Síða 1 af 1

5g router og útiloftnet

Sent: Mið 03. Júl 2024 21:42
af Skari
Er einhver með góða reynslu á 5g router með sterku útiloftneti ?

sýnist í fljótu bragði fjarskiptafyrirtækin vera með IP65 extender sem er tengdur gegnum ethernet

Miðað við veðrin hérna, er og mæliði með einhverjum 5g router þar sem hægt er að setja old school greiðu upp á þak ? Það er nefnilega gamalt örbylgjuloftnet upp á þaki og var að hugsa um að nota sömu lagnir

Re: 5g router og útiloftnet

Sent: Fös 05. Júl 2024 19:14
af russi
Getur gleymt því að nota sömu lagnir, tapið í hefðbundin coax er of mikið fyrir þetta.

Annars er Icecom með loftnet í þetta og Öreind

Re: 5g router og útiloftnet

Sent: Fös 05. Júl 2024 21:46
af orn
Skari skrifaði:sýnist í fljótu bragði fjarskiptafyrirtækin vera með IP65 extender sem er tengdur gegnum ethernet

Huh? Hvernig færðu það út? Þetta eru aktív 4G/5G loftnet (eftir týpum) sem eru í sumum tilfellum meira að segja routerinn og innigræjan er bara WiFi AP.

Re: 5g router og útiloftnet

Sent: Lau 06. Júl 2024 12:37
af Skari
russi skrifaði:Getur gleymt því að nota sömu lagnir, tapið í hefðbundin coax er of mikið fyrir þetta.

Annars er Icecom með loftnet í þetta og Öreind



var ílla orðað hjá mér, hungmyndin var að nota barkana sem eru fyrir en skipta út köplunum en takk annars fyrir, skoða þetta hjá icecom og öreind

Re: 5g router og útiloftnet

Sent: Lau 06. Júl 2024 12:44
af Skari
orn skrifaði:
Skari skrifaði:sýnist í fljótu bragði fjarskiptafyrirtækin vera með IP65 extender sem er tengdur gegnum ethernet

Huh? Hvernig færðu það út? Þetta eru aktív 4G/5G loftnet (eftir týpum) sem eru í sumum tilfellum meira að segja routerinn og innigræjan er bara WiFi AP.


https://www.nova.is/barinn/vara/huawei-utiloftnet

Nova og Síminn eru bæði að selja þessa græju sem útiloftnet, hún er IP65 sem er nú ekki mikið vatnsvarið.. myndi halda að þetta þyrfti að vera í miklu skjóli svo þetta skemmist ekki um leið í næsta stormi

Re: 5g router og útiloftnet

Sent: Fös 12. Júl 2024 21:15
af orn
Ég skil. Þetta er í raun skrítið markaðnafn. Líklega til að gera fólki ljósara að það þarf líka WiFi router / AP.

Þetta er 4g/5g modem / brú. Virkur búnaður sem sér um öll samskiptin við farsímakerfi. Skilar frá sér ethernet. Framlengir ekki neitt merki, heldur bara sér alveg um þann part.

Valid punktur með IP65. Veðrið hér er öllu öfgafyllra en víðast hvar annars staðar. FWIW setti ég upp sambærilegan útisendi frá Huawei í bústað hjá foreldrum mínum fyrir þremur árum og hann stendur sig enn.

En ef þú vilt eitthvað sem stenst pottþétt veðrið er skipabúnaður líklega málið. Já eða passíf loftnet þ.s. 4G/5G búnaðurinn er inni. En þá ertu takmarkaðri með fjarlægðir kapla vegna deyfingar.