Síða 1 af 1
VPN fyrir erlent niðurhalt
Sent: Fös 02. Ágú 2024 16:06
af siggi376
Mig langaði til að pimpa aðeins upp Plex setup-ið mitt og gera það meira automatic með radarr og sonarr og allt það. Ég er búinn að vera að skoða svona setup á netinu og margir eru að nota einhversskonar VPN split tunnel fyrir qBittorrent eða eitthvað socks5 proxy til að fela slóðina hjá sér. Nú er ég búinn að vera að downloada í mörg ár án þess að vera með neitt. Hvernig eruð þið með ykkar sett upp? Er þörf á að vera að fela slóðina sína á Íslandi. Finn ekki mikið af upplýsingum varðandi lög um ólöglegt niðurhal hér á Íslandi.
Re: VPN fyrir erlent niðurhalt
Sent: Fös 02. Ágú 2024 17:01
af nidur
Það á náttúrulega alls ekki að ná í eitthvað ólöglegt.
En ef þú vilt ekki að ISP og aðrir sem þú tengist sjái traffíkina þína þá myndi ég hafa sér vél(virtual t.d.) uppsetta með VPN og killswitch.
Held að ISP sjái áfram allt sem þú gerir í gegnum socks 5.
Þetta split tunnel er væntanlega ef þú ætlar að gera þetta á einni tölvu þar sem sum forrit tala í gegnum vpn en annað ekki, held að það taki mikla vinnu við að stilla firewall og annað, erfitt að vera viss um að þetta sé að virka rétt.
Svo er spurning um hvaða VPN þú notar og hvaða regluverkum þeir fara eftir, marg oft komið fyrir að þeir gefi upplýsingar um notkun, flest lönd eru með 3 mánaða retention á gögnum um notendur sem er hægt að kalla eftir, minnir mig.
Re: VPN fyrir erlent niðurhalt
Sent: Fös 02. Ágú 2024 20:27
af asgeirj
VM í skýinu einhverstaðar og Tailscale á milli? Nota þá VM sem exit node. ISP sér ekkert.
Margar aðrar leiðir til, fyrsta sem mér datt í hug