gerðar í upprunalega innlegginu.

Re: Skipta út Google Wifi yfir í Unifi router og AP

Sent: Fim 15. Ágú 2024 23:16
af EinnNetturGaur
skothelt plan hjá þér, ég sjálfur myndi kaupa 2.5gb swiss ef það væri hægt til að gera meira framtíðarnotkun en það er bara ég

Re: Skipta út Google Wifi yfir í Unifi router og AP

Sent: Fös 16. Ágú 2024 09:01
af jericho
EinnNetturGaur skrifaði:skothelt plan hjá þér, ég sjálfur myndi kaupa 2.5gb swiss ef það væri hægt til að gera meira framtíðarnotkun en það er bara ég


Takk fyrir gott tips - mun pottþétt uppfæra switchinn seinna. Unglingarnir kvarta a.m.k. ennþá yfir hraðanum og sjálfur er ég svo þolinmóður :)

Re: Skipta út Google Wifi yfir í Unifi router og AP

Sent: Fös 16. Ágú 2024 09:12
af TheAdder
Ég hef verið spenntur fyrir þessum hérna persónulega, hann myndi t.d. alveg ráða við U7 þráðlausa punkta, og gætir sleppt PoE injectors. (Svona þegar hann verður til aftur.)
https://eu.store.ui.com/eu/en/pro/categ ... max-16-poe

Re: Skipta út Google Wifi yfir í Unifi router og AP

Sent: Lau 17. Ágú 2024 11:07
af Hjaltiatla
Vel valdir Access punktar , ég hefði farið í U6+ í dag frekar en U6 Lite sem ég valdi á sínum tíma. U6+ Styður 160Mhz rásir á 5G og býður upp á WiFi 6 stuðning á 2.4Ghz samanborið við U6-Lite og coverar meira svæði. Munar alveg rosalega miklu á hraða á U6 lite að stilla frá 40MHZ yfir í 80 MHZ á 5G.
Sjálfur verslaði ég mér frekar Mini PC með 2.5 GbE og keyri PFsense til að eiga möguleikann á að uppfæra netsamband í gegnum ISP í framtíðinni og alls konar auka nörda pælingar.
Unifi express bíður samt uppá að setja upp gestanet , Vlan stuðningur og stuðningur að adopta 4 tæki. Fyrir Basic heimauppsetningu þá er þetta alveg fínt.